Ebenezer Quart í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum

Fimmtudagskvöldið 10. september, annað kvöld, stendur Cadillac klúbburinn fyrir lifandi streymi eins og undanfarin fimmtudagskvöld. Að þessu sinni er það hljómsveitin Ebenezer Quart sem stígur á svið en tónleikarnir hefjast klukkuna 20:30 og hægt verður að streyma þeim í gegnum Facebook-síðu Cadillac klúbbsins. Ebenezer Quart er blúshljómsveit í víðum skilningi þess orðs. Það eru ekki…

Chaplin (1978-83)

Hljómsveitin Chaplin starfaði um nokkurra ára skeið í Borgarnesi í kringum 1980, réttara væri þó að segja nokkurra sumra skeið því hún starfaði mestmegnis yfir sumartímann enda voru einhverjir meðlimir hennar við nám og störf utan þjónustusvæðis á veturna ef svo mætti komast að orði. Chaplin var stofnuð sumarið 1978 og voru meðlimir hennar þá…

Chaplin – Efni á plötum

Chaplin – Teygjutwist / 12612 [ep] Útgefandi: Chaplin Útgáfunúmer: Chaplin 001 Ár: 1981 1. Teygjutvist 2. 12612 Flytjendur: Kári Waage – söngur Magnús Baldursson – saxófónn Gunnar Ringsted – gítar Halldór Hauksson – trommur Ævar Rafnsson – bassi Kristján Edelstein – gítar og píanó

Chernobyl (1998-2015)

Hljómsveitin Chernobyl starfaði um nokkurra ára skeið innan mótorhjólasamfélagins og lék þá oftsinnis á samkomum tengdum klúbbamenningu þess hóps. Segja má að tíðar mannabreytingar hafi einkennt sögu Chernobyl. Sveitin var stofnuð í byrjun árs 1998 af frændunum Jóni Ólafi Ingimundarsyni trommuleikara og Jóni Magnúsi Sigurðarsyni bassaleikara en þeir höfðu þá verið saman í hljómsveit áður.…

Cheesefarmers (1989-90)

Hljómsveitin Cheesefarmers frá Selfossi starfaði veturinn 1989-90 en var ekki langlíf sveit. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Jón Aðalsteinn Bergveinsson [?], Pétur Hrafn Valdimarsson [?], Eiríkur Guðmundsson [?] og Hreinn Óskarsson [?], ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar en meðlimir hennar ku m.a. hafa leikið á gyðingahörpu, kontrabassa o.fl.

Ceró kvartett (1958-61)

Ceró (Cero) kvartettinn starfaði í fáein ár í kringum 1960 og lék þá á dansleikjum í Hafnarfirði og Reykjavík, einnig lítillega utan höfuðborgarsvæðisins m.a. á Kaupakonudansleik í Hlégarði í Kjós. Sveitin starfaði a.m.k. á árunum 1958 til 61 sem kvartett en undir það síðasta var um tríó að ræða. Ekkert liggur fyrir um hverjir skipuðu…

Celsius – Efni á plötum

Celsius – Celsius Útgefandi: Celsius Útgáfunúmer: CCD01 Ár: 2013 1. Constant pain 2. Shine on me 3. Days pass me by 4. Makes me feel 5. Queen of my life 6. Poker 7. Riding white horses 8. Gonna do me good 9. Love 10. Heaven on earth 11. Tomorrow 12. Constant pain [endurhljóðblöndun] 13. Shine…

Ceilidh band Seyðisfjarðar (1998-2006)

Ceilidh band Seyðisfjarðar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót en sveitin lék einkum keltnesk og norræn þjóðlög, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna starfaði hún á Seyðisfirði. Það var Ethelwyn „Muff“ Worden sem hafði frumkvæði að stofnun sveitarinnar og var eins konar hljómsveitarstjóri en hún var tónlistarkennari og mikill hamhleypa í…

Cazbol (1993)

Pönksveitin Cazbol mun hafa verið starfandi í úthverfum höfuðborgarinnar en sveitin kom fram á nokkrum tónleikum sumarið 1993. Um haustið átti sveitin sex lög á safnkassettu sem kom út á vegum Gallery Krunk. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um meðlimi Cazbol en á hulstri safnkassettunnar eru þeir sagðir vera Magnús Logi Kristinsson söngvari, Heimir Björgúlfsson…

The Cats (1993)

The Cats er ýmist sögð vera hljómsveit eða dúett, sem starfaði árið 1993 og kom þá iðulega fram á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Óskað er eftir upplýsingum um Kettina.

Choice (1981-82)

Hljómsveitin Choice var stofnuð 1981 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Þröstur Víðir Þórisson gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari, Svanur Elíson söngvari og Svanþór Ævarsson bassaleikari. Sveitin hafði aldrei leikið opinberlega hér heima þegar henni bauðst að spila í Svíþjóð sem og þeir þáðu og störfuðu þeir þar um tíma, reyndar varð…

Chemical dependency (1999)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi 1999, sem bar nafnið Chemical dependency og keppti þá í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík. Safnplata með lögum úr keppninni var gefin út og átti sveitin þar eitt laganna.

Check mate (1967)

Hljómsveitin Check mate (Checkmate) var skipuð ungum tónlistarmönnum og var starfandi árið 1967 að minnsta kosti. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Jónsson söngvari, Benedikt H. Benediktsson trommuleikari, Kristinn Magnússon gítarleikari, Skúli J. Björnsson gítarleikari og Guðjón Sigurðsson gítarleikari. Vilhjálmur Guðjónsson mun einnig hafa komið við sögu þessarar sveitar en aðrar upplýsingar finnast ekki um hana.

Chalumeaux tríóið – Efni á plötum

Kjartan Ólafsson – Music from Calmus Útgefandi: Erkitónlist Útgáfunúmer: ETCD 005 Ár: 1998 1. Mónetta fyrir fiðlu og píanó 2. Þríþraut fyrir klarinettutríó 3. Útstrok fyrir sinfóníuhljómsveit 4. Nonetta fyrir kammersveit 5. Calculus fyrir einleiksflautu Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir – fiðla Snorri Sigfús Birgisson – píanó Chalumeaux tríóið; – Kjartan Óskarsson – klarinett – Óskar Ingólfsson…

Chalumeaux tríóið (1989-)

Chalumeaux tríóið hefur verið starfandi í áratugi en það er skipað þremur klarinettuleikurum sem leika á fjölda gerða hljóðfærisins. Chalumeaux tríóið var stofnað árið 1989 og voru meðlimir þess lengst af þeir Óskar Ingólfsson, Sigurður Ingvi Snorrason og Kjartan Óskarsson, tríóið hefur jafnan komið fram með aukahljóðfæraleikurum og söngvurum og meðal söngvara má nefna Margréti…

Choke (2000)

Choke var hljómsveit í þyngri kantinum, líklega frá Akureyri og mun hún hafa verið skammlíf, starfandi árið 2000. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit varðandi meðlima- og hljóðfæraskipan.

Afmælisbörn 9. september 2020

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Eyþór Gunnarsson hljómborðs- og ásláttarleikari er fimmtíu og níu ára gamall. Eyþór byrjaði feril sinn með Ljósunum í bænum, Tívolí og Mezzoforte en hefur síðan leikið með ýmsum þekktum og óþekktum böndum, þar á meðal eru Stuðmenn, KK band, Mannakorn og Ófétin en Eyþór hefur einnig…