Blend (1990)

Unglingahljómsveitin Blend starfaði í Hafnarfirði í kringum 1990 og var einn af fyrirrennurum hljómsveitarinnar Botnleðju. Meðlimir hennar voru Haraldur F. Gíslason trommuleikari, Heiðar Örn Kristjánsson gítarleikari, Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og Unnar [Bjarnason?] sem gæti hafa leikið á hljómborð. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit. Auglýsingar

Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (1960-62)

Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar, einnig nefndur Friðrikskór starfaði í um tvö ár en hann var stofnaður Friðriki Bjarnasyni til heiðurs. Friðrik Bjarnason tónskáld hafði verið söngkennari við Barnaskólann í þrjátíu og sjö ár og á áttræðis afmæli hans haustið 1980 var ákveðið að stofna kór við skólann honum til heiðurs, undir stjórn Jóns Ásgeirssonar sem þá…

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju (1990-)

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju hefur starfað líklega frá haustinu 1990, fyrst undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur (1990-95) en síðan undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og Helgu Loftsdóttur en frá því um aldamótin undir stjórn Helgu einnar. Kórinn sem skiptist í tvær aðskildar einingar (barna- og unglingakór) telur yfirleitt á bilinu fimmtíu til áttatíu meðlimi og hefur hann…

Bara burt Reynir (1997-99)

Hljómsveitin Bara burt Reynir starfaði í nokkur ár og var hluti af þeirri rokksenu sem var þá var í gangi í Hafnarfirði. Ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu sveitina en það voru að minnsta kosti þeir Aron Vikar Arngrímsson bassaleikari, Haraldur Örn Sturluson trommuleikari og Bjarni Guðmann Jónsson gítarleikari, sem síðar stofnuðu hljómsveitina Úlpu ásamt…

Túnfiskar (1986)

Túnfiskar var sönghópur úr Öldutúnsskóla sem gaf út tveggja laga plötu vorið 1986 og naut nokkurra vinælda. Forsaga málsins er sú að krakkar af unglingastigi Öldutúnsskóla í Hafnarfirði höfðu flutt dagskrá í skólanum undir heitinu „Karnival“ á haustönn 1985 en sú dagskrá vakti það mikla athygli að Jón Gústafsson, sem þá annaðist þáttagerð í Ríkissjónvarpinu,…

Tríóla [1] (1974)

Þjóðlagasveitin Tríóla starfaði í nokkra mánuði árið 1974 í Hafnarfirði. Fyrst um sinn var um kvartett að ræða en meðlimir voru þá Þóra Lovísa Friðleifsdóttir söngkona, Birgir Grímur Jónasson gítar-, banjó- og munnhörpuleikari, Gunnar Friðþjófsson gítarleikari og Friðþjófur Helgason (síðar ljósmyndari) kontrabassaleikari. Þegar fækkaði um einn í Tríólu var það stundum kallað Þjóðlagatríóið Tríóla, að…

Teib (1998-99)

Hafnfirska harðkjarnasveitin Teib var undanfari Vígspár en Teib var stofnuð snemma á árinu 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar [?] trymbill, Valdi Olsen gítarleikari, Árni [?] bassaleikari, Gauti [?] söngvari og Freyr [?] gítarleikari. Gauti var ekki lengi í Teib og um tíma var ónafngreindur söngvari frá Ísafirði í sveitinni, Bóas Hallgrímsson (Spitsign) tók við söngnum…

Tarsan og villtu aparnir (1983)

Tarsan og villtu aparnir var hafnfirsk unglingasveit, starfandi haustið 1983 en þá lék hún á fjölskylduskemmtun í Firðinum. Engar frekari upplýsingar finnast um meðlimi Tarsans og villtu apanna.

Ónefni (1983)

Hljómsveitin Ónefni starfaði í Hafnarfirði á fyrri hluta ársins 1983 og lék eins konar djasstónlist. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en leiða má getum að því að þeir hafi verið fremur ungir að árum. Allar tiltækar upplýsingar óskast því um Ónefni.

Útópía [1] (1996)

Hljómsveitin Útópía starfaði í nokkra mánuði í Hafnarfirði sumarið 1996. Þetta var eins konar teknósveit og voru meðlimir hennar Hermann Fannar Valgarðsson, Úlfur Linnet og Oddur Snær Magnússon. Sveitarmeðlimir voru ungir að árum og um haustið breyttu þeir nafni sveitarinnar í Nuance.

Scruffy Murphy (1997-98)

Þjóðlagasveitin Scruffy Murphy starfaði í Hafnarfirði veturinn 1997-98 en sveitin sérhæfði sig einkum í írskri tónlist. Meðlimir Scruffy Murphy voru Hermann Ingi Hermannsson söngvari og gítarleikari (Logar, Papar o.fl.), Elísabet Nönnudóttir ásláttar- og flautuleikari (Hrafnar o.fl.), Poul Tschiggfrie söngvari og fiðluleikari og Sarah Tschiggfrie harmonikkuleikari. Scruffy Murphy lék aðallega á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu.

Saxon [2] (1966-67)

Litlar sem engar heimildir er að finna um hljómsveitina Saxon en hún var starfrækt í Hafnarfirði 1966-67. Sveitin lék nokkuð á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar.

Nuance (1996-98)

Nuance var triphopsveit úr Hafnarfirði sem vakti nokkra athygli á seinni hluta tíunda áratugarins. Nuance var stofnuð upp úr annarri sveit, Útópíu, haustið 1996 og vorið eftir keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir voru þá Hermann Fannar Valgarðsson, Oddur Snær Magnússon og Úlfar Linnet, sem allir léku á hljómborð og tölvutengda hluti. Þrátt fyrir ágætis…

Nabblastrengir (1989-90)

Hljómsveitin Nabblastrengir (Umbilical cords) úr Ölduselsskóla í Hafnarfirði hvarf jafnskjótt og hún birtist í íslensku tónlistarlífi en hún sigraði Músíktilraunir og virtust allir vegir færir. Sveitin var stofnuð haustið 1989 í Hafnarfirði en um vorið 1990 mætti hún til leiks í Músíktilraunir Tónabæjar og Rásar 2 undir nafninu Nabblastrengir (sums staðar ritað Naflastrengir). Valdimar Gunnarsson…

Prisma [annað] (1973-2001)

Prentsmiðjan og auglýsingastofan Prisma starfaði í Hafnarfirði um árabil og var í eigu þeirra Baldvins Halldórssonar (bróður Björgvins Halldórssonar), Ólafs Þ. Sverrissonar og eiginkvenna þeirra. Prisma var stofnuð 1973 og var meginþorri íslenskra plötuumslaga á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar unninn í prentsmiðjunni, Prisma var 1998 sameinuð prentsmiðjunni Prentbæ og kallaðist eftir það Prisma-Prentbær…

PPPönk (1996-99)

Pönksveitin PPPönk úr Hafnarfirði starfaði um þriggja ára skeið, vakti nokkra athygli og náði að gefa út eina smáskífu. Sveitin var stofnuð vorið 1996 og einungis örfáum vikum síðar átti hún þrjú lög á hafnfirsku safnplötunni Drepnir. Eitt laganna, Surferboy fékk heilmikla spilun á útvarpsstöðinni X-inu og vakti athygli á sveitinni. Meðlimir PPPönks í upphafi…

Plató [2] (1990-91)

Plató var hljómsveit úr Hafnarfirðinum sem sérhæfði sig einkum í tónlist hipparokkara í anda Led Zeppelin, Cream o.fl. Þeir félagar voru einnig í blúsnum. Sveitin var stofnuð sumarið 1990 og voru meðlimir hennar Guðfinnur Karlsson söngvari, Starri Sigurðarson bassaleikari, Jón Örn Arnarson trommuleikari og Kristbjörn Búason gítarleikari. Flestir áttu þeir eftir að birtast í mun…

Pez [2] (1995-96)

Allar upplýsingar um hafnfirsku unglingahljómsveitina Pez væru vel þegnar. Pez starfaði 1995 og 96 en ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit.

Páll Kr. Pálsson (1912-93)

Páll Kr. Pálsson kom víða við á sínum ferli, hann var kórstjórnandi, tónlistarkennari og -skólastjóri, organisti og undirleikari auk þess að koma að félagsmálum tónlistarmanna á Íslandi með ýmsum hætti. Páll (Kristinn) fæddist 1912 í Reykjavík og bjó þar fram á fullorðinsár. Hann var músíkalskur með eindæmum og mun hafa verið farinn að spila á…

Juel Juel Juel (um 1985)

Hljómsveitin Juel juel juel var unglingasveit úr Hafnarfirði og starfaði á níunda áratug síðustu aldar. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit vantar en væru vel þegnar.

Kátir piltar [3] (1944-50)

Hljómsveitin Kátir piltar frá Hafnarfirði (hin fyrri) starfaði um og eftir seinna stríð. Sveitin spilaði oft í Góðtemplarahúsinu (Gúttó) þar í bæ en um var að ræða sextett. Meðlimir Kátra pilta voru Friðleifur E. Guðmundsson gítarleikari, Einar Sigurjónsson harmonikkuleikari, Friðþjófur Sigurðsson trommuleikari, Stefán Þorleifsson saxófón- og harmonikkuleikari, Jónatan Ólafsson píanóleikari og Magnús Randrup saxófón- og…

Kátir piltar [4] (1983-94)

Kátir piltar úr Hafnarfirði (hinir síðari) komu fram á sjónarsviðið á níunda áratug síðustu aldar og vakti verulega athygli, sérstaklega fyrir lagið Feitar konur en sveitin var í raun fjöllistahópur einstaklinga sem síðar hefur orðið þekktur í íslensku lista- og menningarlífi. Kátir piltar eiga uppruna sinn að rekja til Flensborgarskóla í Hafnarfirði en þar voru…

Karmelsystur í Hafnarfirði (1939-)

Það kann að hljóma undarlega að Karmelsystur, nunnur úr Karmelklaustrinu í Hafnarfirði skulu vera meðal tónlistarflytjenda á Íslandi en að minnsta kosti ein útgáfa liggur þó eftir þær. Upphaf sögu Karmelsystra í Hafnarfirði má rekja til ársins 1939 en þá hófst undirbúningur fyrir byggingu klausturs þeirra í Hafnarfirði, og komu þrjár systur hingað til lands…

Karlakórinn Þrestir [2] (1931-49)

Karlakórinn Þrestir á Þingeyri við Dýrafjörð var líkast til varla nema söngfélag, í besta falli lítill karlakór, sem starfaði vestra um árabil. Kórinn var stofnaður sumarið 1931 og var Baldur (Bernharður) Sigurjónsson organisti og trésmiður á Þingeyri stjórnandi hans. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu lengi hann starfaði en síðustu heimildir um hann er að finna…

Karlakórinn Ernir [1] (1934-35)

Karlakórinn Ernir var starfræktur í Hafnarfirði um tveggja ára skeið á fjórða áratug síðustu aldar. Forsaga kórsins er sú að Karlakórinn Þrestir úr Hafnarfirði hafði verið í pásu í einhvern tíma þegar nokkrir félagar úr kórnum, sem voru í verkalýðsfélaginu Hlíf í Firðinum, ákváðu árið 1931 að stofna kór í anda karlakóra verkamanna og kölluðu…

Kaktus [3] [tónlistarviðburður] (1995-96)

Tónlistarhátíðin Kaktus var haldin í tvö skipti að minnsta kosti í Hafnarfirði vorin 1995 og 96. Fyrra árið var Bæjarbíó vettvangur hátíðarinnar en í síðara skiptið fór hún fram á Víðistaðatúni. Hljómsveitir og tónlistarfólk úr Hafnarfirði komu fram á Kaktusi og má nefna þar sveitir eins og Súrefni, Stolíu, Pes, Botnleðju o.fl. Hátíðin, sem í…

D og D (1983)

Hafnfirska unglingahljómsveitin D og D starfaði vorið 1983. Sveitin lék nýbylgjurokk en engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða sögu að öðru leyti. Þ.a.l. eru allar slíkar upplýsingar um D og D vel þegnar.

Dallas (1995-96)

Hafnfirska hljómsveitin Dallas kom lítillega við sögu íslenskrar tónlistar 1995 og 96. Sveitin var stofnuð 1995, að öllum líkindum í Flensborgarskóla, og lék reglulega á tónleikum einkum í Hafnarfirði en einnig eitthvað í miðbæ Reykjavíkur. Ekki liggur fyrir hvort Dallas starfaði samfleytt en vorið 1996 kom út safnplatan Drepnir á vegum nemendafélags Flensborgarskóla með nokkrum…

Dansbandið [1] (1981-)

Hljómsveitin Dansbandið (sú fyrsta með þessu nafni) á sér langa og viðburðaríka sögu, sem enn sér líklega ekki fyrir endann á. Dansbandið var stofnað í Hafnarfirði í upphafi ársins 1981, stofnmeðlimir voru líklegast þeir Sveinn Guðjónsson söngvari og hljómborðsleikari, Kristján Hermannsson trompetleikari og söngvari, Gunnar Ársælsson gítarleikari, Svavar Ellertsson trommuleikari og Ágúst Ragnarsson bassaleikari. Mannabreytingar…

Dizzy mint family (1996)

Dizzy mint family virðist hafa verið skammlíf unglingahljómsveit í Hafnarfirði, starfandi 1996. Engar upplýsingar er að finna um sveitina aðrar en að trommuleikari hennar var Vignir Svavarsson og að hún lék á útitónleikum á Víðistaðatúni í Hafnarfirði vorið 1996. Allar nánari upplýsingar eru vel þegnar.

Drengjalúðrasveit Hafnarfjarðar (1958-70)

Lúðrasveit drengja var starfrækt í Hafnarfirði á sjötta áratug síðustu aldar. Páll Kr. Pálsson skólastjóri tónlistarskólans í Hafnarfirði mun hafa haft frumkvæði og komið að stofnun sveitarinnar 1958 og fékk hann Þjóðverjann Renald Brauner til að stjórna henni. Þessi sveit gæti hafa starfað til ársins 1970 en ekki er ljóst hvort Brauner stýrði henni alla…

Randver (1974-79)

Hljómsveitin Randver naut vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar fyrir skemmtilega texta við lög úr ýmsum áttum. Sveitin var afkastamikil á þeim fimm árum sem hún starfaði og gaf á þeim tíma út þrjár plötur en hvarf að því búnu jafn snögglega og hún birtist upphaflega, í lok áratugarins. Tilurð og langur líftími Randvers var…

Be not (2000 – 2008)

Hafnfirska hljómsveitin Be not var starfandi 2000, keppti það ár í Músíktilraunum en komst ekki í úrslitin. Friðbjörn Oddsson söngvari og gítarleikari, Brynjar Geirsson gítarleikari, Jóhann Hjaltason bassaleikari og Ingólfur Arnarson trommuleikari skipuðu sveitina. Sveitin starfaði lengi eftir þetta og var Logi Geirsson (síðar handknattleiksmaður) bróðir Brynjars, eitthvað viðloðandi sveitina, spilaði líklega á gítar í…

Bendix [1] (1966-68 / 1971-75)

Hljómsveitin Bendix úr Hafnarfirði er hvað þekktust fyrir að vera fyrsta sveitin sem Björgvin Halldórsson var í. Sveitin var stofnuð 1966 af Ágústi Ragnarssyni söngvara, Gunnari Eyþóri Ársælssyni gítarleikara og söngvara (d. 1988), Viðari Sigurðssyni gítarleikara og söngvara (d. 1991), Finnboga Aðalsteinssyni trommuleikara og Pétri Stephensen bassaleikara og söngvara, sveitin var eiginleg skólahljómsveit í Flensborgarskóla.…

Edrú (1990)

Hljómsveitin Edrú var skipuð nokkrum meðlimum úr Lækjarskóla og var nokkuð öflug á tónleikasviðinu 1990, sveitin gæti þó hafa verið stofnuð nokkru fyrr. Sveitarinnar verður líklega fyrst og fremst minnst fyrir að vera fyrsta bandið sem Páll Rósinkranz var söngvari í en ekki er kunnugt um aðra meðlimi sveitarinnar. Edrú starfaði til áramóta 1990-91 en…

Etanól (1999)

Hljómsveitin Etanól úr Hafnarfirði keppti í Músíktilraunum 1999 og lenti þar í þriðja sæti en meðlimir sveitarinnar þá voru Jón Berg Jóhannesson, Heiðar Ingi Kolbeinsson og Skapti Þóroddsson forritarar og Ágústa Eva Erlendsdóttir (Silvía Nótt) söngkona. Ágústa Eva var ennfremur kjörin besta söngkona tilraunanna það árið. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit.

E-X (1986-89)

Hljómsveitin E-X starfaði undir lok níunda áratugar liðinnar aldar og þótti efnileg en skildi þó líklega aldrei eftir sig almennilegan minnisvarða, tónlistarskríbentar þess tíma voru reyndar duglegir að kalla hana óheppnustu hljómsveit Íslandssögunnar. E-X var hafnfirsk, stofnuð um áramótin 1986-87 upp úr annarri sveit, Prófessor X sem hafði að mestu verið skipuð sömu meðlimum og…

Fílharmóníusveitin (1982-83)

Fílharmóníusveitin var tríó stofnuð haustið 1982 í Hafnarfirði og tók hún þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT sama haust. Sveitin komst í úrslit og endaði í öðru til þriðja sæti í keppninni ásamt Englabossum. Meðlimir sveitarinnar voru Einar S. Guðmundsson gítarleikari, Eyjólfur Lárusson trommuleikari og Steinn Á. Magnússon bassaleikari en Ragnar Óskarsson tók síðar…

Gaflarakórinn (1994 -)

Gaflarakórinn er kór eldri borgara í Hafnarfirði, stofnaður 1994. Kórinn var lengi undir stjórn Guðrúnar Ásbjörnsdóttur en 2005 hafði Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir tekið við söngstjórninni. Gaflarakórinn er enn starfandi.

Hafnarfjarðarmafían (2004 -)

Hafnarfjarðarmafían er hljómsveit sem starfrækt hefur verið í kringum FH í Hafnarfirði og eru meðlimir sveitarinnar yfirlýstir stuðningsmenn knattspyrnudeildar félagsins. Meðlimir sveitarinnar voru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari (báðir úr Botnleðju), auk Viðars Steingrímssonar (Sólon o.fl.) á bassa. Sveitin var starfandi 2004 og líklega alltaf öðru hverju en hún hefur sent frá…

Halldór og fýlupúkarnir (1986)

Hljómsveitin Halldór og fýlupúkarnir/fýlupokarnir var starfandi 1986 og kom úr Hafnarfirðinum. Hún keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og komst alla leið í úrslitin. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar en líklega hét einhver þeirra Ingimar.

Jakobínarína (2004-09)

Hljómsveitin Jakobínarína var stofnuð haustið 2004 af ungum Hafnfirðingum, sveitin mun hafa gengið undir ýmsum nöfnum fyrst um sinn s.s. Lufthanza, Banderas, Jólasveinninn, Leppalúði o.fl. Árið eftir (2005) tók Jakobínarína þátt í Músíktilraunum og sigraði þær. Meðlimir þá voru þeir Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari (spilaði upphaflega á gítar í sveitinni), Björgvin Ingi Pétursson bassaleikari, Gunnar…

Laglausir (1984-89)

Hafnfirska hljómsveitin Laglausir varð sú sigursveit Músíktilrauna sem tengdi gleðipoppið við dauðarokkið en sigurvegarar áranna á undan höfðu verið gleðipoppsveitir sem síðan herjuðu á sveitaböllin. Laglausir léku þétt rokk en í kjölfarið fylgdu mun harðari sveitir árin á eftir. Sveitin hafði verið lengi starfandi áður en hún sigraði Músiktilraunirnar, hún var stofnuð í Lækjaskóla í…

Laufið [1] (1974-76)

Hljómsveitin Laufið var stofnuð í Hafnarfirði snemma árs 1974 af ungum og upprennandi tónlistarmönnum en Björn Thoroddsen gítarleikari var meðal þeirra. Ekki liggur fyrir hverjir aðrir stóðu að sveitinni í upphafi en sumarið 1975 var sveitin skipuð þeim Geir Gunnarssyni söngvara, Gylfa Má Hilmissyni gítarleikara, Svavari Ellertssyni trommuleikara og Jóni Trausta Harðarsyni bassaleikara, auk Björns.…

Lítið eitt (1970-76)

Þjóðlagasveitin Lítið eitt starfaði um árabil á áttunda áratug síðustu aldar og skipaði sér meðal þeirra fremstu í þjóðlagageiranum meðan hún var og hét. Sveitin var stofnuð sem tríó snemma árs 1970 í Hafnarfirði og var þá skipuð Gunnari Gunnarssyni, Hreiðari Sigurjónssyni og Steinþóri Einarssyni, sem allir léku á gítara. Þeir sáu að slíkt væri…

Möbelfacta (1991)

Hljómsveitin með IKEA nafnið Möbelfacta starfaði í Hafnarfirði 1991 en það árið keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin komst í úrslit og var skipuð þeim Davíð Ólafssyni trommuleikara (Bone China o.fl.), Regin Frey Mogensen gítarleikara (Bone China), Hrafni Thoroddsen orgelleikara (Dr. Spock, Ensími, Jet Black Joe o.fl.), Helga Vigni Bragasyni söngvara, Einari Má Björgvinssyni gítarleikara…

Nirvana (1991)

Hafnfirska hljómsveitin Nirvana var starfandi upp úr 1990 og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1991, komst þar m.a.s. í úrslit. Þekktastur meðlima sveitarinnar var Páll Rósinkrans Óskarsson söngvari (síðar í Jet Black Joe) en aðrir meðlimir voru þeir Gísli Sigurjónsson gítarleikari, Vilhjálmur Gissurarson trommuleikari, Bogi Leiknisson bassaleikari og Valdimar Gunnarsson gítarleikari. Sagan segir að um…

Not correct (1992 – 1993)

Hljómsveitin Not correct var hipparokkssveit úr Hafnarfirðinum sem keppti m.a. í Músíktilraunum 1992. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Gunnar Appleseth söngvari, Eysteinn Eysteinsson trommuleikari (Papar o.fl.), Ingimundur Óskarsson bassaleikari (Reggae on ice, Viking giant show o.fl.), Stefán Gunnlaugsson hljómborðsleikari (Buff, Reggae on ice) og Andrés Gunnlaugsson gítarleikari (Viking giant show, Sixties o.fl.). Allir áttu þeir eftir að…

Omicron (1983-84)

Hljómsveitin Omicron starfaði 1983 og 84 og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983. Hún komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Örn Almarsson gítarleikari, Dagur Hilmarsson bassaleikari, Bergur Helgason trommuleikari og Stefán Gunnarsson hljómborðsleikari. Omicron kom líklega úr Hafnarfirði.

Skuggar [1] (um 1960)

Hljómsveit með þessu nafni starfaði í Flensborgarskóla í Hafnarfirði upp úr 1960 og var skólahljómsveit þar. Mummi Hönnu [?] var líklega í þessari sveit en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Skugga.