Bjargvætturinn Laufey (1986?)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Bjargvætturinn Laufey en hún starfaði í skamman tíma í Kvennaskólanum, líklega árið 1986, og skartaði tveimur trommuleikurum.

Fyrir liggur að í bandinu voru Einar Rúnarsson hljómborðsleikari,  Stefán Hilmarsson söngvari og Björgvin Ploder trommuleikari sem síðar störfuðu með Sniglabandinu og má því segja að sveitin hafi verið undanfari Sniglabandsins. Ein heimild segir að Hendrikka Waage hafi einnig sungið í hljómsveitinni.

Nafn sveitarinnar á sér eins og flestir ættu að átta sig á, skírskotun í texta Megasar, Krókódílamanninn, en Laufey þessi var Jakobsdóttir og bjó í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur. Þess má geta að hún var amma Ágústu Evu Erlendsdóttur söngkonu.