Andlát – Axel Einarsson (1947-2020)

Tónlistarmaðurinn Axel Einarsson er látinn, rétt tæplega sjötíu og þriggja ára gamall. Axel Pétur Juel Einarsson (f. 1947) starfaði með fjölda hljómsveita á ferli sínum, fyrst sem bassaleikari en síðan sem gítarleikari og söngvari. Meðal sveita hans sem sumar urður all þekktar má nefna Bakkabræður, Þotur, Rjóma, Sóló 66, Sálina, J.J. Quintet, Personu, Landshornarokkara, Kaskó,…

Andlát – Adda Örnólfs (1935-2020)

Söngkonan Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir (Adda Örnólfs) er látin, á áttugasta og sjötta aldursári. Adda sem var ein af fyrstu söngkonum íslenskrar dægurlagatónlistar fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 1935 en flutti ung til Reykjavíkur þar sem hún vakti athygli fyrir sönghæfileika sína, hún kom fyrst fram á tónleikum með KK-sextettnum sumarið 1953 ásamt Elly Vilhjálms og…

Andlát – Hallfríður Ólafsdóttir (1964-2020)

Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari er látin eftir nokkur veikindi en hún var aðeins fimmtíu og sex ára gömul. Hallfríður var fædd og uppalin í Kópavogi, nam flautuleik hér heima og síðan í Bretlandi og Frakklandi. Þegar hún kom heim að loknu námi hóf hún störf með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem hún starfaði í tvo áratugi og…

Afmælisbörn 7. september 2020

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sex talsins: Heiðar Örn Kristjánsson er fjörutíu og sex ára. Eins og flestir muna er hann einn af Pollapönks genginu sem fór í Eurovision keppnina 2014 en hann var líka í Botnleðju sem sigraði Músíktilraunir 1995, gáfu út plötur og herjuðu á Bretlandaseyjar um tíma undir nafninu Silt, hann var…