Choice (1981-82)

Hljómsveitin Choice var stofnuð 1981 og voru meðlimir hennar fimm talsins, Þröstur Þórisson bassaleikari, Þröstur Þorgeirsson gítarleikari og Jón Björgvinsson trommuleikari en nöfn hinna tveggja eru ekki þekkt.

Sveitin hafði aldrei leikið opinberlega hér heima þegar henni bauðst að spila í Svíþjóð sem og þeir þáðu og störfuðu þeir þar um tíma, þegar tveir meðlimir hennar hættu (þeir sem Glatkistan hefur ekki upplýsingar um) héldu hinir þrír samstarfinu áfram, þeir komu heim til Íslands um sumarið 1982 og síðsumars tóku þeir upp nafnið K.O.S. og vöktu reyndar nokkra athygli undir því nafni.

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um nöfn þeirra tveggja sem vantar hér í umfjölluninni.