Hafnarfjarðarmafían (2004 -)

engin mynd tiltækHafnarfjarðarmafían er hljómsveit sem starfrækt hefur verið í kringum FH í Hafnarfirði og eru meðlimir sveitarinnar yfirlýstir stuðningsmenn knattspyrnudeildar félagsins.

Meðlimir sveitarinnar voru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari (báðir úr Botnleðju), auk Viðars Steingrímssonar (Sólon o.fl.) á bassa.

Sveitin var starfandi 2004 og líklega alltaf öðru hverju en hún hefur sent frá sér lög árlega. 2004 kom út plata með henni.