Prozac (1998-99)

engin mynd tiltækHljómsveitin Prozac frá Dalvík spilaði rokk í þyngri kantinum og starfaði á árunum í kringum aldamótin. Sveitin var hugsanlega stofnuð 1998 en ári síðar keppti sveitin í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Í framhaldinu kom út lag með sveitinni á safnplötunni Rokkstokk 99. Ekki liggur fyrir hverjir meðlimir Prozac voru þá aðrir en Magnús Hilmar Felixson og Jón Helgi Sveinbjörnsson.

Ári síðar keppti Prozac í Músíktilraunum og var hún þá skipuð þeim Steinari Sigurpálssyni söngvara, Heiðari Brynjarssyni trymbli, Matthíasi Friðrikssyni gítarleikara og áðurnefndum Jóni Helga gítarleikara og Magnúsi Hilmari bassaleikara.

Sveitin komst ekki í úrslit en henni átti eftir að skjóta upp í tilraununum að ári, þá undir nafninu Delta 9.