Blístró (1998-2000)

Ballhljómsveitin Blístró frá Grindavík fór mikinn á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin en verður einna helst minnst fyrir að haldast illa á nafni.

Sveitin virðist hafa verið stofnuð árið 1998 og gekk hún fyrstu misserin undir nafninu Blístrandi æðarkollur en síðsumars 1999 tóku þeir upp nýtt nafn eða öllu heldur styttingu á gamla nafninu og hétu þá Blístró. Fáeinum mánuðum síðar (í febrúar 2000) auglýstu þeir nýtt nafn á sveitinni, Ljósbrot en það var aðeins um nokkurra vikna skeið, þá tóku þeir Blístró nafnið upp aftur og notuðu það þar til um sumarið en þá virðist sveitin hafa lagt upp laupana.

Þrátt fyrir að nafn/nöfn sveitarinnar poppi víða upp í viðburðadagskrám dagblaðanna frá þessum tíma er hvergi að finna upplýsingar um meðlimi hennar, í smáauglýsingu þar sem sveitin auglýsir þjónustu sína kemur nafnið Hafþór fyrir en óvíst er hvort sá var liðsmaður hennar. Allar upplýsingar þ.a.l. eru því vel þegnar um Blístró.

Auglýsingar