Blandaður kvartett MA (1968)

Blandaður kvartett MA

Árið 1968 var starfræktur kór við Menntaskólann á Akureyri undir stjórn Sigurðar Demetz. Innan kórsins var söngkvartett sem gekk undir nafninu Blandaður kvartett MA en hann var undir stjórn Ingimars Eydal sem jafnframt var undirleikari hans.

Meðlimir kvartettsins voru Sigrún Harðardóttir, Valgerður Jóna Gunnarsdóttir, Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Þórhallur Bragason.