Combó Kalla Matt (um 1972)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði að öllum líkindum árið 1972 innan veggja framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, undir nafninu Combó Kalla Matt.

Fyrir liggur að meðal meðlima sveitarinnar voru þeir Júlíus Agnarsson og Karl V. Matthíasson (síðar prestur) en sveitin var kennd við þann síðar nefnda. Upplýsingar vantar hins vegar um aðra meðlimi hennar.