Choice (1981-82)

Choice / K.O.S.

Hljómsveitin Choice var stofnuð 1981 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Þröstur Víðir Þórisson gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari, Svanur Elíson söngvari og Svanþór Ævarsson bassaleikari.

Sveitin hafði aldrei leikið opinberlega hér heima þegar henni bauðst að spila í Svíþjóð sem og þeir þáðu og störfuðu þeir þar um tíma, reyndar varð heilmikil upplausn innan sveitarinnar því Svanur og Svanþór hættu með nánast engum fyrirvara rétt fyrir túrinn en úr varð að Þröstur Víðir tók við bassaleikarahlutverkinu af Svanþóri og Þröstur gítarleikari gerðist um leið söngvari sveitarinnar. Þannig skipuð fór Choice til Svíþjóðar

Sveitin kom aftur heim til Íslands um sumarið 1982 og síðsumars tóku þeir upp nafnið K.O.S. og vöktu reyndar nokkra athygli undir því nafni.