Bjarkarlandsbræður (?)

Bræðurnir Trausti, Bragi og Sigurður Árnasynir frá Bjarkarlandi í V-Eyjafjallahreppi léku á árum áður margsinnis á dansleikjum í sinni heimabyggð og jafnvel víðar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær en það hefur líklega verið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.

Þeir Bjarkarlandsbræður eins og þeir voru kallaðir, léku ýmist tveir eða þrír saman og sjálfsagt hefur Trausti komið fram einn einnig en hann lék á harmonikku. Sigurður var gítarleikari og Bragi trommuleikari.

Allar frekari upplýsingar um Bjarkarlandsbræður væru vel þegnar.