Combó Þórðar Hall (1969-70)

Combó Þórðar Hall var með allra fyrstu gjörningasveitum hér á landi og því vakti það alltaf mikla eftirtekt þegar sveitin kom fram, hún varð hins vegar skammlíf. Combóið mun hafa verið stofnað síðla árs 1969 og kom fyrst fram á þorrablóti Myndlista- og handíðaskólans í janúar 1970 en meðlimir sveitarinnar voru allir nemar þar. Þeir…

Combo 5 (1995)

Combo 5 var skammlíf djassveit sem lék á tónleikum á vegum Jazzþings sumarið 1995. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grétar Sigurðsson saxófónleikari, Jón Aðalsteinsson píanóleikari, Elvar Bragason gítarleikari, Heimir Harðarson bassaleikari og Stefán Helgason trommuleikari.

Closedown (2000-01)

Hljómsveit starfaði á Akranesi á árunum 2000 til 2001, að öllum líkindum innan Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi, undir nafninu Closedown eða Close down. Fyrir liggur að meðal meðlima hennar voru Sigurður Mikael Jónsson söngvari, Sigurður Ingvar Þorvaldsson bassaleikari og Bjarki Þór Aðalsteinsson trommuleikari en ekki finnast meiri upplýsingar um þessa sveit, Glatkistan óskar þ.a.l. eftir þeim.

Coma [4] (1993)

Í Vestmannaeyjum var starfrækt hljómsveit árið 1993 (hugsanlega fram á 1994) undir nafninu Coma. Meðal meðlima sveitarinnar voru Gunnar Geir Waage Stefánsson gítarleikari og Magni Freyr Ingason trommuleikari en Glatkistan hefur ekki upplýsingar um aðra meðlimi hennar.

Coma [3] (1992)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit skipaða ungum tónlistarmönnum á Stöðvarfirði, sem bar nafnið Coma og starfaði árið 1992. Svanur Vilbergsson var trommuleikari sveitarinnar og var lang yngstur meðlima (ellefu ára) en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar, þeir voru um fimm árum eldri.

Coma [2] (1984-85)

Hljómsveit að nafni Coma starfaði á Vopnafirði árin 1984 og 85 að minnsta kosti og tók þá tvívegis þátt í hljómsveitakeppnum sem haldnar voru á útihátíðum í Atlavík um verslunarmannahelgina. Fyrra árið varð sveitin í öðru sæti en hún hafnaði í fjórða sæti árið eftir. Coma lék þar frumsamda tónlist með texta á ensku en…

Coma [1] (1979-82)

Hljómsveitin Coma starfaði á Dalvík um þriggja ára skeið í kringum 1980 og mun hafa verið einhvers konar nýbylgjusveit, jafnvel þungarokk einnig. Undir lokin hefur tónlistin líklega verið orðin léttari en þá lék sveitin undir í kabarettsýningu á Dalvík. Afar litlar upplýsingar er að finna um Coma, og t.a.m. hefur Glatkistan ekki nöfn nema eins…

Cogito (1970-)

Hljómsveitin Cogito var stofnuð í Hagaskóla árið 1970 og hefur í raun aldrei hætt störfum þótt starfsemi hennar hafi stundum legið niðri svo árum skiptir á stundum. Sveitin bar upphaflega heitið Cogito ergo sum (latn. Ég hugsa, þess vegna er ég) en þeir félagar styttu nafnið fljótlega í Cogito en þeir voru flestir lítt meðvitaðir…

Coel (1995)

Tríóið Coel birtist snemma árs 1995 og lék þá eins konar tölvupönk á tónleikum í Norðurkjallara MH, meðlimir Coel voru þeir Guðmundur Kristjánsson og Reynir Harðarson sem áður höfðu verið í hljómsveitinni 2001, og Haukur Valgeirsson. Þeir félagar voru þá með fyrirætlanir um að gefa út plötu um haustið. Ekkert spurðist til Coel eftir MH-tónleikana…

Coda (1983-84)

Hljómsveitin Coda úr Keflavík var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri en hún starfaði 1983 og 84. Sveitin var stofnuð snemma vors 1983 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Elvar Gottskálksson bassaleikari, Baldur Þórir Guðmundsson hljómborðs- og gítarleikari, Vignir Daðason söngvari, Óskar Nikulásson gítarleikari, Baldur Baldursson hljómborðsleikari og Eðvarð Vilhjálmsson trommuleikari. Guðmundur Jens Guðmundsson kom einnig…

Asterix [1] (1975)

Hljómsveitin Asterix var að öllum líkindum skammlíf sveit, starfandi haustið 1975 og kom þá eitthvað fram á skemmtistaðnum Þórscafé. Meðlimir sveitarinnar voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari, Ari B. Gústafsson bassaleikari, Kristján Óskarsson orgelleikari og Bryndís Júlíusdóttir söngkona.

Combo Atla Örvarssonar (1997)

Combo Atla Örvarsson kom fram á tónleikum í Deiglunni á Akureyri sumarið 1997 og var þetta í eina skiptið sem combo-ið kom fram enda var Atli þá við tónlistarnám í Bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar auka Atla sem lék á hljómborð, voru Kristján Edelstein gítarleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari.

Coma [5] (2002)

Hljómsveitin Coma frá Reyðarfirði var ein fjölmargra sveita sem keppt í Músíktilraunum vorið 2002. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hákon Jóhannsson söngvari, Bessi Atlason trommuleikari og Hans Guðmundsson gítarleikari. Athygli vakti að enginn bassaleikari starfaði með sveitinni en hún komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Afmælisbörn 23. september 2020

Að þessu sinni eru tvær söngkonur á afmælislista Glatkistunnar, þær eru báðar látnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja…