Friðrik Friðriksson [2] (1949-)

Friðrik Friðriksson fyrrum sparisjóðsstjóri á Dalvík getur vart annað en talist menningarfrömuður í bænum en hann kom mikið að því að efla hvers kyns menningarstarf þar auk þess að gefa út plötur með fólki úr héraðinu. Friðrik Reynir Friðriksson er fædddur á Dalvík 1949 og lék hann á trommur með nokkrum hljómsveitum á sínum yngri…

Fló (1975-77)

Hljómsveit undir nafninu Fló starfaði á Dalvík í um eitt og hálft ár að minnsta kosti um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 en engar upplýsingar liggja fyrir um hana fyrr en um ári síðar en þá voru meðlimir hennar Egill Antonsson söngvari og píanóleikari, Elías Árnason orgelleikari, Einar…

Coma [1] (1979-82)

Hljómsveitin Coma starfaði á Dalvík um þriggja ára skeið í kringum 1980 og mun hafa verið einhvers konar nýbylgjusveit, jafnvel þungarokk einnig. Undir lokin hefur tónlistin líklega verið orðin léttari en þá lék sveitin undir í kabarettsýningu á Dalvík. Afar litlar upplýsingar er að finna um Coma, og t.a.m. hefur Glatkistan ekki nöfn nema eins…

Carnival breiðbandið (1998)

Óskað er eftir upplýsingum um litla lúðrasveit sem gekk undir nafninu Carnival breiðbandið, Carnival big band eða jafnvel Karnivalbandið. Sveitin starfaði á Norðurlandi, að öllum líkindum á Dalvík árið 1998 – hugsanlega lengur.

Gargandi gaukar (1993)

Hljómsveit skipuð piltum (á aldrinum 10-12 ára) starfaði á Dalvík árið 1993, hugsanlega lengur. Í þessari sveit var Friðrik Ómar Hjörleifsson og var hann að líkindum trymbill sveitarinnar, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan annarra meðlima sveitarinnar en þeir voru Einar Örn [?], Hilmir Freyr [?], Gunnar [?], Snorri [?] og Davíð Ingi [?].

Menning [2] (1992-94)

Ballhljómsveitin Menning starfaði á Dalvík á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar, e.t.v. lengur. Heimildir eru afar takmarkaðar um þessa sveit sem gæti allt eins hafa verið dúett, en við auglýsingu frá Menningu frá árinu 1994 birtast nöfnin Friðrik [?] og Inga [?]. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Mánar [2] (1962-65)

Norðlenska hljómsveitin Mánar starfaði um nokkurra ára skeið á Dalvík eða nágrenni á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum meðlimum sem fylgdu straumum þess tíma og spiluðu gítarrokk í anda The Shadows. Meðlimir Mána voru allir á unglingsaldri og höfðu spilað saman um tíma m.a. undir nafninu AA sextett þegar mannabreytingar…

Weland (2004-05)

Hljómsveitin Weland frá Akureyri og Dalvík tók þátt í Músíktilraunum árið 2005 en sveitin hafði verið stofnuð haustið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hallgrímur Ingi Vignisson trommuleikari, Árni Sigurgeirsson söngvari, Jón Helgi Sveinbjörnsson gítarleikari og Magnús Hilmar Felixson bassaleikari. Árni söngvari hafði komið inn síðastur en áður höfðu þeir félagar leikið instrumentak. Weland komst ekki…

Vampiros (1997-2003)

Fremur litlar upplýsingar finnast um fönksveitina Vampiros sem lék instrumental tónlist en hún átti rætur sínar að rekja til Dalvíkur. Sveitin var stofnuð 1997 og gekk í fyrstu undir nafninu Vampiros lesbos, meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnþór Benediktsson bassaleikari, Andrés Benediktsson trommuleikari (bræður), Hörður Hermann Valsson gítarleikari og Stefán [?] hljómborðleikari. Benedikt Brynleifsson trommuleikari (200.000…

Tónatríó [1] (1956-64)

Dalvíska hljómsveitin Tónatríó var vinsæl ballsveit um árabil í Svarfaðardalnum og nærsveitum og fjölmargir komu við sögu hennar. Tónatríó var stofnuð 1956 og voru meðlimir hennar lengstum Ingólfur Jónsson píanó- og harmonikkuleikari, Vilhelm Guðmundsson söngvari, harmonikku- og saxófónleikari og Sigurður Jónsson trommuleikari, Reinald Jónsson var trymbill sveitarinnar í upphafi. Sveitin var starfandi í sjö ár,…

Three amigos [1] (1990)

1990 var hljómsveit starfandi á Dalvík undir nafninu Three amigos. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og væru þær þ.a.l. vel þegnar.

Safír [2] (1971-73)

Á Dalvík starfaði hljómsveit sem bar heitið Safír, á árunum 1971 til 73 en hún var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hugsjón. Meðlimir Safír voru Hafliði Ólafsson söngvari, hljómborð- og harmonikkuleikari, Friðrik Friðriksson trommuleikari og söngvari, Einar Arngrímsson bassaleikari, Rúnar Rósmundsson gítarleikari og söngvari og Sigurpáll Gestsson gítarleikari. Safír hafði þá sérstöðu meðal hljómsveita norðan heiða…

Karlakórinn Bragi [2] (1934)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Karlakórinn Braga sem starfaði á Dalvík. Engar upplýsingar liggja fyrir hversu lengi en hann hefur varla verið langlífur. Heimild segir Jóhann Tryggvason hafa stjórnað kórnum 1934 en aðrar upplýsingar væru vel þegnar.

Gran Falune (um 1998)

Gran Falune hét hljómsveit sem starfaði á Dalvík hér á árum áður og skartaði m.a. Jóni Birni Ríkarðssyni trommuleikara (Brain Police). Nafnið er fengið úr skáldsögu eftir Kurt Vonnegut. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Prozac (1998-99)

Hljómsveitin Prozac frá Dalvík spilaði rokk í þyngri kantinum og starfaði á árunum í kringum aldamótin. Sveitin var hugsanlega stofnuð 1998 en ári síðar keppti sveitin í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Í framhaldinu kom út lag með sveitinni á safnplötunni Rokkstokk 99. Ekki liggur fyrir hverjir meðlimir Prozac voru þá aðrir en Magnús Hilmar Felixson…

Söngfélagið Sindri (1952-60)

Söngfélagið Sindri er undanfari Karlakórs Dalvíkur. Nokkrir áhugamenn á Dalvík stofnuðu þennan sönghóp 1952 og í nokkur ár æfði hópurinn og söng undir stjórn Stefáns Bjarman. Þegar Gestur Hjörleifsson tók við stjórn kórsins 1960 var nafninu breytt í Karlakór Dalvíkur og hefur hann gefið úr nokkrar plötur.

Uxorius (1991-92)

Uxorius er rokksveit, starfandi allavega 1991 og 92 á Dalvík. Vorið 1992 keppti sveitin í Músíktilraunum og þá skipuð þeim Daða Jónssyni söngvara og gítarleikara, Gunnlaugi Jónssyni [Lárussyni?] bassaleikara og Jóni Birni Ríkarðssyni trommuleikara (Brain police). Sveitin komst ekki í úrslit. Engar upplýsingar liggja fyrir um sögu Uxorius.

Útópía [2] (1998-2002)

Hljómsveitin Útópía var stofnuð 1998 og kom upphaflega frá Dalvík og Akureyri. Meðlimir sveitarinnar komu úr ýmsum böndum, m.a. Exit, Flow, Tombstone o.fl. Sveitin lét fljótlega að sér kveða og tók þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Reykjanesbæ árið 1999. Þar komst Útópía í úrslit og komu út tvö lög með henni á safnplötunni Rokkstokk 1999,…