Veggfóður [2] (1999-2000)

engin mynd tiltækHljómsveitin Veggfóður frá Grindavík var starfandi fyrir og um aldamótin 2000. Sveitin tók þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík og kom út lag með sveitinni á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í tengslum við þá keppni.

Ári síðar keppti sveitin síðan í Músíktilraunum en komst ekki í úrslit. Meðlimir Veggfóðurs voru þá Arnar Guðmundsson slagverksleikari, Þórarinn Arnarsson bassaleikari, Jón Karlsson söngvari, Hjörtur Pálsson gítarleikari, Einar Helgi Helgason trommuleikari og Skúli Pálmason hljómborðsleikari