Söngfélag Hafnarfjarðar (1906-15)

Óskað er eftir upplýsingum um söngfélag eða kór í Hafnarfirði snemma á tuttugustu öldinni sem gekk líklega undir nafninu Söngfélag Hafnarfjarðar, heimildir herma að það hafi verið stofnað haustið 1906 af Sigfúsi Einarssyni tónskáldi en um það leyti hafði hann flust heim til Íslands eftir nám erlendis. Söngfélag þetta mun hafa verið blandaður kór sem…

Súrefni (1995-2001)

Hljómsveitin Súrefni náði allnokkrum vinsældum rétt um síðustu aldamót og var þá fremst í flokki sveita sem framleiddu danstónlist en um það leyti var nokkur vakning hér á landi í þeirri tegund tónlistar. Sveitin byrjaði sem hljómsveit, þróaðist þaðan yfir í dúett sem vann mest með tölvur en varð síðar aftur að fullskipaðri hljómsveit með…

Svarta síða skeggið (1998)

Unglingahljómsveit starfaði um tíma í Hafnarfirði undir nafninu Svarta síða skeggið og lék á tónleikum í bænum haustið 1998. Meðal meðlima sveitarinnar voru þeir Hermann Fannar Valgarðsson og Jón Mýrdal Harðarson en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi Svarta síða skeggsins og hljóðfæraskipan.

Stæner (1998-99)

Hljómsveitin Stæner (einnig ritað Steiner) úr Hafnarfirði sigraði Músíktilraunir vorið 1998 en ólíkt flestum sigurvegurum keppninnar á þeim árum rættist lítið úr sveitinni og hún dó drottni sínu um ári síðar. Stæner var stofnuð í Hafnarfirði fáeinum vikum áðu en hún keppti í Músíktilraunum en þar komst sveitin í úrslit á atkvæðum dómnefndar. Í úrslitum…

Stúlknakór Víðistaðaskóla (1973-74)

Kór var starfræktur við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði veturinn 1973-74 undir nafninu Stúlknakór Víðistaðaskóla og kom hann fram eitthvað opinberlega sumarið 1974 í tengslum við 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, sem haldið var upp á um land allt. Það var Elínborg Loftsdóttir sem var stjórnandi kórsins en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þennan kór.

Stúlknakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (1958-69)

Stúlknakór starfaði við Barnaskóla Hafnarfjarðar á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, ekki liggur þó fyrir hvort hann starfaði samfleytt eða hversu lengi en hann var að minnsta kosti starfandi árið 1958 og 1968. 1958 var kórinn undir stjórn Guðjóns Ó. Sigurjónssonar og gæti hann hafa verið eins konar forveri Barnakórs Barnaskóla Hafnarfjarðar (Friðrikskórsins) sem…

Stress [2] (1981-82)

Hljómsveitin Stress mun hafa verið einhvers konar pönksveit sem starfaði í Hafnarfirði og skartaði m.a. meðlimum sem síðar urðu þekkt nöfn í tónlistinni og víðar. Meðlimir Stress voru þeir Stefán Hjörleifsson gítarleikari, Haraldur Baldvinsson söngvari, Hallur Helgason trommuleikari og Atli Geir Grétarsson bassaleikari. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1981 og 82, og kom…

Stolía (1994-99)

Hljómsveitin Stolía vakti nokkra athygli um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en hún varð þá í öðru sæti Músíktilrauna og sendi frá sér tíu laga breiðskífu tveimur árum síðar sem hlaut góða dóma gagnrýnenda, sveitin galt hins vegar fyrir það að spila instrumental tónlist og hlaut fyrir vikið litla sem enga spilun á útvarpsstöðvum landsins.…

Stay free [3] (1985)

Unglingahljómsveitin Stay free frá Hafnarfirði var starfrækt haustið 1985 var þriðja hljómsveitin sem bar þetta annars ágæta nafn hér á landi á aðeins fimm ára tímabili, ástæðan fyrir því var að á þeim árum voru dömubindi undir þessu nafni grimmt auglýst í sjónvarpi. Stay free sigraði hljómsveitakeppni sem haldin var í Hafnarfirði og vann þar…

Spectrum [1] (1998)

Dúettinn Spectrum var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1998 en komst þar ekki í úrslit. Spectrum, sem var úr Hafnarfirði var skipaður þeim Atla Má Þorvaldssyni og Þresti Sveinbjörnssyni sem báðir léku á hljóðgervla. Svo virðist sem dúettinn hafi ekki verið langlífur.

Sonic [1] (1976-77)

Hljómsveit sem bar nafnið Sonic var starfrækt í Hafnarfirði um tveggja ára skeið á árunum 1976 og 77, hún lék nokkuð á dansleikjum og var þá á ferð ásamt hljómsveitinni Cobra víða um sunnan- og suðvestanvert landið. Fyrir liggur að Grétar Jóhannesson bassaleikari, Smári Eiríksson trommuleikari og Sveinn Rúnar Ólafsson söngvari voru í Sonic en…

Skólakór Víðistaðaskóla (1987-2006)

Skólakór hefur stundum verið starfandi við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þó ekki verið starfræktur samfellt, upplýsingar um hann eru af skornum skammti. Elstu heimildir um starfandi kór í Víðistaðaskóla eru frá haustinu 1987, þá 1991 og 1994 en eftir það virðist vera kórastarf við skólann nokkuð samfleytt á árunum 1997 til 2001, árið 1999 að…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (1978-)

Í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hafa lengi verið starfandi hljómsveitir sem ýmist hafa verið skilgreindar sem blásarasveitir, lúðrasveitir, stórsveitir eða bara skólahljómsveitir. Þær hafa náð ágætum árangri, jafnvel verið virkar til langs tíma og leikið á fjölmörgum tónleikum og skemmtunum innan lands sem utan. Tónlistarskólinn í Hafnarfirði hefur verið starfandi frá 1950 en ekki finnast þó heimildir…

Skólahljómsveitir Flensborgarskóla (um 1960-)

Innan Flensborgarskóla í Hafnarfirði hafa eins og víðast annars staðar verið starfandi hljómsveitir nemenda, ýmist í nafni skólans eða bara innan hans. Að minnsta kosti einu sinni hefur gefin út plata með úrvali tónlistar í tengslum við árshátíð skólans og einnig hefur komið út safnplata með bílskúrshljómsveitum sem gefin var út af skólablaði Flensborgar Skólahljómsveit…

Skoffín [1] (1995-96)

Hljómsveitin Skoffín starfaði í Hafnarfirði seint á síðustu öld, líklegast innan Flensborgarskóla en sveitin átti tvö lög á safnplötunni Drepnir árið 1996. Skoffín hafði verið stofnuð 1995 og voru meðlimir hennar Darri Gunnarsson gítarleikari og söngvari, Kjartan O. Ingvason gítarleikari og söngvari, Gísli Árnason bassaleikari og söngvari og Björn Viktorsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir neinar…

Skólahljómsveit Barnaskóla Hafnarfjarðar (1959-64)

Upplýsingar óskast um Skólahljómsveit Barnaskólans í Hafnarfirði sem starfaði þar veturinn 1963-64 en hafði þá líkast til verið starfandi þá síðan haustið 1959 og verið sett á stofn af Jóni Ásgeirssyni þáverandi söngkennara við skólann, líklegast var um að ræða litla blásara- eða lúðrasveit. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um starfstíma, stærð, stjórnendur og…

Siferlæs (1997)

Hljómsveitin Siferlæs starfaði í Hafnarfirði árið 1997 og kom þá m.a. fram á tónleikum í tengslum við listahátíð ungs fólks í bænum. Ekki finnast ítarlegar upplýsingar um þessa sveit en þó liggur fyrir að Magnús Leifur Sveinsson gítarleikari og Kristján Hafsteinsson bassaleikari sem síðar voru í hljómsveitinni Stæner (og sigraði Músíktilraunir 1998) voru í þessari…

The Fun kids (1996)

Unglingahljómsveit undir nafninu The Fun kids starfaði vorið 1996 og lék þá á tónleikum í Hafnarfirði sem báru yfirskriftina Kaktus ´96. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar, meðlimi og hljóðfæraskipan en líklegt hlýtur að teljast að hún hafi verið hafnfirsk.

Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði (1913-)

Kór hefur verið starfandi við Fríkirkjuna í Hafnarfirði á aðra öld þótt upplýsingar liggi ekki fyrir nákvæmlega um hvenær hann var stofnaður eða hvort hann hefur starfað alveg samfleytt, í þessari umfjöllun er gert ráð fyrir að hann hafi starfað frá stofnun kirkjunnar árið 1913 en Fríkirkjan var fyrsta kirkjan sem reist var í Hafnarfirði.…

Friðrik Bjarnason (1880-1962)

Friðrik Bjarnason mætti með réttu kalla föður hafnfirsks tónlistarlífs en hann kom að stofnun og stjórnun fjölmargra kóra í bænum, gegndi organistastörfum og söngkennslu auk þess að semja fjöldann allan af sönglögum sem margir þekkja. Friðrik fæddist á Stokkseyri haustið 1880 og bjó þar fyrstu tuttugu ár ævi sinnar. Hann hafði snemma áhuga á tónlist…

Friðrikskór [1] (?)

Upplýsingar óskast um karlakór sem starfaði í Hafnarfirði á fyrri hluta tuttugustu aldar undir stjórn Friðriks Bjarnasonar en hann var áberandi í tónlistarlífi bæjarins um árabil. Engar upplýsingar er að finna um hvenær nákvæmlega þessi kór starfaði en Friðrik var búsettur í Hafnarfirði frá 1908, ekki er um að ræða Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (sem gekk…

Flamingo kvintettinn [1] (um 1958-59)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Flamingo kvintettinn. Vitað er að hljómsveit undir þessu nafni starfaði í Hafnarfirði undir lok sjötta áratugar 20. aldarinnar og var Viðar Hörgdal Guðnason harmonikkuleikari einn meðlima hennar. Sveit með þessu nafni lék á dansleik á Hótel Hveragerði vorið 1959 og er líklegt að um sömu…

Flasa (1996-97)

Hafnfirska hljómsveitin Flasa starfaði á síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar og var m.a. meðal þátttökusveita í Músíktilraunum. Ekki liggur fyrir hvenær Flasa var stofnuð en hún var vorið 1996 farin að leika nokkuð opinberlega á heimaslóðum í Hafnarfirði, m.a. á tónleikunum Kaktus ´96. Ári síðar, vorið 1997 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og voru…

Fjórir fjórðu (1991-92)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit, sem að öllum líkindum var hafnfirsk, og gekk undir nafninu Fjórir fjórðu. Sveitin starfaði á árunum 1991 og 92, keppti fyrra árið í hljómsveitakeppni sem haldin var á vegum Nillabars en hún starfaði fram á árið 1992 að minnsta kosti. Engar upplýsingar finnast um meðlimi Fjögurra fjórðu en líklega…

FH-bandið (1974-91)

Margt er á huldu varðandi hljómsveit sem kenndi sig við íþróttafélagið FH í Hafnarfirði og gekk undir nafninu FH-bandið. FH-bandið mun hafa verið stofnuð fyrir árshátíð FH árið 1974 og virðist meira og minna hafa verið söngsveit fyrstu árin sem hún starfaði. Það var svo árið 1990 sem sveitin (sem hljómsveit) sendi frá sér átta…

Fendrix (2002-03)

Hljómsveitin Fendrix var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar og Hins hússins vorið 2003 en sveitin hafði að líkindum verið stofnuð haustið á undan í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Meðlimir Fendrix voru þeir Sigurður Ragnar Haraldsson gítarleikari, Kristinn Þór Kristinsson bassaleikari, Páll Fannar Pálsson söngvari og gítarleikari, Brynjar Björn Ingvarsson gítarleikari og Friðrik Dór Jónsson trommuleikari. Fendrix…

A Cappella [3] (2006-08)

Kammerkórinn A Cappella var stofnaður á haustdögum 2006 af Guðmundi Sigurðssyni sem þá var nýkominn til starfa í Hafnarfjarðarkirkju en hann hafði fáeinum mánuðum áður stofnað sams konar kór við Bústaðakirkju undir saman nafni. A Cappella söng við guðsþjónustur en einnig á almennum tónleikum í Hafnarfirði og starfaði eitthvað fram á árið 2008.

A Capella [1] (2003)

Sönghópurinn A Capella hafnaði í þriðja sæti Karaoke-keppni Hafnarfjarðar en sú keppni fór fram snemma árs 2003. A Capella kom úr félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafnarfirði og voru meðlimir hópsins þær Líney Dan Gunnarsdóttir, Svanhvít Júlíusdóttir, María Lovísa Guðjónsdóttir og Eva Guðrún Torfadóttir. Ekki liggur fyrir hveru lengi þær stöllur störfuðu.

A Capella [2] (2014)

Sönghópur sem bar heitið A Capella söng í hátíðarguðsþjónustu í Hafnarfirði um jólin 2014, um var að ræða kvartett söngfólks og voru meðlimir hans Þóra Björnsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Örvar Már Kristjánsson og Hjálmar P. Pétursson. Engar upplýsingar er að finna um hvort A Capella starfaði um lengri tíma eða aðeins kringum þessa einu guðsþjónustu.

Gunni og Dóri (1973-75)

Tveir félagar úr Hafnarfirði, Gunnar Friðþjófsson og Halldór Guðjónsson starfræktu um tveggja ára skeið að minnsta dúettinn Gunni og Dóri, það samstarf hófst líklega árið 1973 innan KFUM starfsins í Hafnarfirði en þeir munu hafa verið saman einnig í Drengjalúðrasveit Hafnarfjarðar. Gunni og Dóri komu margsinnis fram og skemmtu opinberlega með eins konar þjóðlagapoppi og…

Gleðigjafar [4] (2004-09)

Óskað er eftir upplýsingum um Gleðigjafa, hljómsveit sem starfaði innan sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju og mun hafa verið skipuð leiðtogum skólans. Fyrir liggur að sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 2004 til 09 og að Edgar Smári Atlason söng oft með henni, en annað er óljóst um Gleðigjafana, s.s. hverjir skipuðu sveitina, hversu lengi hún starfaði…

Glampar [4] (2005)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit (hugsanlega unglingasveit) úr Hafnarfirði en hún mun hafa verið starfandi sumarið 2005. Upplýsingar um meðlimi, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað áhugavert má senda Glatkistunni með fyrirfram þökk.

Glasnost (1992)

Glasnost var hljómsveit líklega starfandi í Hafnarfirði og hér er giskað á að hún hafi verið í rokkaðri kantinum. Sveitin spilaði á styrktartónleikum á vegum Leikfélags Hafnarfjarðar vorið 1992, engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er óskað eftir þeim hér með.

Gálgafrestur (um 1973)

Hljómsveit sem bar nafnið Gálgafrestur starfaði á fyrri hluta áttunda áratugarins, líklega í kringum 1973 í Hafnarfirði. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit og því mættu lesendur Glatkistunnar gjarnan miðla þeim til síðunnar ef þeir hefðu einhverjar.

Gáfnaljósin (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Gáfnaljósin keppti í söngvakeppni Vísnavina 1987 en sveitin var skipuð nemendum úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Meðlimir Gáfnaljósanna voru Örn Arnarsson söngvari og gítarleikari, Rúnar Óskarsson söngvari og gítarleikari, S. Björn Blöndal bassaleikari, Örn Hrafnkelsson söngvari og Óttarr Proppé söngvari og básúnuleikari. Sveitinni var lítt ágengt í þessari keppni. 1991 var hljómsveit…

Moskvítsj (1993-94)

Upplýsingar um hljómsveitina Moskvítsj úr Hafnarfirði eru af fremur skornum skammti en hún virðist hafa komið fyrst fram opinberlega þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1993, sveitin komst ekki í úrslit keppninnar. Meðlimir hennar voru þá Þorvaldur Einarsson gítarleikari, Gísli Árnason bassaleikari og söngvari, Páll Sæmundsson gítarleikari og Björn Viktorsson trommuleikari. Sveitin hafði árið…

MMT (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið MMT og starfaði í Hafnarfirði um eða fyrir 1990. Allar upplýsingar má senda Glatkistunni um meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og líftíma.

Woofer (1997-98)

Hafnfirska hljómsveitin Woofer vakti nokkra athygli rétt fyrir aldamótin síðustu en sveitin sendi þá á skömmum tíma frá sér smáskífu og breiðskífu, sveitin ól af sér tónlistarfólk sem síðan hefur staðið í fremstu röð. Sveitin var stofnuð í ársbyrjun 1997 í Hafnarfirði en hlaut ekki nafn fyrr en rétt áður en hún sté á svið…

Vígþryma (1971-73)

Hljómsveitin Vígþryma starfaði í Hafnafirði í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar, og var skipuð ungum hljóðfæraleikurum. Meðlimir Vígþrymu voru Björn Thoroddsen gítarleikari, Jónatan Garðarsson söngvari, Jón Trausti Harðarson bassaleikari og Svavar Ellertsson trommuleikari. Sveitin fór í gegnum mannabreytingar og tók þá upp nafnið IngiLár áður en hún varð að Laufinu, sem margir þekkja.

Víbrar [2] (1991)

Hljómsveitin Víbrar kom úr Hafnarfirði og var starfandi 1991, það vorið tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Númi [?] söngvari, Óskar I. Gíslason trommuleikari, Guðmundur Aðalsteinsson bassaleikari (Kórak o.fl.), Gunnar Þ. Jónsson gítarleikari (Sóldögg o.fl.) og Hákon Sveinsson hljómborðsleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og hætti störfum fljótlega.

Víkingasveitin [2] (1993-2016)

Víkingasveitin úr Hafnarfirði (einnig stundum nefnd Víkingarnir / Víkingabandið) mun hafa starfað í á þriðja áratug en sveitin var áberandi á víkingahátíðum hvers kyns hér á landi, oft í tenglum við Fjörukrána. Hún lék m.a. erlendis á slíkum hátíðum í Hafnarfirði en einnig í Svíþjóð og Þýskalandi, þá lék sveitin ennfremur á Íslendingahátíð vestan hafs…

Vaka [2] (1983)

Hljómsveitin Vaka starfaði í nokkra mánuði árið 1983 og lék mestmegnis frumsamið efni. Sveitin, sem starfaði í Hafnarfirði var stofnuð í janúar eða febrúar 1983 og starfaði fram á sumarið. Meðlimir Vöku voru þeir Gylfi Már Hilmisson söngvari og gítarleikari, Jón Trausti Harðarson bassaleikari, Smári Eiríksson trommuleikari, Jón Þór Gíslason söngvari og hljómborðsleikari og Sigurgeir…

Bræðrabandið [1] (1979-)

Hljómsveitin Bræðrabandið úr Hafnarfirði hefur starfað síðan fyrir 1980 með hléum en hún var framan af kántrýsveit. Bræðrabandið var stofnað haustið 1979, nafn sveitarinnar kemur til af því að í henni eru tvennir bræður, Ingólfur Arnarson gítarleikari og Jón Kristófer Arnarson einnig gítarleikari, og Ævar Aðalsteinsson banjóleikari og Örvar Aðalsteinsson kontrabassaleikari. Allir munu þeir fjórmenningarnir…

Botnleðja (1994-)

Botnleðja er vafalaust með merkustu rokksveitum íslenskrar tónlistarsögu, sveitinni skaut hratt á stjörnuhimininn þegar hún sigraði Músíktilraunir og á eftir fylgdu draumar um meik í útlöndum og nokkrar plötur sem hlutu frábæra dóma og viðurkenningar. Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari, Heiðar Örn Kristjánsson söngvari og gítarleikari og Ragnar Páll Steinsson bassaleikari, stofnuðu sveitina síðla árs 1994…

Blend (1990)

Unglingahljómsveitin Blend starfaði í Hafnarfirði í kringum 1990 og var einn af fyrirrennurum hljómsveitarinnar Botnleðju. Meðlimir hennar voru Haraldur F. Gíslason trommuleikari, Heiðar Örn Kristjánsson gítarleikari, Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og Unnar [Bjarnason?] sem gæti hafa leikið á hljómborð. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (1960-62)

Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar, einnig nefndur Friðrikskór starfaði í um tvö ár en hann var stofnaður Friðriki Bjarnasyni til heiðurs. Friðrik Bjarnason tónskáld hafði verið söngkennari við Barnaskólann í þrjátíu og sjö ár og á áttræðis afmæli hans haustið 1980 var ákveðið að stofna kór við skólann honum til heiðurs, undir stjórn Jóns Ásgeirssonar sem þá…

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju (1990-)

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju hefur starfað líklega frá haustinu 1990, fyrst undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur (1990-95) en síðan undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og Helgu Loftsdóttur en frá því um aldamótin undir stjórn Helgu einnar. Kórinn sem skiptist í tvær aðskildar einingar (barna- og unglingakór) telur yfirleitt á bilinu fimmtíu til áttatíu meðlimi og hefur hann…

Bara burt Reynir (1996-99)

Hljómsveitin Bara burt Reynir starfaði í nokkur ár og var hluti af þeirri rokksenu sem var þá var í gangi í Hafnarfirði. Elstu heimildir um sveitina er að finna frá vorinu 1996 en þá sigraði hún hljómsveitakeppnina Fjörungann sem FÍH stóð fyrir í Hafnarfirði, sú keppni var þá haldin í annað skipti og var ætlað…

Túnfiskar (1986)

Túnfiskar var sönghópur úr Öldutúnsskóla sem gaf út tveggja laga plötu vorið 1986 og naut nokkurra vinælda. Forsaga málsins er sú að krakkar af unglingastigi Öldutúnsskóla í Hafnarfirði höfðu flutt dagskrá í skólanum undir heitinu „Karnival“ á haustönn 1985 en sú dagskrá vakti það mikla athygli að Jón Gústafsson, sem þá annaðist þáttagerð í Ríkissjónvarpinu,…

Tríóla [1] (1974)

Þjóðlagasveitin Tríóla starfaði í nokkra mánuði árið 1974 í Hafnarfirði. Fyrst um sinn var um kvartett að ræða en meðlimir voru þá Þóra Lovísa Friðleifsdóttir söngkona, Birgir Grímur Jónasson gítar-, banjó- og munnhörpuleikari, Gunnar Friðþjófsson gítarleikari og Friðþjófur Helgason (síðar ljósmyndari) kontrabassaleikari. Þegar fækkaði um einn í Tríólu var það stundum kallað Þjóðlagatríóið Tríóla, að…