Afmælisbörn 29. september 2018

Fimm afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og tveggja ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Afmælisbörn 28. september 2018

Að þessu sinni eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Afmælisbörn 27. september 2018

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Akureyringurinn Jón (Arnar) Freysson hljómborðsleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Jón sem er menntaður tölvunarfræðingur varð þekktur þegar hann lék með Bara flokknum á sínum tíma en lék einnig með sveitum eins og Skræpótta fuglinum og Nautsauga en með síðarnefndu sveitinni var hann…

Black cat bone (1985 / 1991)

Black cat bone (einnig nefnd Bobby Harrison and the black cat bone) var blússveit Bobby Harrison sem söng en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Hlöðver Ellertsson bassaleikari, Guðmundur Gunnlaugsson trommuleikari, Pálmi J. Sigurhjartarson hljómborðsleikari, Sigurður Sigurðsson munnhörpuleikari og Jón Óskar Gíslason gítarleikari. Þessi sveit starfaði í skamman tíma en árið 1991 starfrækti Harrison aftur sveit undir…

Blanco [1] (1995)

Haustið 1995 starfaði af því er virðist skammlíf hljómsveit sem bar heitið Blanco. Engar upplýsingar er að hafa um þessa sveit aðrar en að Bjarni Arnason söng með henni, frekari upplýsingar væru því vel þegnar.

Blackout [1] (1992-94)

Hljómsveitin Blackout (Black out) starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1992-94, sveitin var nokkuð áberandi á öldurhúsum borgarinnar og reyndar einnig á landsbyggðinni með cover-rokk sitt en laumaði einu og einu frumsömdu inn í prógrammið. Tvö þeirra rötuðu inn á safnplöturnar Algjört kúl og Ýkt böst. Sveitin var stofnuð á haustdögum 1992 en ekki liggur alveg fyrir hverjir…

Black diamond (1984)

Black diamond mun vera einn sérstæðasti dúett íslenskrar tónlistarsögu en hann skipuðu þeir Silli Geirdal bassaleikari (Dimma, Stripshow o.fl.) og Geir Ólafsson trommuleikari sem síðar hefur aðallega verið í hlutverki söngvara. Þeir félagar voru ellefu ára gamlir árið 1984 þegar þeir hituðu upp fyrir hljómsveitina Frakkana á Kjarvalsstöðum en líklega kom Black diamond ekki aftur…

Blackbird (1969)

Hljómsveitin Blackbird (Black bird) frá Ísafirði starfaði árið 1969 (hugsanlega einnig 1968) og keppti þá um verslunarmannahelgina í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli og lenti þar í öðru sæti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Theódórsson gítarleikari, Örn Jónsson bassaleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari og Einar Guðmundsson orgelleikari. Einar var upphaflega trommuleikari sveitarinnar…

Blandaður kór undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar (1933)

Kór sá sem yfirskriftin hér að ofan vísar til var líkast til aldrei starfandi en var settur saman fyrir hljómplötuupptöku árið 1933 en þá voru upptökumenn á ferð hérlendis frá Columbia líkt og gert hafði verið þremur árum fyrr, fyrir Alþingishátíðina. Sigurður Þórðarson stjórnaði þessum áttatíu manna kór. Uppistaðan í karlaröddum þessa blandaða kórs kom…

Bláa bandið [2] (1967)

Hljómsveitin Bláa bandið var starfandi í Kópavogi árið 1967. Sveitin hafði gengið undir nafninu Tacton og eini kunni meðlimur hennar er Árni Blandon gítarleikari. Bláa bandið fékk næst nafnið Dýrlingarnir en að lokum náði hún nokkrum vinsældum undir nafninu Tatarar, að öllum líkindum með nokkuð breyttri liðsskipan.

Bláa bandið [1] (um 1940)

Svo virðist sem hljómsveit hafi starfað á stríðsárunum í Keflavík undir nafninu Bláa bandið. Allar tiltækar og frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni með fyrirfram þökkum.

Blaze (2001)

Unglingahljómsveit starfaði á Akranesi árið 2001 undir nafninu Blaze. Fyrir liggur að nafnarnir Axel Gíslason trommuleikari [?] og Axel Björgvin Höskuldsson bassaleikari [?] voru í sveitinni en aðrar upplýsingar vantar um hana.

Blandaður kvartett MA (1968)

Árið 1968 var starfræktur kór við Menntaskólann á Akureyri undir stjórn Sigurðar Demetz. Innan kórsins var söngkvartett sem gekk undir nafninu Blandaður kvartett MA en hann var undir stjórn Ingimars Eydal sem jafnframt var undirleikari hans. Meðlimir kvartettsins voru Sigrún Harðardóttir, Valgerður Jóna Gunnarsdóttir, Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Þórhallur Bragason.

Bláa bandið [4] (1980)

Hljómsveit sem síðar gekk undir nafninu Nýja kompaníið starfaði í skamman tíma undir heitinu Bláa bandið árið 1980 og lék opinberlega í tvö skipti. Meðlimir sveitarinnar voru Tómas R. Einarsson bassaleikari, Jóhann G. Jóhannsson píanóleikari, Sigurður Valgeirsson trommuleikari, Sveinbjörn I. Baldvinsson gítarleikari og Sigurbjörn Einarsson saxófónleikari.

Bláa bandið [3] (1980)

Hljómsveit að nafni Bláa bandið lék á djasskvöldi árið 1980, að líkindum í aðeins eitt skipti. Meðlimir þessarar sveitar voru Carl Möller píanóleikari, Viðar Alfreðsson trompetleikari, Árni Scheving bassaleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari.

Afmælisbörn 26. september 2018

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti er áttatíu og sex ára gamall í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar hlaut…

Afmælisbörn 25. september 2018

Í dag koma tvö afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari er fjörutíu og þriggja ára, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir eins og Papar,…

Afmælisbörn 24. september 2018

Afmælisbörnin eru fjögur í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari er sjötíu og átta ára í dag. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, hefur t.d. gefið út nokkrar plötur sjálfur. Garðar hefur ennfremur stýrt kórum, stofnað og…

Afmælisbörn 23. september 2018

Að þessu sinni eru tvær söngkonur á afmælislista Glatkistunnar, þær eru báðar látnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja…

Afmælisbörn 22. september 2018

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara með meiru en hann er áttatíu og fjögurra ára gamall. Ragnar þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir…

Afmælisbörn 21. september 2018

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Atli Heimir Sveinsson tónskáld er áttræður á þessum degi og á því stórafmæli dagsins. Atli Heimir nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði síðan tónfræði- og tónsmíðanám í Þýskalandi á árunum í kringum 1960. Hann kom heim að loknu námi og kenndi m.a. við Tónlistarskólann í…

Afmælisbörn 20. september 2018

Í dag koma tvö afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar, þau eiga bæði ættir að rekja vestur á firði: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir…

Björn R. Einarsson (1923-2014)

Björn R. Einarsson básúnuleikari var lengi fremstur meðal jafningja hér á landi, hann starfrækti hljómsveitir, var meðal frumkvöðla djassleikara hér á landi, lék inn á ótal plötur, stjórnaði lúðrasveitum, kenndi tónlist og margt fleira. Björn Rósinkranz Einarsson fæddist árið 1923 í Reykjavík og bjó þar alla ævi, líklega alla tíð í miðbænum. Hann þótti mikið…

Black boys (1941)

Hljómsveitin Black boys var starfrækt sumarið 1941 á Siglufirði en þar var hún húshljómsveit á Hótel Hvanneyri en slíkar hljómsveitir voru algengar á síldarárunum. Meðlimir Black boys voru Karl Karlsson trommuleikari, Gunnar Kristjánsson gítar- og harmonikkuleikari, Haraldur Guðmundsson banjó-, trompet- og fiðluleikari og Róbert Arnfinnsson (síðar leikari) sem lék á harmonikku og píanó.

Björn Stefán Guðmundsson (1939-2018)

Björn Stefán Guðmundsson kennari og skólastjóri úr Dölunum var hljóðfæraleikari og ljóðskáld en vinir og velunnarar gáfu út plötu með lögum við ljóð hans. Björn var frá Reynikeldu á Skarðsströnd, fæddur 1939 en fluttist tuttugu og fjögurra ára gamall í Dalina þar sem hann starfaði lengst af sem kennari og skólastjóri. Hann lék á harmonikku…

Björn Friðriksson (1878-1946)

Kvæðamaðurinn Björn Friðriksson á stóran þátt í varðveislu kveðskapar í ýmsu formi en hann var maðurinn á bak við stofnun Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Björn fæddist 1878 í Vestur-Húnavatnssýslu þar sem hann sleit barnsskónum og bjó reyndar þar til hann var kominn á fimmtugs aldur. Þar vann hann ýmis störf við sjós og land en árið 1924…

Björn R. Einarsson – Efni á plötum

Björn R. Einarsson – Christopher Columbus / Summertime [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 1 Ár: 1948 1. Christopher Columbus 2. Summertime Flytjendur: Björn R. Einarsson – söngur Hljómsveit Björns R. Einarssonar: – Björn R. Einarsson – básúna – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Björn R. Einarsson – Sérhvert sinn / Lover come…

Björn Stefán Guðmundsson – Efni á plötum

Birtir af degi: Lög við ljóð eftir Björn Stefán Guðmundsson frá Reynikeldu – ýmsir Útgefandi: Birtir af degi Útgáfunúmer: B.A.D. 001 Ár: 1991 1. Manstu 2. Ekki til 3. Svarta veröld 4. Vina mín eina 5. Ég þarf að fljúga 6. Þú sefur 7. Birtir af degi 8. Við vegamót 9. Söknuður 10. Hanna 11.…

Björn Roth – Efni á plötum

Björn og Dieter Roth – Autofahrt / Bílferð Útgefandi: Dieter Roth forlagið Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1979 1. D.R. Ar. 1 2. B.R. Bf. 1 Flytjendur: Björn Roth – tal Dieter Roth – tal

Björn Roth (1961-)

Björn Roth verður fyrst og fremst þekktur fyrir myndlist sína en hann vann einnig að tónlistasköpun á sínum yngri árum, sú sköpun þótti reyndar sumum undarleg og þekktast þeirra verkefna er án efa hljómsveitin Bruni BB. Björn fæddist í Reykjavík 1961 og ólst upp við listatengt uppeldi en foreldrar hans voru bæði myndlistafólk. Hann vann…

Björn Ólafsson – Efni á plötum

Björn Ólafsson – Violin [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CBEP 7 Ár: 1960 1. Melodie 2. Siciliana 3. Variations on a theme by Corell 4. Perpetum mobile Flytjendur: Björn Ólafsson – fiðla Fritz Weisshappel – píanó   Björn Ólafsson – Sagan í tónum: úr hljóðritasafni Ríkisútvarpsins / The story in tones: 20th century historical recordings from…

Björn Ólafsson (1917-84)

Björn Ólafsson fiðluleikari var með merkari frumkvöðlum í íslensku tónlistarlífi en hann var fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og kenndi samhliða því mörgum af þeim fiðluleikurum sem störfuðu með honum í sveitinni. Í minningargrein um hann var reyndar gengið svo langt að tala um Björn sem föður Sinfóníuhljómsveitarinnar. Björn fæddist í Reykjavík 1917, hann missti föður…

Björn Magnússon – Efni á plötum

Björn Magnússon – Open up your window / Summer rain [ep] Útgefandi: Polydor Útgáfunúmer: 2053 238 Ár: 1976 1. Open up your window 2. Summer rain Flytjendur: Björn Magnússon – [?] George Wadenius – gítar [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Björn Magnússon (1951-)

Fremur litlar upplýsingar er að finna um tónlistarmanninn Björn Magnússon sem starfað hefur lengst af í Svíþjóð, hann var viðloðandi hljómsveitir bræðra sinna, Vikivaka og Iceland á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann vann sjálfur að sólóefni, gaf út eina tveggja laga smáskífu og hafði lokið vinnslu við breiðskífu en ekki liggur fyrir…

Björn Kristjánsson (1858-1939)

Björn Kristjánsson var öllu þekktari fyrir störf sín sem bankastjóri, kaupmaður, alþingismaður og ráðherra en sem tónlistarmaður, hann var þó að mörgu leyti í fararbroddi við útbreiðslu tónlistarmenntunar og -útbreiðslu hér á landi. Björn fæddist í Flóanum 1858, hann vann hefðbundin störf sem unglingur s.s. við sjómennsku og bústörf en barðist úr fátækt til æðstu…

Bjössi og bubbarnir (1987)

Bjössi og bubbarnir mun hafa verið afar skammlíf sveit og komið fram einungis í eitt skipti, sumarið 1987. Allar frekari upplýsingar um þessa hljómsveit eru vel þegnar.

Björn Þórarinsson – Efni á plötum

Björn og Ólafur Þórarinssynir – 200 mílurnar / Ég sé þig í draumi [ep] Útgefandi: Björn og Ólafur Þórarinssynir Útgáfunúmer: B&Ó BNI 001 Ár: 1975 1. 200 mílurnar 2. Ég sé þig í draumi Flytjendur: Björn Þórarinsson – orgel og píanó Ólafur Þórarinsson – söngur, flauta, gítar og gítar Smári Kristjánsson – bassi Sigurjón Skúlason…

Björn Þórarinsson (1943-)

Tónlistarmaðurinn Björn Þórarinsson, oft nefndur Bassi, var einn af Mána-liðum en starfaði með fjöldanum öllum af hljómsveitum. Björn Stefán Þórarinsson er fæddur 1943 á Selfossi og ólst upp á bænum Glóru í Hraungerðishreppi þar sem hann komst fyrst í tæri við tónlistina. Hann var vel innan við tvítugt þegar hann byrjaði að spila með hljómsveitum…

Afmælisbörn 19. september 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur að þessu sinni: Finnbogi G. Kjartansson bassaleikari frá Keflavík er sextíu og sex ára gamall en hann lék með ýmsum Suðurnesjasveitum á sínum yngri árum, oft með bróður sínum Magnúsi. Meðal sveita sem Finnbogi lék með voru Júdas, Júbó, Echo, Steinblóm, Ábót, Fresh, Geimsteinn og Hrókar en sú síðast talda var…

Afmælisbörn 18. september 2018

Í dag koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Árni Ísleifs djasspíanisti er níutíu og eins árs gamall í dag. Árni starfrækti eigin sveitir en starfaði einnig með hljómsveitum Jans Morávek, Björns R. Einarssonar, José Riba, Svavars Gests, Rúts Hannessonar og margra annarra. Hann bjó um árabil á Egilsstöðum og gerði mikið fyrir…

Afmælisbörn 17. september 2018

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru tvö í þetta skiptið, bæði eru látin: Guðmundur Thoroddsen (1952-96) hefði átt afmæli á þessum degi en hann var einn meðlima hljómsveitarinnar Diabolus in musica, sem gaf út tvær plötur á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Þar lék Guðmundur á hin ýmsu hljóðfæri svo sem píanó, harmonikku, slagverkshljóðfæri og klarinettu auk…

Afmælisbörn 16. september 2018

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Sjálfur orkuboltinn Ómar Ragnarsson er sjötíu og átta ára í dag. Fáir hafa komið jafn víða við í lífinu og Ómar en hann hefur fengist við fréttamennsku, þáttagerð, rallakstur, flugmennsku, skemmtanahald og tónlist auk þess að vera einn þekktasti náttúruverndarsinni okkar Íslendinga. Ómar hefur sungið á…

Afmælisbörn 14. september 2018

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Afmælisbörn 13. september 2018

Tvö afmælisbörn koma við sögu íslenskrar tónlistar í dag á lista Glatkistunnar: Andrea Gylfadóttir söngkona er fimmtíu og sex ára. Andrea hafði lagt stund á söng og sellóleik þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina Grafík og tók þar við af Helga Björnssyni. Þar sló hún í gegn og í kjölfarið styrkti hún stöðu sína…

Afmælisbörn 12. september 2018

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorbjörn (Tobbi) Sigurðsson hljómborðs-, gítarleikari og söngvari er þrjátíu og níu ára gamall. Fáir hafa spilað með jafn mörgum hljómsveitum og Þorbjörn en meðal þeirra sem hafa notið þjónustu hans eru Byltan, Írafár, Tristian, Dr. Spock, Ensími, Jeff who?, Motion boys og Mugison bandið. Hann hefur…

Bjarni Þorsteinsson – Efni á plötum

Karlakór Reykjavíkur – syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 049 Ár: 1972 1. Ég vil elska mitt land 2. Vor og haust 3. Vakir vor í bæ 4. Sólsetursljóð 5. Taktu sorg mína 6. Kirkjuhvoll 7. Allir eitt 8. Sveitin mín 9. Systkinin 10. Heyrið yfir höfin gjalla 11. Burnirótin 12. Þess…

Bjarni Þorsteinsson (1861-1938)

Nafni og minningu sr. Bjarna Þorsteinssonar verður vafalaust haldið á lofti um aldur og ævi en hann safnaði þjóðlögum og gaf út á bók og stuðlaði þannig að varðveislu menningararfs sem annars hefði glatast, hann var aukinheldur tónskáld og margt fleira. Bjarni fæddist á Mýrunum haustið 1861 og ólst upp við tónlist án þess þó…

Bjarni Þórðarson (1966-2005)

Bjarni Þórðarson eða Bjarni móhíkani eins og hann var iðulega kallaður er einn af tákngervingum pönktímabilsins hér á landi en ummæli hans um sniff í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík vöktu mikla athygli á sínum tíma. Bjarni (Þórir) Þórðarson fæddist 1966 og ólst upp á höfuðborgarsvæðinu. Hann varð fljótlega utangarðs, flosnaði upp úr skóla, fór að…

Bjartir fjarkar (1997)

Bjartir fjarkar störfuðu árið 1997, hugsanlega á Akureyri en þar lék sveitin um sumarið. Sveitin mun hafa leikið djass en einnig íslensk þjóðlög í bossanova útsetningum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Bjartra fjarka en hér er giskað á, út frá nafni sveitarinnar, að um kvartett hafi verið að ræða.