Cosa nostra (1984-87)

Hljómsveitin Cosa nostra naut nokkurra vinsælda um miðjan níunda áratug síðustu aldar en sveitin sendi frá sér eina sex laga skífu. Það voru hljómborðsleikararnir Máni Svavarsson og Guðmundur Sveinbjörnsson sem byrjuðu að starfa saman snemma árs 1984 en þeir voru þá nemendur í Verzlunarskóla Íslands, í fyrstu gengu þeir undir nafninu 1 to 3. Þegar…

Cosa nostra – Efni á plötum

Cosa Nostra – Answers without questions Útgefandi: Cosa nostra Útgáfunúmer: CN 001 Ár: 1985 1. Waiting for an answer 2. Italian song 3. Maybe next time 4. You shouldn’t try to reach me 5. Where is my robot? 6. We can’t go on like this Flytjendur: Máni Svavarsson – hljómborð og forritun Ólöf Sigurðardóttir –…

Combo Snorra Snorrasonar (1981)

Combo Snorra Snorrasonar var sérstaklega sett saman fyrir eina tónleika (til styrktar MS-félaginu), sumarið 1981. Meðlimir combósins voru Snorri Snorrason sem lék á klassískan gítar, Stefán Jökulsson trommuleikari, Sigurður Long Saxófónleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari.

Combó Kalla Skírnis (1973)

Skólahljómsveit í Menntaskólanum á Akureyri starfandi undir nafninu Combó Kalla Skírnis en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um þessa sveit aðrar en að Kristján B. Snorrason (síðar kenndur við Upplyftingu) var í henni og að öllum líkindum var hún starfandi árið 1973. Glatkistan óskar þ.a.l. eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Combó Kalla Matt (um 1972)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði að öllum líkindum árið 1972 innan veggja framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, undir nafninu Combó Kalla Matt. Fyrir liggur að meðal meðlima sveitarinnar voru þeir Júlíus Agnarsson og Karl V. Matthíasson (síðar prestur) en sveitin var kennd við þann síðar nefnda. Upplýsingar vantar hins vegar um aðra meðlimi hennar.

Combo Gvendar Hall (1981)

Engar upplýsingar er að finna um skipan hljómsveitarinnar Combó Gvendar Hall en sveitin lék á styrktartónleikum í upphafi árs 1981. Allt eins er líklegt að sveitin hafi verið sett saman fyrir þessa einu tónleika en óskað er eftir frekari upplýsingum um hana.

Combo Eyþórs Þorlákssonar (1962-65)

Combo Eyþórs Þorláksson starfaði um nokkurra ára skeið á fyrri hluta sjöunda áratugarins en combo-ið var lengst af húshljómsveit á Röðli. Sveitin kom fyrst fram haustið 1962 á Röðli og þar átti hún eftir að spila næstu árin, hún kom þá einnig eitthvað fram á Keflavíkurflugvelli hjá bandaríska hernum, auk þess sem sveitin lék eitt…

Comdons (1982)

Heimild segir frá hljómsveitinni Comdons sem mun hafa verið starfandi árið 1982, mestar líkur eru á að um misritun hafi verið að ræða og að rétt nafn sveitarinnar hafi verið Condoms. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, rétt nafn hennar, liðsskipan o.s.frv.

Complex [1] (1966)

Hljómsveitin Complex (Komplex) var skammlíf bítlasveit sem starfaði í Réttarholtsskóla í fáeina mánuði árið 1966. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Atlason söngvari (Ríó tríó o.fl.), Valgeir Guðjónsson gítarleikari (Stuðmenn o.fl.), Þórður Árnason gítarleikari (Þursaflokkurinn o.fl.), Gylfi Kristinsson bassaleikari (Stuðmenn o.fl.) og Eiríkur Þorsteinsson trommuleikari. Complex var sem fyrr segir skammlíf sveit, kom líkast til aðeins einu…

Como (1963-67)

Fremur litlar upplýsingar liggja fyrir um hljómsveitina Como (einnig ritað Kómó) en hún mun hafa verið starfandi á Eskifirði á sjöunda áratug síðustu aldar, a.m.k. á árunum 1963-67. Sveitin gekk um tíma undir nafninu Como og Georg en ekki er ljóst hvort sá Georg (Georg Halldórsson) hafi verið söngvari sveitarinnar alla tíð. Aðrir meðlimir Como…

Comet [2] (1996)

Hljómsveit að nafni Comet starfaði haustið 1996 og virðist hafa verið eins konar afsprengi sveitar sem starfaði þremur áratugum fyrr undir sama nafni á Akureyri, ekki er þó um sömu sveit að ræða. Fyrir liggur að Brynleifur Hallsson [gítarleikari?] var í þessari sveit en hann hafði verið í Comet hinni fyrri, einnig munu þeir Grímur…

Comet [1] (1965-67)

Hljómsveitin Comet var ein af þeim Bítlasveitum sem störfuðu á Akureyri um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, sveitin lék einkum á dansleikjum á heimaslóðum en fór einnig suður yfir heiðar og lék í Breiðfirðingabúð og fleiri stöðum. Sveitin var stofnuð snemma vors 1965 í Gagnfræðiskólanum á Akureyri og gekk í byrjun undir nafninu Comet og…

Complex [2] (1989)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit úr Fellaskóla sem gekk undir nafninu Complex (Komplex), hún starfaði sumarið 1989 og lék þá á Rykkrokk-tónleikunum. Complex var kvartett og innihélt söngkonu en ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit.

Condors (1981-83)

Hljómsveitin Condors starfaði í Árbænum á fyrri hluta níunda áratug síðustu aldar, og lék þá nokkuð á tónleikum og öðrum skemmtunum í hverfinu og nágrenni þessi. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Freyr Gunnarsson gítarleikari, Grímur Hjartarson gítarleikari, Gunnar Jónsson bassaleikari og Björgvin Pálsson trommuleikari. Líklegt er að Arnar Freyr hafi verið söngvari sveitarinnar en hún starfaði…