Coma [1] (1979-82)

Hljómsveitin Coma starfaði á Dalvík um þriggja ára skeið í kringum 1980 og mun hafa verið einhvers konar nýbylgjusveit, jafnvel þungarokk einnig. Undir lokin hefur tónlistin líklega verið orðin léttari en þá lék sveitin undir í kabarettsýningu á Dalvík.

Afar litlar upplýsingar er að finna um Coma, og t.a.m. hefur Glatkistan ekki nöfn nema eins meðlims sveitarinnar, það er bassaleikarinn Hjálmar Hjálmarsson en hann varð síðar þekktur leikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um meðlimi Coma.