Hadez (2003)

Hadez er hljómsveit frá Grindavík sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 2003. Hana skipuðu Björgvin Logi Daníelsson gítarleikar, Einar Helgi Helgason trommuleikari, Hafþór Önundarson gítarleikari og söngvari, Hjörtur Pálsson gítarleikari og Þórarinn Arnarson bassaleikari.

Veggfóður [2] (1999-2000)

Hljómsveitin Veggfóður frá Grindavík var starfandi fyrir og um aldamótin 2000. Sveitin tók þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík og kom út lag með sveitinni á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í tengslum við þá keppni. Ári síðar keppti sveitin síðan í Músíktilraunum en komst ekki í úrslit. Meðlimir Veggfóðurs voru þá Arnar…