A Capella [2] (2014)

Sönghópur sem bar heitið A Capella söng í hátíðarguðsþjónustu í Hafnarfirði um jólin 2014, um var að ræða kvartett söngfólks og voru meðlimir hans Þóra Björnsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Örvar Már Kristjánsson og Hjálmar P. Pétursson.

Engar upplýsingar er að finna um hvort A Capella starfaði um lengri tíma eða aðeins kringum þessa einu guðsþjónustu.