Bjarni Þorsteinsson – Efni á plötum

Karlakór Reykjavíkur – syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 049 Ár: 1972 1. Ég vil elska mitt land 2. Vor og haust 3. Vakir vor í bæ 4. Sólsetursljóð 5. Taktu sorg mína 6. Kirkjuhvoll 7. Allir eitt 8. Sveitin mín 9. Systkinin 10. Heyrið yfir höfin gjalla 11. Burnirótin 12. Þess…

Bjarni Þorsteinsson (1861-1938)

Nafni og minningu sr. Bjarna Þorsteinssonar verður vafalaust haldið á lofti um aldur og ævi en hann safnaði þjóðlögum og gaf út á bók og stuðlaði þannig að varðveislu menningararfs sem annars hefði glatast, hann var aukinheldur tónskáld og margt fleira. Bjarni fæddist á Mýrunum haustið 1861 og ólst upp við tónlist án þess þó…

Bjarni Þórðarson (1966-2005)

Bjarni Þórðarson eða Bjarni móhíkani eins og hann var iðulega kallaður er einn af tákngervingum pönktímabilsins hér á landi en ummæli hans um sniff í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík vöktu mikla athygli á sínum tíma. Bjarni (Þórir) Þórðarson fæddist 1966 og ólst upp á höfuðborgarsvæðinu. Hann varð fljótlega utangarðs, flosnaði upp úr skóla, fór að…

Bjartir fjarkar (1997)

Bjartir fjarkar störfuðu árið 1997, hugsanlega á Akureyri en þar lék sveitin um sumarið. Sveitin mun hafa leikið djass en einnig íslensk þjóðlög í bossanova útsetningum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Bjartra fjarka en hér er giskað á, út frá nafni sveitarinnar, að um kvartett hafi verið að ræða.

Bjöllukór Bústaðakirkju – Efni á plötum

Bjöllukór Bústaðakirkju – Bjöllukór Bústaðakirkju leikur og syngur [snælda] Útgefandi: Bjöllukór Bústaðakirkju Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1992 1. Vor Guð er borg 2. Sarabande 3. Ég trúi á ljós 4. Can can 5. Angelus 6. Alparós 7. Grazioso 8. Lof sé þér, Guð, þín líkn ei þverr 9. Bjöllurnar dinga linga ling 10. María í…

Bjöllukór Bústaðakirkju (1988-2001)

Bjöllukór starfaði við Bústaðakirkju um árabil undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar organista kirkjunnar. Bjöllukórinn var stofnaður haustið 1988 en meðlimir hans voru yfirleitt á aldrinum 10 til 14 ára. Hann var endurnýjaður í nokkur skipti sökum aldurs barnanna og gat verið nokkuð misjafn að stærð. Flestir meðlimir bjöllukórsins höfðu verið að læra á hljóðfæri hjá…

Bjórbandið [2] (1992-93)

Hljómsveitin Bjórbandið var ekki starfandi sveit en var sett saman fyrir bjórkvöld körfuknattleiksdeildar Harðar á Patreksfirði haustið 1992. Meðlimir Bjórbandsins voru Aðalsteinn Júlíusson söngvari, Finnur Björnsson hljómborðsleikari Nuno Miguel Carillha trommuleikari og söngvari, Símon [?] gítar- og bassaleikari, Sævar Árnason gítar- og bassaleikari og Þórarinn Hannesson söngvari. Réttu ári síðar var leikurinn endurtekinn en meðlimaskipan…

Bjórbandið [1] (1989)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit að nafni Bjórbandið sem starfaði í Keflavík árið 1989. Hugsanlega var sveitin eins konar angi af Lúðrasveit Keflavíkur eða Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík.

Bjony (1986)

Allar upplýsingar um hljómsveitina Bjony væru vel þegnar en sveitin var skipuð unglingum og var starfandi á Norðfirði árið 1986. Bjony sigraði hljómsveitakeppni sem haldin var á Eskifirði í tilefni af 200 ára afmælis bæjarins.

Björgvin Þórðarson – Efni á plötum

Björgvin Þórðarson – Björgvin Þórðarson tenór Útgefandi: Björgvin Þórðarson Útgáfunúmer: B.Þ. 001.T Ár: 1994 1. Heimþrá 2. Lífið hún sá 3. Lindin 4. Bikarinn 5. Mánaskin 6. Leitin 7. Stormar 8. Við Sundið 9. Heimir 10. Kveðja 11. Úr brosandi landi 12. Torna a Surriento 13. O sole mio 14. Nesum Dorma (úr Turandot) 15.…

Björgvin Þórðarson (1934-)

Vestfirðingurinn Björgvin Þórðarson tenórsöngvari var áberandi í karlakóramenningunni í sinni heimabyggð og söng oftsinnis einsöng á tónleikum en hann sendi jafnframt frá sér eina einsöngslagaplötu. Björgvin er fæddur 1934 á Suðureyri við Súgandafjörð en fluttist ríflega tvítugur til Flateyrar þar sem hann bjó og starfaði lengst af sem rafverktaki. Björgvin söng með fjölda karlakóra sem…

Björgvin Þ. Valdimarsson – Efni á plötum

Undir dalanna sól: Tónlist eftir Björgvin Þ. Valdimarsson – ýmsir Útgefandi: Björgvin Þ. Valdimarsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2005 1. Álftagerðisbræður – Stúlkan mín 2. Óskar Pétursson og félagar úr Stúlknakór Reykjavíkur – Mamma 3. Bergþór Pálsson og Óskar Pétursson – Kveðja heimanað 4. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Börn 5. Bergþór Pálsson og Óskar Pálsson –…

Björgvin Þ. Valdimarsson (1956-)

Björgvin Þ. Valdimarsson er fjölhæfur í list sinni en hann má flokka sem tónskáld, kórstjórnanda og höfund kennsluefnis í tónlist. Þekktastur er hann líklega fyrir lagið Undir dalanna sól. Björgvin (Þór) Valdimarsson er fæddur á Selfossi 1956 og þar bjó hann fyrstu áratugi ævi sinnar. Hann fékk snemma áhuga á tónlist og þegar hann var…

Björgvin Tómasson [annað] (1956-)

Björgvin Tómasson orgelsmiður er eini sinnar tegundar í faginu hérlendis og hefur hann smíðað nokkra tugi kirkjuorgela frá grunni. Björgvin er fæddur 1956 í Reykjavík en ólst upp í Mosfellssveitinni. Hann lærði á píanó á unglingsárum, lauk tónmenntakennaranámi og hafði starfað sem slíkur um skamma hríð þegar hann ákvað að fara til Þýskalands og nema…

Björgunarsveitin (1981)

Hljómsveit sem bar nafnið Björgunarsveitin starfaði í skamman tíma árið 1981 og lék þá á tónleikum sem bar yfirskriftina Vinir og vandamenn, og voru til styrktar MS-sjúklingum. Björgunarsveitin var hópur nokkurra nemenda Tónlistarskóla FÍH sem hafði verið settur saman og leikið undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar og Karls J. Sighvatssonar en ekki liggur fyrir hverjir meðlimir…

Afmælisbörn 11. september 2018

Glatkistan hefur að geyma eitt tónlistartengt afmælisbarn á þessum degi. Ásthildur Cesil Þórðardóttir tónlistarkona og garðyrkjufræðingur hefði orðið sjötíu og fjögurra ára gömul í dag en hún lést fyrir stuttu. Ásthildur starfaði með fjölmörgum hljómsveitum á Ísafirði á árum áður, þeirra á meðal má nefna Aðild, Gancia og Sokkabandið en einnig söng hún um tíma…