Black cat bone (1985 / 1991)

Black cat bone (einnig nefnd Bobby Harrison and the black cat bone) var blússveit Bobby Harrison sem söng en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Hlöðver Ellertsson bassaleikari, Guðmundur Gunnlaugsson trommuleikari, Pálmi J. Sigurhjartarson hljómborðsleikari, Sigurður Sigurðsson munnhörpuleikari og Jón Óskar Gíslason gítarleikari. Þessi sveit starfaði í skamman tíma en árið 1991 starfrækti Harrison aftur sveit undir…

Blanco [1] (1995)

Haustið 1995 starfaði af því er virðist skammlíf hljómsveit sem bar heitið Blanco. Engar upplýsingar er að hafa um þessa sveit aðrar en að Bjarni Arnason söng með henni, frekari upplýsingar væru því vel þegnar.

Blackout [1] (1992-94)

Hljómsveitin Blackout (Black out) starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1992-94, sveitin var nokkuð áberandi á öldurhúsum borgarinnar og reyndar einnig á landsbyggðinni með cover-rokk sitt en laumaði einu og einu frumsömdu inn í prógrammið. Tvö þeirra rötuðu inn á safnplöturnar Algjört kúl og Ýkt böst. Sveitin var stofnuð á haustdögum 1992 en ekki liggur alveg fyrir hverjir…

Black diamond (1984)

Black diamond mun vera einn sérstæðasti dúett íslenskrar tónlistarsögu en hann skipuðu þeir Silli Geirdal bassaleikari (Dimma, Stripshow o.fl.) og Geir Ólafsson trommuleikari sem síðar hefur aðallega verið í hlutverki söngvara. Þeir félagar voru ellefu ára gamlir árið 1984 þegar þeir hituðu upp fyrir hljómsveitina Frakkana á Kjarvalsstöðum en líklega kom Black diamond ekki aftur…

Blackbird (1969)

Hljómsveitin Blackbird (Black bird) frá Ísafirði starfaði árið 1969 (hugsanlega einnig 1968) og keppti þá um verslunarmannahelgina í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli og lenti þar í öðru sæti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Theódórsson gítarleikari, Örn Jónsson bassaleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari og Einar Guðmundsson orgelleikari. Einar var upphaflega trommuleikari sveitarinnar…

Blandaður kór undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar (1933)

Kór sá sem yfirskriftin hér að ofan vísar til var líkast til aldrei starfandi en var settur saman fyrir hljómplötuupptöku árið 1933 en þá voru upptökumenn á ferð hérlendis frá Columbia líkt og gert hafði verið þremur árum fyrr, fyrir Alþingishátíðina. Sigurður Þórðarson stjórnaði þessum áttatíu manna kór. Uppistaðan í karlaröddum þessa blandaða kórs kom…

Bláa bandið [2] (1967)

Hljómsveitin Bláa bandið var starfandi í Kópavogi árið 1967. Sveitin hafði gengið undir nafninu Tacton og eini kunni meðlimur hennar er Árni Blandon gítarleikari. Bláa bandið fékk næst nafnið Dýrlingarnir en að lokum náði hún nokkrum vinsældum undir nafninu Tatarar, að öllum líkindum með nokkuð breyttri liðsskipan.

Bláa bandið [1] (um 1940)

Svo virðist sem hljómsveit hafi starfað á stríðsárunum í Keflavík undir nafninu Bláa bandið. Allar tiltækar og frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni með fyrirfram þökkum.

Blaze (2001)

Unglingahljómsveit starfaði á Akranesi árið 2001 undir nafninu Blaze. Fyrir liggur að nafnarnir Axel Gíslason trommuleikari [?] og Axel Björgvin Höskuldsson bassaleikari [?] voru í sveitinni en aðrar upplýsingar vantar um hana.

Blandaður kvartett MA (1968)

Árið 1968 var starfræktur kór við Menntaskólann á Akureyri undir stjórn Sigurðar Demetz. Innan kórsins var söngkvartett sem gekk undir nafninu Blandaður kvartett MA en hann var undir stjórn Ingimars Eydal sem jafnframt var undirleikari hans. Meðlimir kvartettsins voru Sigrún Harðardóttir, Valgerður Jóna Gunnarsdóttir, Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Þórhallur Bragason.

Bláa bandið [4] (1980)

Hljómsveit sem síðar gekk undir nafninu Nýja kompaníið starfaði í skamman tíma undir heitinu Bláa bandið árið 1980 og lék opinberlega í tvö skipti. Meðlimir sveitarinnar voru Tómas R. Einarsson bassaleikari, Jóhann G. Jóhannsson píanóleikari, Sigurður Valgeirsson trommuleikari, Sveinbjörn I. Baldvinsson gítarleikari og Sigurbjörn Einarsson saxófónleikari.

Bláa bandið [3] (1980)

Hljómsveit að nafni Bláa bandið lék á djasskvöldi árið 1980, að líkindum í aðeins eitt skipti. Meðlimir þessarar sveitar voru Carl Möller píanóleikari, Viðar Alfreðsson trompetleikari, Árni Scheving bassaleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari.

Afmælisbörn 26. september 2018

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti er áttatíu og sex ára gamall í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar hlaut…