Cosa nostra (1984-87)

Hljómsveitin Cosa nostra naut nokkurra vinsælda um miðjan níunda áratug síðustu aldar en sveitin sendi frá sér eina sex laga skífu. Það voru hljómborðsleikararnir Máni Svavarsson og Guðmundur Sveinbjörnsson sem byrjuðu að starfa saman snemma árs 1984 en þeir voru þá nemendur í Verzlunarskóla Íslands, í fyrstu gengu þeir undir nafninu 1 to 3. Þegar…

Cosa nostra – Efni á plötum

Cosa Nostra – Answers without questions Útgefandi: Cosa nostra Útgáfunúmer: CN 001 Ár: 1985 1. Waiting for an answer 2. Italian song 3. Maybe next time 4. You shouldn’t try to reach me 5. Where is my robot? 6. We can’t go on like this Flytjendur: Máni Svavarsson – hljómborð og forritun Ólöf Sigurðardóttir –…

Combo Snorra Snorrasonar (1981)

Combo Snorra Snorrasonar var sérstaklega sett saman fyrir eina tónleika (til styrktar MS-félaginu), sumarið 1981. Meðlimir combósins voru Snorri Snorrason sem lék á klassískan gítar, Stefán Jökulsson trommuleikari, Sigurður Long Saxófónleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari.

Combó Kalla Skírnis (1973)

Skólahljómsveit í Menntaskólanum á Akureyri starfandi undir nafninu Combó Kalla Skírnis en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um þessa sveit aðrar en að Kristján B. Snorrason (síðar kenndur við Upplyftingu) var í henni og að öllum líkindum var hún starfandi árið 1973. Glatkistan óskar þ.a.l. eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Combó Kalla Matt (um 1972)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði að öllum líkindum árið 1972 innan veggja framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, undir nafninu Combó Kalla Matt. Fyrir liggur að meðal meðlima sveitarinnar voru þeir Júlíus Agnarsson og Karl V. Matthíasson (síðar prestur) en sveitin var kennd við þann síðar nefnda. Upplýsingar vantar hins vegar um aðra meðlimi hennar.

Combo Gvendar Hall (1981)

Engar upplýsingar er að finna um skipan hljómsveitarinnar Combó Gvendar Hall en sveitin lék á styrktartónleikum í upphafi árs 1981. Allt eins er líklegt að sveitin hafi verið sett saman fyrir þessa einu tónleika en óskað er eftir frekari upplýsingum um hana.

Combo Eyþórs Þorlákssonar (1962-65)

Combo Eyþórs Þorláksson starfaði um nokkurra ára skeið á fyrri hluta sjöunda áratugarins en combo-ið var lengst af húshljómsveit á Röðli. Sveitin kom fyrst fram haustið 1962 á Röðli og þar átti hún eftir að spila næstu árin, hún kom þá einnig eitthvað fram á Keflavíkurflugvelli hjá bandaríska hernum, auk þess sem sveitin lék eitt…

Comdons (1982)

Heimild segir frá hljómsveitinni Comdons sem mun hafa verið starfandi árið 1982, mestar líkur eru á að um misritun hafi verið að ræða og að rétt nafn sveitarinnar hafi verið Condoms. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, rétt nafn hennar, liðsskipan o.s.frv.

Complex [1] (1966)

Hljómsveitin Complex (Komplex) var skammlíf bítlasveit sem starfaði í Réttarholtsskóla í fáeina mánuði árið 1966. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Atlason söngvari (Ríó tríó o.fl.), Valgeir Guðjónsson gítarleikari (Stuðmenn o.fl.), Þórður Árnason gítarleikari (Þursaflokkurinn o.fl.), Gylfi Kristinsson bassaleikari (Stuðmenn o.fl.) og Eiríkur Þorsteinsson trommuleikari. Complex var sem fyrr segir skammlíf sveit, kom líkast til aðeins einu…

Como (1963-67)

Fremur litlar upplýsingar liggja fyrir um hljómsveitina Como (einnig ritað Kómó) en hún mun hafa verið starfandi á Eskifirði á sjöunda áratug síðustu aldar, a.m.k. á árunum 1963-67. Sveitin gekk um tíma undir nafninu Como og Georg en ekki er ljóst hvort sá Georg (Georg Halldórsson) hafi verið söngvari sveitarinnar alla tíð. Aðrir meðlimir Como…

Comet [2] (1996)

Hljómsveit að nafni Comet starfaði haustið 1996 og virðist hafa verið eins konar afsprengi sveitar sem starfaði þremur áratugum fyrr undir sama nafni á Akureyri, ekki er þó um sömu sveit að ræða. Fyrir liggur að Brynleifur Hallsson [gítarleikari?] var í þessari sveit en hann hafði verið í Comet hinni fyrri, einnig munu þeir Grímur…

Comet [1] (1965-67)

Hljómsveitin Comet var ein af þeim Bítlasveitum sem störfuðu á Akureyri um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, sveitin lék einkum á dansleikjum á heimaslóðum en fór einnig suður yfir heiðar og lék í Breiðfirðingabúð og fleiri stöðum. Sveitin var stofnuð snemma vors 1965 í Gagnfræðiskólanum á Akureyri og gekk í byrjun undir nafninu Comet og…

Complex [2] (1989)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit úr Fellaskóla sem gekk undir nafninu Complex (Komplex), hún starfaði sumarið 1989 og lék þá á Rykkrokk-tónleikunum. Complex var kvartett og innihélt söngkonu en ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit.

Condors (1981-83)

Hljómsveitin Condors starfaði í Árbænum á fyrri hluta níunda áratug síðustu aldar, og lék þá nokkuð á tónleikum og öðrum skemmtunum í hverfinu og nágrenni þessi. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Freyr Gunnarsson gítarleikari, Grímur Hjartarson gítarleikari, Gunnar Jónsson bassaleikari og Björgvin Pálsson trommuleikari. Líklegt er að Arnar Freyr hafi verið söngvari sveitarinnar en hún starfaði…

Afmælisbörn 29. september 2020

Sex afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og fjögurra ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Afmælisbörn 28. september 2020

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og sex ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Afmælisbörn 27. september 2020

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Akureyringurinn Jón (Arnar) Freysson hljómborðsleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Jón sem er menntaður tölvunarfræðingur varð þekktur þegar hann lék með Bara flokknum á sínum tíma en lék einnig með sveitum eins og Skræpótta fuglinum og Nautsauga en með síðarnefndu sveitinni var hann…

Afmælisbörn 26. september 2020

Fimm afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti er áttatíu og átta ára gamall í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar hlaut…

Afmælisbörn 25. september 2020

Í dag koma tvö afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari er fjörutíu og fimm ára, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir eins og Papar,…

Afmælisbörn 24. september 2020

Afmælisbörnin eru fimm í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari er áttræður í dag. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, hefur t.d. gefið út nokkrar plötur sjálfur. Garðar hefur ennfremur stýrt kórum, stofnað og stýrt stofnunum eins…

Combó Þórðar Hall (1969-70)

Combó Þórðar Hall var með allra fyrstu gjörningasveitum hér á landi og því vakti það alltaf mikla eftirtekt þegar sveitin kom fram, hún varð hins vegar skammlíf. Combóið mun hafa verið stofnað síðla árs 1969 og kom fyrst fram á þorrablóti Myndlista- og handíðaskólans í janúar 1970 en meðlimir sveitarinnar voru allir nemar þar. Þeir…

Combo 5 (1995)

Combo 5 var skammlíf djassveit sem lék á tónleikum á vegum Jazzþings sumarið 1995. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grétar Sigurðsson saxófónleikari, Jón Aðalsteinsson píanóleikari, Elvar Bragason gítarleikari, Heimir Harðarson bassaleikari og Stefán Helgason trommuleikari.

Closedown (2000-01)

Hljómsveit starfaði á Akranesi á árunum 2000 til 2001, að öllum líkindum innan Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi, undir nafninu Closedown eða Close down. Fyrir liggur að meðal meðlima hennar voru Sigurður Mikael Jónsson söngvari, Sigurður Ingvar Þorvaldsson bassaleikari og Bjarki Þór Aðalsteinsson trommuleikari en ekki finnast meiri upplýsingar um þessa sveit, Glatkistan óskar þ.a.l. eftir þeim.

Coma [4] (1993)

Í Vestmannaeyjum var starfrækt hljómsveit árið 1993 (hugsanlega fram á 1994) undir nafninu Coma. Meðal meðlima sveitarinnar voru Gunnar Geir Waage Stefánsson gítarleikari og Magni Freyr Ingason trommuleikari en Glatkistan hefur ekki upplýsingar um aðra meðlimi hennar.

Coma [3] (1992)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit skipaða ungum tónlistarmönnum á Stöðvarfirði, sem bar nafnið Coma og starfaði árið 1992. Svanur Vilbergsson var trommuleikari sveitarinnar og var lang yngstur meðlima (ellefu ára) en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar, þeir voru um fimm árum eldri.

Coma [2] (1984-85)

Hljómsveit að nafni Coma starfaði á Vopnafirði árin 1984 og 85 að minnsta kosti og tók þá tvívegis þátt í hljómsveitakeppnum sem haldnar voru á útihátíðum í Atlavík um verslunarmannahelgina. Fyrra árið varð sveitin í öðru sæti en hún hafnaði í fjórða sæti árið eftir. Coma lék þar frumsamda tónlist með texta á ensku en…

Coma [1] (1979-82)

Hljómsveitin Coma starfaði á Dalvík um þriggja ára skeið í kringum 1980 og mun hafa verið einhvers konar nýbylgjusveit, jafnvel þungarokk einnig. Undir lokin hefur tónlistin líklega verið orðin léttari en þá lék sveitin undir í kabarettsýningu á Dalvík. Afar litlar upplýsingar er að finna um Coma, og t.a.m. hefur Glatkistan ekki nöfn nema eins…

Cogito (1970-)

Hljómsveitin Cogito var stofnuð í Hagaskóla árið 1970 og hefur í raun aldrei hætt störfum þótt starfsemi hennar hafi stundum legið niðri svo árum skiptir á stundum. Sveitin bar upphaflega heitið Cogito ergo sum (latn. Ég hugsa, þess vegna er ég) en þeir félagar styttu nafnið fljótlega í Cogito en þeir voru flestir lítt meðvitaðir…

Coel (1995)

Tríóið Coel birtist snemma árs 1995 og lék þá eins konar tölvupönk á tónleikum í Norðurkjallara MH, meðlimir Coel voru þeir Guðmundur Kristjánsson og Reynir Harðarson sem áður höfðu verið í hljómsveitinni 2001, og Haukur Valgeirsson. Þeir félagar voru þá með fyrirætlanir um að gefa út plötu um haustið. Ekkert spurðist til Coel eftir MH-tónleikana…

Coda (1983-84)

Hljómsveitin Coda úr Keflavík var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri en hún starfaði 1983 og 84. Sveitin var stofnuð snemma vors 1983 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Elvar Gottskálksson bassaleikari, Baldur Þórir Guðmundsson hljómborðs- og gítarleikari, Vignir Daðason söngvari, Óskar Nikulásson gítarleikari, Baldur Baldursson hljómborðsleikari og Eðvarð Vilhjálmsson trommuleikari. Guðmundur Jens Guðmundsson kom einnig…

Asterix [1] (1975)

Hljómsveitin Asterix var að öllum líkindum skammlíf sveit, starfandi haustið 1975 og kom þá eitthvað fram á skemmtistaðnum Þórscafé. Meðlimir sveitarinnar voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari, Ari B. Gústafsson bassaleikari, Kristján Óskarsson orgelleikari og Bryndís Júlíusdóttir söngkona.

Combo Atla Örvarssonar (1997)

Combo Atla Örvarsson kom fram á tónleikum í Deiglunni á Akureyri sumarið 1997 og var þetta í eina skiptið sem combo-ið kom fram enda var Atli þá við tónlistarnám í Bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar auka Atla sem lék á hljómborð, voru Kristján Edelstein gítarleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari.

Coma [5] (2002)

Hljómsveitin Coma frá Reyðarfirði var ein fjölmargra sveita sem keppt í Músíktilraunum vorið 2002. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hákon Jóhannsson söngvari, Bessi Atlason trommuleikari og Hans Guðmundsson gítarleikari. Athygli vakti að enginn bassaleikari starfaði með sveitinni en hún komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Afmælisbörn 23. september 2020

Að þessu sinni eru tvær söngkonur á afmælislista Glatkistunnar, þær eru báðar látnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja…

Afmælisbörn 22. september 2020

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara sem lést fyrr á þessu ári. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög…

Afmælisbörn 21. september 2020

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er fimmtíu og fimm ára gömul í dag. Áshildur hefur komið víða við í tónlist sinni, verið í aukahlutverkum á plötum annarra listamanna en einnig gefið sjálf út nokkrar sólóplötur, m.a. í samstarfi við annað afmælisbarn dagsins, Atla Heimi, og einnig Selmu Guðmundsdóttur, svo…

Afmælisbörn 20. september 2020

Í dag koma tvö afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar, þau eiga bæði ættir að rekja vestur á firði: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir…

Afmælisbörn 19. september 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm að þessu sinni: Finnbogi G. Kjartansson bassaleikari frá Keflavík er sextíu og átta ára gamall en hann lék með ýmsum Suðurnesjasveitum á sínum yngri árum, oft með bróður sínum Magnúsi. Meðal sveita sem Finnbogi lék með voru Júdas, Júbó, Echo, Steinblóm, Ábót, Fresh, Geimsteinn og Hrókar en sú síðast talda var…

Afmælisbörn 18. september 2020

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Kjartan Ragnarsson leikari og leikstjóri er sjötíu og fimm ára í dag en hann kom víða við í tónlistartengdum verkefnum í leikhúsinu um tíma, m.a. annars í Hatti & Fatti, Gretti, Á köldum klaka og Saumastofunni þar sem tónlistinni var þrykkt á plast. Þá…

Afmælisbörn 17. september 2020

Tónlistartengdu afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í þetta skipti: Smári Jósepsson gítarleikari eða bara Smári Tarfur er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Tarfurinn hefur starfað með alls kyns ólíkum sveitum eins og Quarashi, Spitsign, Ylju, Belford, Porker og dúettnum Hot damn, og hefur einnig gefið út sólóplötu sem hann seldi á vinsælum ferðamannastöðum meðan…

Kveinstafir í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum

Eins og undanfarna fimmtudaga verða tónleikar í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum og að þessu sinni er það hljómsveitin Kveinstafir sem stígur á stokk fimmtudagskvöldið 17. september. Kveinstafir hafa starfað í 8 ár og hafa á boðstólum blues og rock ábreiður í bland við eigið efni en meðlimir sveitarinnar eru þeir Steinar sem leikur á…

Cigarette (1994-96)

Hljómsveitin Cigarette vakti nokkra athygli fyrir stórsmellinn I don‘t believe you vorið 1995, gaf út plötu í kjölfarið en hætti fljótlega eftir það. Sveitin var stofnuð síðla árs 1994 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Einar Tönsberg bassaleikari, Haraldur Jóhannesson gítarleikari, Sigtryggur Ari Jóhannsson hljómborðsleikari og Rafn Marteinsson trommuleikari. Sveitin hóf fljótlega að vinna…

Chrome (1996)

Sumarið 1996 stofnuðu Heiðrún Anna Björnsdóttir og Einar Tönsberg dúettinn Chrome en þau höfðu þá nýverið slegið í gegn með hljómsveitinni Cigarette sem hætti störfum litlu fyrr. Svo virðist sem Chrome hafi verið skammlíft verkefni.

Cigarette – Efni á plötum

Cigarette – Double talk Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 155 Ár: 1995 1. Strange 2. I’m about to 3. My creation 4. I don’t believe you 5. Medicine 6. Time for coffee 7. I love you 8. So if you like to lie 9. Bleeding like a star 10. Star Flytjendur: Einar Tönsberg – bassi Sigtryggur…

Christal (1977)

Hljómsveit með þessu nafni, Christal mun hafa verið starfandi líklega á höfuðborgarsvæðinu árið 1977. Svo virðist sem þessi sveit hafi unnið frumsamið efni sem tilbúið var til útgáfu en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir um það frekar en meðlimi og hljóðfæraskipan hennar. Er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.

Christ falling (1993)

Rokkhljómsveit að nafni Christ falling starfaði árið 1993 en þá um sumarið var sveitin meðal nokkurra annarra sem lék á útitónleikum á Lækjartorgi á vegum Útideildar. Óskað er eftir helstu upplýsingum um þessa sveit, s.s. um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Chorus [2] (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Chorus sem starfaði vorið 2004, að öllum líkindum í Borgarnesi eða nágrenni en sveitin lék þá á tónleikum sem haldnir voru í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Upplýsingar vantar um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar, auk starfstíma hennar.

Chorus [1] (1984)

Hljómsveitin Chorus var starfandi í Álftamýrarskóla um miðjan níunda áratug síðustu aldar en innan hennar voru ungir meðlimir sem síðar urðu þekktir tónlistarmenn. Saga sveitarinnar hlaut snöggan endi. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Daníel Ágúst Haraldsson söngvari, Bergur Bernburg hljómborðsleikari, Hermann Jónsson bassaleikari, Ingólfur Sigurðsson trommuleikari og Kolbeinn Einarsson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hvenær Chorus var…

Clírótes (1976)

Hljómsveitin Clírótes frá Þorlákshöfn starfaði árið 1976 að minnsta kosti og lék þá um sumarið á nokkrum dansleikjum með hljómsveitinni Haukum, sveitin gæti þá hafa verið starfandi í einhvern tíma á undan. Meðlimir Clírótes voru Hjörleifur Brynjólfsson bassasleikari, Heimir Davíðsson [?] og Ómar Berg Ásbergsson gítarleikari og söngvari, samkvæmt myndinni sem fylgir þessari umfjöllun var…

Clitoris (1981)

Hljómsveitin Clitoris var starfrækt í nokkra mánuði í Réttarholtsskóla árið 1981 og spilaði pönk. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Ingi Björnsson trommuleikari, Ólafur Steinarsson bassaleikari, Einar Gunnar Sigurðsson söngvari, Einar Stefánsson gítarleikari og Oddgeir Ólafsson gítarleikari. Einnig kom þriðji gítarleikarinn við sögu sveitarinnar en nafn hans vantar, hann lék með sveitinni á stórtónleikum í Laugardalshöllinni…