Stóri Björn (2002-03)

Hljómsveitin Stóri Björn frá Grindavík spilaði töluvert á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og víðar reyndar, á árunum 2002 og 2003. Sveitin átti jafnframt lag (Hátíð ljóss og friðar) á jólaplötunni Komdu um jólin sem kom út fyrir jólin 2002 og naut það nokkurra vinsælda, óljóst er þó hvort lagið var þar í nafni hljómsveitarinnar eða Sigurbjörns Daða…

Stormsveitin [2] (1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um unglingahljómsveit sem starfaði sumarið 1985 í Grindavík undir nafninu Stormsveitin. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem á heima í umfjöllun um hana.

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Grindavíkur (1977-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfræktar við Tónlistarskóla Grindavíkur frá áttunda áratug síðustu aldar og hafa þær sveitir ýmist verið kallaðar skólahljómsveitir, blásarasveitir eða lúðrasveitir, einnig hafa minni sveitir starfað innan þeirra. Tónlistarskólinn í Grindavík var stofnaður árið 1972 og var líklega fyrsta hljómsveitin innan skólans stofnuð haustið 1977, sú sveit lék undir stjórn Jóns. E. Hjaltasonar…

Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)

Fá tónskáld eiga jafn mörg þekkt sönglög og Sigvaldi Kaldalóns en þau lög skipta tugum sem þjóðin hefur hummað með sér, sungið hástöfum eða heyrt í margvíslegum útgáfum og útsetningum enda eiga þau það sammerkt að hafa verið gefin út á plötum með mörgum flytjendum. Sönglög eins og Á Sprengisandi og Sofðu unga ástin mín…

Siguróli Geirsson (1950-2001)

Nafn Siguróla Geirssonar er óneitanlega mest tengt Suðurnesjunum en þar starfaði hann lengstum við kórstjórn, organistastörf og tónlistarkennslu. Siguróli varð ekki langlífur, hann lést eftir umferðarslys rúmlega fimmtugur að aldri. Siguróli Geirsson var fæddur í Keflavík 1950 og þar ólst hann upp, hann lærði á píanó og klarinettu við Tónlistarskólann í Keflavík og stundaði svo…

Flipper (1994-95)

Hljómsveitin Flipper starfaði í Grindavík á árunum 1994 og 95 að minnsta kosti og var að öllum líkindum skipuð meðlimum á unglingsaldri. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlima- og hljóðfæraskipan hennar, starfstíma o.s.frv.

Festi [tónlistartengdur staður] (1972-2000)

Félagsheimilið Festi í Grindavík er líklega eitt sögufrægasta samkomuhús Íslandssögunnar en þar voru haldin hundruð ef ekki þúsundir sveitaballa og annarra dansleikja, einkum á áttunda og framan af níunda áratug síðustu aldar. Hafist var við að byggja húsið sumarið 1968 en þá hafði Kvenfélagshúsið svokallaða (einnig kallað Kvennó) verið aðal samkomuhús Grindvíkinga frá árinu 1930,…

Geimfararnir (1998-2018)

Ballsveitin Geimfararnir starfaði í tvo áratugi frá tímabilinu 1998 til 2018 en þá hætti hún formlega. Sveitin sem var starfrækt í Grindavík kom fyrst fram haustið 1998, hún spilaði mikið á dansleikjum á heimaslóðum í Grindavík en birtist einnig stöku sinnum á höfuðborgarsvæðinu, s.s. á Gauki á Stöng og víðar. Meðlimir hennar voru Almar Þór…

Móðins [1] (1988-91)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Móðins (einnig nefnd Móðir Óðins) en hún starfaði í Grindavík í kringum 1990 og var skipuð ungmennum á grunn- eða menntaskólaaldri. Sveitin var um tíma sextett, vorið 1988 var Sólný Pálsdóttir söngvari hennar sem og Bergur Þór Ingólfsson, einnig gæti Júlíus Daníelsson hafa sungið með sveitinni en…

Búbót (1975-77)

Hljómsveitin Búbót mun hafa verið starfrækt í Grindavík um og eftir miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar og var eftir því sem menn segja, fyrsta hljómsveitin sem starfrækt var í bænum – þar til annað kemur í ljós. Fyrstu heimildir um Búbót eru frá árinu 1975 en sveitin gæti hugsanlega hafa verið starfandi fyrr. Meðlimir hennar…

Bozon (1999)

Hljómsveitin Bozon frá Grindavík var starfandi 1999 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í tengslum við keppnina. Meðlimir þessarar grindvísku sveitar voru þeir Guðmundur Sigurjónsson bassaleikari, Kristinn Arnberg gítarleikari, Víðir Guðmundsson söngvari, Jóhann Vignir Gunnarsson hljómborðsleikari og Björgvin Björgvinsson…

Blístró (1998-2000)

Ballhljómsveitin Blístró frá Grindavík fór mikinn á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin en verður einna helst minnst fyrir að haldast illa á nafni. Sveitin virðist hafa verið stofnuð árið 1998 og gekk hún fyrstu misserin undir nafninu Blístrandi æðarkollur en síðsumars 1999 tóku þeir upp nýtt nafn eða öllu heldur styttingu á gamla nafninu og hétu…

Barnakór Grindavíkur [1] (1977-81)

Barnakór Grindavíkur var öflugur kór sem fór víða þann tíma sem hann starfaði. Það var Eyjólfur Ólafsson þáverandi skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur sem stjórnaði kórnum en hann starfaði á árunum 1977 til 81. Kórinn afrekaði það tvívegis að fara erlendis í söngferðalög, fyrst til Færeyja 1978 og svo ári síðar um Norðurlöndin. Einnig hélt kórinn tónleika…

Barnakór Grindavíkur [2] (1988)

Eitthvert barnakórastarf var í Grindavík eftir nokkurt hlé árið 1988 en áður hafði verið starfræktur kór innan tónlistarskólans í bænum undir stjórn Eyjólfs Ólafssonar. Það var Eyjólfur sem stjórnaði þessum kór einnig en kórinn var starfandi innan Grunnskóla Grindavíkur og virðist ekki hafa verið langlífur. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan kór.

Barnakór Grindavíkurkirkju [1] (1990-98)

Barnakór Grindavíkurkirkju starfaði í nokkur ár í lok síðustu aldar en það kórastarf endaði með skyndilegum hætti í árslok 1998. Kórinn hafði verið stofnaður árið 1990 af Siguróla Geirssyni sem þá var nýtekinn við stöðu skólastjóra tónlistarskólans í Grindavík. Um þrjátíu börn skipuðu kórinn og hann naut fljótlega nokkurra vinsælda í heimabyggðinni. Vilborg Sigurjónsdóttir eiginkona…

Íshúsmellur (1979-80)

Þær Kolbrún Sveinbjörnsdóttir harmonikkuleikari og Evelyn Adolfsdóttir söngkona úr Grindavík höfðu komið fram í nokkur skipti og flutt gamanefni í formi frumsaminna söngva þegar þær tóku þátt í hæfileikakeppni sem haldin var á vegum Dagblaðsins árið 1979. Þær stöllur slógu í gegn, sigruðu eitt undankvöldanna og lentu að lokum í öðru sæti keppninnar. Á prógrammi…

Vinir Dóra í Salthúsinu á föstudaginn

Vinir Dóra verða með blúsuppákomu í Salthúsinu í Grindavík næstkomandi föstudagskvöld 25. sept. klukkan 21. Aðgangseyrir er kr. 2500. Einstakt tækifæri til að njóta blús í hæsta gæðaflokki. Vinir Dóra eru Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Jón Ólafsson bassaleikari. Tökum vini með sem ekki hafa komið áður á…

Hadez (2003)

Hadez er hljómsveit frá Grindavík sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 2003. Hana skipuðu Björgvin Logi Daníelsson gítarleikar, Einar Helgi Helgason trommuleikari, Hafþór Önundarson gítarleikari og söngvari, Hjörtur Pálsson gítarleikari og Þórarinn Arnarson bassaleikari.

Veggfóður [2] (1999-2000)

Hljómsveitin Veggfóður frá Grindavík var starfandi fyrir og um aldamótin 2000. Sveitin tók þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík og kom út lag með sveitinni á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í tengslum við þá keppni. Ári síðar keppti sveitin síðan í Músíktilraunum en komst ekki í úrslit. Meðlimir Veggfóðurs voru þá Arnar…