Afmælisbörn 31. ágúst 2018

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Vernharður Linnet djassfræðingur með meiru er sjötíu og fjögurra ára. Vernharður er líklega þekktasti djassáhugamaður landsins en hann hefur komið að djasstónlistinni frá ýmsum hliðum, starfrækt og stýrt tímariti um djass (Tónlistartímaritið TT og Jazzmál), haldið úti útvarpsþáttum, verið gagnrýnandi á Morgunblaðinu og verið…

Afmælisbörn 30. ágúst 2018

Afmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og fjögurra ára í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. ágúst 2018

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður er sextíu og sex ára. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast fyrir fáeinum vikum, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og tveggja ára…

Bjarni Böðvarsson (1900-55)

Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf og Bjarni Böðvarsson en hann var áberandi með danshljómsveit sína á fyrri hluta síðustu aldar og varð fyrstur allra til að fara með hljómsveit sína út á landsbyggðina, hann var ennfremur framarlega í að kynna tónlist í nýstofnuðu ríkisútvarpi, var einn af þeim sem höfðu frumkvæði…

Bjarni Björnsson – Efni á plötum

Bjarni Björnsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 56511/12 Ár: 1931 1. Aldamótaljóð 2. Hann hefur það með sér Flytjendur: Bjarni Björnsson – söngur Torfhildur Dalhoff – píanó [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Bjarni Björnsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 56513 Ár: 1931 1. Konuvísurnar 2. Bílavísur Flytjendur: Bjarni…

Bjarni Björnsson (1890-1942)

Gamanvísnasöngvarinn Bjarni Björnsson var kunnur skemmtikraftur hér á landi fyrri hluta síðustu aldar en hann var einnig frumkvöðull á ýmsum sviðum skemmtiiðnaðarins hér á landi. Bjarni var fæddur á Mýrunum árið 1890 en ólst upp hjá fósturforeldrum í Reykjavík þegar blóðforeldrar hans ákváðu eins og svo margir á þeim tíma að freista gæfunnar vestan hafs…

Bjarni Bjarnason frá Brekkubæ (1897-1982)

Bjarni Bjarnason frá Brekkubæ var einn þeirra alþýðutónlistarmanna sem rifu upp tónlistarlífið með óeigingjörnum hætti í sínu héraði með einum eða öðrum hætti, í hans tilviki var m.a. um að ræða kórstjórnun og organistastarf. Bjarni var fæddur að Tanga í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu 1897 en flutti í nokkur skipti barn að aldri áður en fjölskyldan…

Bjarni Hjartarson – Efni á plötum

Bjarni Hjartarson – Við sem heima sitjum Útgefandi: Bjarni Hjartarson og Anna Flosadóttir Útgáfunúmer: Ögn 001 Ár: 1984 1. Heimspeki 2. Meistari 3. Við sem heima sitjum 4. Völundarhús 5. Karl faðir minn 6. Gráttu barn 7. Nóttin heiðna 8. Vinur minn missti vitið 9. Þáttur 10. Þú sem vinnur 11. Kola 12. Ef ég…

Bjarni Hjartarson (1943-2013)

Bjarni Hjartarson var ekki stórt nafn í íslenskri tónlist þegar hann ásamt eiginkonu sinni sendi frá sér tólf laga plötu árið 1984 en eitt laga plötunnar naut nokkurra vinsælda. Haraldur Bjarni Hjartarson (f. 1943) hafði eitthvað fengist við tónlist en þau Anna Flosadóttir (dóttir Flosa Ólafssonar) eiginkona hans hófu að koma fram opinberlega á skemmtunum…

Bjarki Tryggvason (1947-)

Bjarki Tryggvason verður eflaust þekktastur fyrir söng sinn og þá sérstaklega í lögunum Í sól og sumaryl og Glókolli, en hann lék einnig á bassa og gítar auk þess að semja lög. Bjarki Sigurjón Tryggvason er fæddur á Akureyri 1947 og hefur mest alla tíð verið viðloðandi og kenndur við höfuðstað Norðurlands. Hann hneigðist mjög…

Bjarki Árnason – Efni á plötum

Jóhann Jósefsson, Bjarki Árnason og Garðar Olgeirsson – Harmonikan hljómar Útgefandi: Akkord Útgáfunúmer: LPMA 001 Ár: 1976 1. Hófadynur 2. Hrunin brú 3. Ég spila, þú dansar 4. Sólnætur 5. Harðsporar 6. Glädehopp 7. Dizzy fingers 8. Toulousaine 9. Laugardagspolki 10. Dísir vorsins 11. Söngvaramarzinn Flytjendur: Jóhann Jósefsson – harmonikka Bjarki Árnason – harmonikka Garðar Olgeirsson – harmonikka

Bjarki Árnason (1924-84)

Bjarki Árnason var kunnur harmonikkuleikari, laga- og textahöfundum og flestir þekkja lagið Sem lindin tær sem hann samdi ljóðið við. Bjarki fæddist á Stóru Reykjum í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjasýslu 1924 og ólst upp á Litlu Reykjum í sömu sveit. Hann kynntist ungur tónlist á æskuheimili sínu en naut aldrei formlegrar tónlistarmenntunar. Fyrsta hljóðfærið sem hann…

Bjarmar (1966)

Hljómsveitin Bjarmar var kynnt sem ný hljómsveit í febrúar 1966 en hún spilaði þá í Kópavogi. Allar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar auk starfstíma hennar má senda Glatkistunni með fyrirfram þökk.

Bjarki Tryggvason – Efni á plötum

Bjarki Tryggvason – Kvöld Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T08 Ár: 1973 1. Lifðu 2. Heyrðu vina 3. Hvar er 4. Ferð án enda 5. Matarást 6. Kærar þakkir 7. Kona 8. Sjóðandi ást 9. Ástarljóð sem lifir 10. Söngurinn um ekkert 11. Kvöld 12. Dönsum í alla nótt Flytjendur: Bjarki Tryggvason – söngur og bassi Árni…

Bjarni Lárentsínusson (1931-2020)

Bjarni Lárentsínusson húsasmíðameistari úr Stykkishólmi var tónlistarlífinu í bænum öflugur í gegnum tíðina og kom þar víða við. Bjarni Ragnar Lárentsínusson (f. 1931) var einn af stofnfélögum Lúðrasveitar Stykkishólms vorið 1944 og hafði leikið með henni alla tíð árið 2014, samtals vel á sjöunda áratug. Hann lék ennfremur á saxófón í hljómsveitinni Egon um árabil…

Bjarni Tryggva (1963-)

Söngvaskáldið Bjarni Tryggvason var á tímabili áberandi í íslensku tónlistarlífi en hann sendi frá sér tvær breiðskífur með stuttu millibili á níunda áratugnum sem vöktu nokkrar athygli. Minna hefur farið fyrir honum síðustu árin en alls liggja eftir hann fimm plötur. Bjarni Tryggvason (yfirleitt kallaður Bjarni Tryggva) er fæddur (1963) og uppalinn á Norðfirði og…

Bjarni Tryggva – Efni á plötum

Bjarni Tryggva – Mitt líf: bauðst eitthvað betra? Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 084 Ár: 1986 1. Kjaftakerling 2. Með lögum 3. Einmana óp 4. Þoka í augum 5. Ískristallar 6. Ástardraumur 7. Mitt líf 8. Rétta leiðin 9. Af sem áður var Flytjendur: Bjarni Tryggvason – söngur Rafn Jónsson – trommur Þorsteinn Magnússon – gítar…

Bjarni Sigurðsson frá Geysi – Efni á plötum

Liðnar stundir: Frændurnir Eiríkur Bjarnason frá Bóli & Bjarni Sigurðsson frá Geysi – ýmsir Útgefandi: Bjarni Sigurðsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 1. Jón Kr. Ólafsson – Ljósbrá 2. Þuríður Sigurðardóttir – Bíóvalsinn 3. Eiríkur Bjarnason, Grettir Björnsson og Ragnar Páll – Kvöld í Gúttó 4. Þuríður Sigurðardóttir – Meðan blómin sofa 5. Grétar Guðmundsson…

Bjarni Sigurðsson frá Geysi (1935-2018)

Bjarni Sigurðsson frá Geysi var dæmigerður alþýðutónlistarmaður sem lék á ýmis hljóðfæri og samdi tónlist í frístundum sínum, eftir hann liggja útgefnar plötur og nótnahefti. Bjarni fæddist 1935 og kenndi sig alltaf við Geysi í Haukadal þar sem faðir hans, Sigurður Greipsson rak m.a. íþróttaskóla en staðurinn hefur þó alltaf verið þekktastur fyrir ferðaþjónustu sem…

Bjarni Lárentsínusson – Efni á plötum

Bjarni Lárentsínusson og Njáll Þorgeirsson – Söngdúettar Útgefandi: Fermata Útgáfunúmer: FM 001 Ár: 1985 1. Svanasöngur á heiði 2. Þú komst í hlaðið: þýskt þjóðlag 3. Ég er hinn frjálsi förusveinn 4. Í fyrsta sinn ég sá þig 5. Í grænum mó 6. Játning 7. Ég vildi að ung ég væri rós 8. Gras 9.…

Afmælisbörn 28. ágúst 2018

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er hvorki meira né minna en sjötugur í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út…

Afmælisbörn 27. ágúst 2018

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Sigríður Maggý Magnúsdóttir (Sigga Maggý) söngkona átti afmæli á þessum degi en hún lést árið 2009. Sigga Maggý var fædd 1934, hún var gift harmonikkuleikaranum Ásgeiri Sverrissyni og söng lengi með gömludansasveit hans, Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar, á öldurhúsum höfuðborgarinnar. Ein fjögurra laga plata kom út með…

Afmælisbörn 26. ágúst 2018

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson söngvari er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Afmælisbörn 25. ágúst 2018

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og þriggja ára gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…

Afmælisbörn 24. ágúst 2018

Eitt afmælisbarn í íslenskri tónlistarsögu kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og eins árs gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar…

Afmælisbörn 23. ágúst 2018

Afmælisbörnin eru tvö talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum, Dykk,…

Afmælisbörn 22. ágúst 2018

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson er sjötíu og átta ára. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um tíma í Reykjavík,…

Andlát – Stefán Karl Stefánsson (1975-2018)

Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein, rúmlega fjörutíu og þriggja ára gamall. Stefán Karl fæddist í Hafnarfirði 10. júlí 1975. Hann lék fyrst á sviði með Leikfélagi Hafnarfjarðar á fjórtánda ári og síðan m.a. í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins 1994, löngu áður en hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands (1999). Hann lék ótal…

Bíórokk [tónlistarviðburður] (1992)

Bíórokk voru tónleikar sem haldnir voru sumarið 1992 í Laugardalshöll og voru partur af kvikmyndinni Stuttur frakki. Það voru Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar og Art film sem stóðu að tónleikunum sem haldnir voru 16. júní 1992 en þeir voru á saman tíma sögusvið kvikmyndarinnar Stuttur frakki sem Gísli Snær Erlingsson leikstýrði og frumsýnd var síðan…

Bísa blús bandið (1978)

Bísa blús bandið var eins konar angi af Kamarorghestunum og var starfrækt haustið 1978. Sveitin starfaði líklega í fáeinar vikur og voru meðlimir hennar Björgúlfur Egilsson (Böggi), Kristján Pétur Sigurðsson og Einar Vilberg. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipanin var.

Bítlarnir [1] (1964)

Þótt ótrúlegt sé voru fyrstu íslensku Bítlarnir tvöfaldur söngkvartett sem kom fram á 17. júní skemmtun á Arnarhóli árið 1964. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þennan kvartett eða hvort söngprógram þeirra hafi að einhverju leyti tengst hinum bresku bítlum (The Beatles) og er hér með óskað eftir upplýsingum um það.

Bítlarnir [2] (1974-75)

Veturinn 1974 til 75 starfrækti tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson tríóið Bítlana. Meðlimir Bítlanna voru auk Birgis (sem lék á gítar og söng), Grétar Guðmundsson trommuleikari og Gunnar Bernburg bassaleikari. Sveitin hætti störfum sumarið 1975.

Bítlavinafélagið (1986-90)

Saga Bítlavinafélagsins er í raun svolítið sérstök, sveitin byrjaði sem undirleikur fyrir kór, þá tók við tónleikadagskrá tengd John Lennon, útgáfa platna með frumsömdu og eldri íslenskum bítlalögum með hæfilegu glensi og við miklar vinsældir en endaði með alvarlegri frumsaminni tónlist sem sló ekki eins í gegn. Sveitin sendi frá sér nokkrar plötur. Upphaf sveitarinnar…

Bítlavinafélagið – Efni á plötum

Bítlavinafélagið – Til sölu [ep] Útgefandi: Hið íslenska bítlavinafélag Útgáfunúmer: HÍB 001 Ár: 1986 1. Þrisvar í viku 2. Alveg orðlaus 3. Stand by me 4. Twist and shout 5. Oh Yoko Flytjendur: Jón Ólafsson – píanó, orgel og söngur Haraldur Þorsteinsson – bassi Rafn Jónsson – trommur Stefán Hjörleifsson – gítar Eyjólfur Kristjánsson –…

Bjakk (1995)

Hljómsveitin Bjakk kom úr Borgarfirðinum og starfaði að öllum líkindum í skamman tíma. Árið 1995. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Hólm Kristjánsson gítarleikari, Orri Sveinn Jónsson trommuleikari og Bjarni Helgason bassaleikari.

Bjargvætturinn Laufey (1986?)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Bjargvætturinn Laufey en hún starfaði í skamman tíma í Kvennaskólanum, líklega árið 1986, og skartaði tveimur trommuleikurum. Fyrir liggur að í bandinu voru Einar Rúnarsson hljómborðsleikari,  Stefán Hilmarsson söngvari og Björgvin Ploder trommuleikari sem síðar störfuðu með Sniglabandinu og má því segja að sveitin hafi…

Bjarkarlandsbræður (?)

Bræðurnir Trausti, Bragi og Sigurður Árnasynir frá Bjarkarlandi í V-Eyjafjallahreppi léku á árum áður margsinnis á dansleikjum í sinni heimabyggð og jafnvel víðar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær en það hefur líklega verið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Þeir Bjarkarlandsbræður eins og þeir voru kallaðir, léku ýmist tveir eða þrír saman og sjálfsagt…

Bjarkarkvartettinn (1994-96)

Bjarkarkvartettinn var söngkvartett karla starfandi innan Samkórsins Bjarkar í Austur-Húnavatnssýslu á árunum 1994-96 að minnsta kosti. Kvartettinn skipuðu þeir Gestur Þórarinsson, Júlíus Óskarsson, Steingrímur Ingvarsson og Kristófer Kristjánsson en ekki liggur fyrir hvaða raddir þeir sungu. Stjórnandi samkórsins var á þessum tíma Sólveig Einarsdóttir og Guðmundur Hagalín annaðist undirleik á harmonikku með Bjarkarkvartettnum.

Afmælisbörn 21. ágúst 2018

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari á sextíu og níu ára afmæli í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Afmælisbörn 20. ágúst 2018

Þrjú afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari er sjötíu og fjögurra ára. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur í lundu, og fleiri sveitum…

Afmælisbörn 19. ágúst 2018

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhann Ólafur Haraldsson tónskáld hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 1966 þá sextíu og fjögurra ára gamall. Jóhann, sem var fæddur 1902, ólst upp og bjó alla sína tíð við Eyjafjörðinn, hann var að mestu sjálfmenntaður í tónlist og varð organisti við a.m.k.…

Afmælisbörn 18. ágúst 2018

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, er sextíu og sex ára í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjömörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla matjurtagarðinn, Stóla og…

Afmælisbörn 17. ágúst 2018

Í dag er eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum skráð hjá Glatkistunni: Skagamaðurinn Jón Trausti Hervarsson er sjötíu og þriggja ár í dag en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Dúmbó sextett og Steina frá Akranesi sem starfaði í um tvo áratugi en hann var einn þeirra sem var allan tímann í sveitinni. Jón Trausti…

Afmælisbörn 16. ágúst 2018

Þrjú afmælisbörn eru á skrá í dag: Sigurður (Pétur) Bragason baritónsöngvari er sextíu og fjögurra ára. Sigurður nam söng og tónfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu og Þýskalandi. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk heima og erlendis, gefið út sjö plötur með söng sínum, auk þess að stýra nokkrum kórum s.s.…

Afmælisbörn 15. ágúst 2018

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Þingeyingurinn Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og áhugaleikari er þrjátíu og fjögurra ára gamall í dag. Þótt flestir tengi Baldur við gítarleik og söng í  hljómsveitinni Skálmöld hefur hann komið við í miklum fjölda sveita af ýmsu tagi, sem vakið hafa athygli með plötum sínum. Þar má…

Birthmark (1994-95)

Dúettinn Birthmark vakti nokkra athygli fyrir breiðskífu sína Unfinished novels þegar hún kom út 1994 en sveitin átti sér töluvert langan aðdraganda. Þeir félagar, Svanur Kristbergsson og Valgeir Sigurðsson höfðu starfrækt dúóið Orange empire í nokkur ár (frá árinu 1989) og þó svo að sú sveit starfaði mestmegnis í hljóðverum settu þeir félagar hljómsveit saman…

Birthmark – Efni á plötum

Birthmark – Unfinished novels Útgefandi: Nest publishing Útgáfunúmer: NESTCD1 Ár: 1994 1. The lovely darkness 2. Unfinished novels 3. (When) sleepers (were sleepers) 4. The pain of love 5. Laura 29/4 6. Dogtown 7. A bed called world 8. Candles & trees 9. Dive 10. Ravens in a yellow sky Flytjendur: Svanur Kristbergsson – söngur,…

Bíllinn (1992-93)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Bíllinn eru af skornum skammti en sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins í um eitt og hálft ár að minnsta kosti og kom fram á rokktónleikum tengdum listahátíðum sumrin 1992 og 93. Svo virðist sem Helgi Hauksson [?] og Valtýr Björn Thors [?] hafi verið í Bílnum en…

Birnur (1967)

Sönghópurinn Birnur úr Hveragerði starfaði árið 1967 og kom fram í nokkur skipti vorið og sumarið 1967. Birnur skipuðu fimm stúlkur og lék ein þeirra á gítar en annars er engar upplýsingar að hafa um þær. Allar upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.