
Condors
Hljómsveitin Condors starfaði í Árbænum á fyrri hluta níunda áratug síðustu aldar, og lék þá nokkuð á tónleikum og öðrum skemmtunum í hverfinu og nágrenni þessi.
Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Freyr Gunnarsson gítarleikari, Grímur Hjartarson gítarleikari, Gunnar Jónsson bassaleikari og Björgvin Pálsson trommuleikari. Líklegt er að Arnar Freyr hafi verið söngvari sveitarinnar en hún starfaði á árunum 1981 til 83.