Afmælisbörn 31. júlí 2018

Glatkistan hefur tvær tónlistarkonur á skrá sinni á þessum degi, þær eru nöfnur: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og þriggja ára í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með…

Big band Brútal (1998-2001)

Hljómsveitin Big band Brútal var angi af Tilraunaeldhúsinu sem var áberandi í kringum aldamótin síðustu en sveitin lék einhvers konar tilraunakennda raftónlist. Meðlimir sveitarinnar sem stofnuð var 1998, voru Böðvar Yngvi Jakobsson (Böddi Brútal) söngvari, Ólafur Björn Ólafsson (ÓBÓ) trommuleikari, Daði Birgisson hljómborðsleikari, Arnþrúður Ingólfsdóttir tölvu og hljómborðsleikari og Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira) sampler-…

Big band FBM (1990)

Big band FBM (félags bókagerðarmanna) var skammlíf sveit, líklega sett saman fyrir eina samkomu vorið 1990. Sveitin lék þá undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar, en meðal meðlima hennar auk Magnúsar sem lék á píanó má nefna Guðmund Steinsson trommuleikara og Braga Einarsson klarinettuleikara. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri liðsmenn Big band FBM.

Big band FÍH [1] (1969-75)

Big band FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna) hið fyrra starfaði á árunum 1969 til 75 en þá lognaðist starfsemin niður sökum bághags fjárhags og verkefnaskorts. Sveitin var stofnuð innan félagsins af Sæbirni Jónssyni og Magnúsi Ingimarssyni, og var sá fyrrnefndi líklega stjórnandi hennar allan tímann. Big band FÍH lék reglulega á stærri tónleikum í Háskólabíói og…

Big band FÍH [2] (1984-)

Ekkert big band hafði verið starfandi innan FÍH frá árinu 1975 þegar sveit tók til starfa undir því nafni 1984. Það var í reynd sama sveit og hafði verið starfrækt undir nafninu Big band ´81 og Big band Björns R. Einarssonar en nafni hennar var breytt 1984. Starfsemin til þessa dags hefur ekki verið alveg…

Big band Guðmundar Thoroddsen (1985)

Big band Guðmundar Thoroddsen lék líklega aðeins einu sinni opinberlega, á þorrablóti Íslendinga í Amsterdam í Hollandi 1985. Sveitin var að öllum líkindum sett saman fyrir þetta eina gigg en meðlimir hennar voru sagðir Kjartan [?] bassaleikari, Guðmundur Óli [?] söngvari, Ingveldur [?] söngkona, Jóhanna [?] söngkona, Vilberg [?] píanóleikari, Hróðmar [?] gítarleikari og Ragnar…

Big band Jazzklúbbs Akureyrar (1991-93)

Upplýsingar um Big band Jazzklúbbs Akureyrar eru af skornum skammti en svo virðist sem það hafi verið starfrækt að minnsta kosti um tveggja ára skeið norðan heiða. Hér er óskað eftir öllum frekari upplýsingum um sveitina, hversu stór hún var, hve lengi hún starfaði og hver hélt utan um stjórnina.

Big band Lúðrasveitar Akureyrar (1991-96)

Big band starfaði innan Lúðrasveitar Akureyrar á tíunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær nákvæmlega en það var a.m.k. 1991 og 96, ekki er einu vinni víst að hún hafi starfað samfleytt á þeim tíma. Atli Guðlaugsson var stjórnandi lúðrasveitarinnar og allt eins líklegt að hann hafi einnig stýrt big bandinu, upplýsingar…

Big band Rafns Sveinssonar (1986)

Árið 1986 var starfrækt hljómsveit sem bar heitið Big band Rafns Sveinssonar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en allar líkur eru á að um Rafn Sveinsson trommuleikara á Akureyri sé að ræða. Frekari upplýsingar óskast um Big band Rafns Sveinssonar.

The Big blue (1995-96)

Unglingahljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu The Big blue veturinn 1995-96, jafnvel lengur, og lék frumsamið efni á tónleikum. Allar tiltækar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Big band Kópavogs (1978-91)

Big band Kópavogs starfaði í nokkur ár og voru liðsmenn sveitarinnar líkast til fyrrverandi og þáverandi meðlimir Skólahljómsveitar Kópavogs og Hornaflokks Kópavogs. Sveitin gekk undir ýmsum öðrum nöfnum, s,s, Stórsveit Hornaflokks Kópavogs, Stórsveit Kópavogs og Djassband Kópavogs. Það var saxófónleikarinn Gunnar Ormslev sem stofnaði sveitina 1978 og var fyrsti stjórnandi hennar, og starfaði hún til…

Big fat (1994)

Hljómsveitin Big fat var að líkindum frá Akureyri og var í þyngri kantinum, væntanlega skipuð fremur ungum meðlimum. Sveitin spilaði á tónleikum nyrðra snemma árs 1994 en meira liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Big fat jucy mama (um 1990?)

Trommuleikarinn Daníel Þorsteinsson (Maus o.fl.) var einhverju sinni í hljómsveit sem kallaðist Big fat jucy mama. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þær mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Big heads (1988)

Hljómsveitin Big heads var auglýst á unglingaballi í Vestmannaeyjum vorið 1988 en ekkert annað er að finna um sveitina. Allar frekari upplýsingar má senda Glatkistunni með fyrirfram þökk.

Afmælisbörn 29. júlí 2018

Þrír tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður á fimmtíu og fimm ára afmæli í dag. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig…

Afmælisbörn 28. júlí 2918

Í dag eru á skrá Glatkistunnar sjö tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er þrjátíu og níu ára gömul á þessum degi. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002,…

Afmælisbörn 27. júlí 2018

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru tvö að þessu sinni: Keflvíkingurinn Baldur Þórir Guðmundsson er fimmtíu og fjögurra ára gamall. Baldur (sonur Rúnars Júl. og Maríu Baldursdóttur) lék á hljómborð og ýmis önnur hljóðfæri með hljómsveitum á unglingsárum sínum s.s. Box, Kjarnorkublúsurunum, CTV og Pandóru en sneri sér síðar í auknum mæli að upptökufræðum enda var…

Afmælisbörn 26. júlí 2018

Tvö afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigríður Beinteinsdóttir söngkona er fimmtíu og sex ára gömul í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum landsins, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt fyrir hönd Íslands í…

Afmælisbörn 25. júlí 2018

Í dag eru afmælisbörnin þrjú í Glatkistunni: Þorsteinn Konráð Ólafsson raftónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Prins Valium í tónlistarsköpun sinni er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Prins Valium hefur komið við sögu á mörgum safnplötum í rafgeiranum sem og splitplötum en hann hefur einnig gefið út plötur sjálfur síðan 2006. Hann var einnig…

Afmælisbörn 24. júlí 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru að þessu sinni tvö talsins: Rangæingurinn Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona er fimmtíu og sjö ára gömul í dag. Hún nam fyrst píanóleik og söng í heimabyggð en síðan í Reykjavík, á Ítalíu og Bretlandseyjum, hún starfaði um tíma á Ítalíu en mestmegnis hér heima þar sem hún hefur t.a.m. sungið ýmis óperuhlutverk.…

Afmælisbörn 23. júlí 2018

Tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Jóhann (Jón) Þórisson er sextíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Jóhann lék á bassa í nokkrum hljómsveitum á áttunda áratug liðinnar aldar og má nefna sveitir eins og Dögg, Fjörefni, Helþró, Dínamít og Paradís en hann mun hafa haft stuttan stans í…

Afmælisbörn 22. júlí 2018

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Hann starfrækir útgáfufyrirtækið Dimmu sem hann stofnaði ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur eiginkonu sinni (d. 2004), en þau gáfu út fjölda platna saman og í sitt hvoru lagi undir merkinu. Aðalsteinn hefur einnig unnið mikið…

Afmælisbörn 21. júlí 2018

Í dag eru afmælisbörn íslensks tónlistarlífs fjögur talsins samkvæmt skrá Glatkistunnar: Steinar Berg (Ísleifsson) er sextíu og sex ára. Steinar var lengstum hljómplötuútgefandi, starfrækti Steina í áratugi og síðar Steinsnar. Hann hefur einnig verið virkur tónlistarmaður hin síðari ár, leikið á gítar og sungið með hljómsveitum eins og Fírunum og Grasösnum, sem hefur gefið út…

Afmælisbörn 20. júlí 2018

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sextíu og átta ára gamall á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með…

Afmælisbörn 18. júlí 2018

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru þrjú talsins á skrá Glatkistunnar en þau eru öll látin: Fyrstan skal nefna Fritz (von) Weisshappel píanóleikara. Hann var Austurríkismaður, fæddur 1908, og kom hingað til lands 1928. Fritz starfaði lengstum sem undirleikari bæði hjá einsöngvurum og kórum, t.a.m. starfaði hann sem undirleikari Karlakórs Reykjavíkur í áratugi og lék…

Bertha Biering (1947-)

Bertha Biering var ein þeirra söngkvenna sem komu fram sjónarsviðið í kjölfar kynninga á ungum og efnilegum söngvurum eins og tíðkuðust á sjötta áratugnum og öndverðum þess sjöunda. Bertha (f. 1947) var farin að syngja lítillega opinberlega tólf ára gömul en það var síðan snemma um vorið 1963 sem hún var „uppgötvuð“ á söngvarakynningu með…

Berti Möller (1943-2007)

Berti Möller var einn af ástsælustu söngvurum rokkáranna á Íslandi en hann söng með fjölmörgum sveitum á ferli sínum, sú þekktasta var Lúdó sextett. Bertram Henry Möller (skírður Bertam Henry Mallet) fæddist 1947 í Reykjavík en þar ólst hann upp í Vesturbænum. Hann átti íslenska móður en enskan föður sem gegndi hér herþjónustu, og þaðan…

Berti Möller – Efni á plötum

Hljómsveit Svavars Gests ásamt Önnu Vilhjálms og Berta Möller – Heimilisfriður / Ef þú giftist mér [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 115 Ár: 1964 1. Heimilisfriður 2. Ef þú giftist mér Flytjendur: Anna Vilhjálms – söngur Berti Möller – söngur Hljómsveit Svavars Gests: – Svavar Gests – [?] – [engar upplýsingar um aðra…

Bessi Bjarnason (1930-2005)

Leikarinn ástsæli Bessi Bjarnason kom nokkuð við sögu íslenskrar tónlistar, bæði í sönghlutverkum tengt leikritum sem gefin voru út á plötum og einnig sem söngvari á barnaplötu sem naut gríðarmikilla vinsælda á sínum tíma. Bessi (fæddur 1930) var Reykvíkingur og bjó þar alla ævi. Eftir stúdentspróf nam hann leiklist og starfaði hjá Þjóðleikhúsinu í nærri…

Bessi Bjarnason – Efni á plötum

Bessi Bjarnason – syngur hinar góðkunnu barnavísur Stefáns Jónssonar Útgefandi: SG-hljómplötur / Skífan  Útgáfunúmer: SG-021 / SGCD 021 Ár: 1969 / 1994 1. Aumingja Siggi 2. Bréf til frænku 3. Systa mín 4. Smalasaga 5. Kvæðið um kálfinn 6. Sagan af Gutta 7. Hjónin á Hofi 8. Kiddi á Ósi 9. Stutt saga 10. Hjónin…

Betl – Efni á plötum

Betl – Skyldi það vera hjólastóll? [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1993 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson – bassi Hreinn Laufdal – [?] Lísa Pálsdóttir – söngur Kristján Pétur Sigurðsson – söngur Inga Guðmundsdóttir – söngur Soffía S. Karlsdóttir – söngur Halldór Bragason – söngur [engar upplýsingar um aðra…

Betl (1993-97)

Betl var aldrei starfandi hljómsveit og hugsanlega kom hún fram opinberlega einungis tvisvar, eftir hana liggja þó tvær afurðir – snælda og geisladiskur. Upphaflega var Betl dúett, Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson og Hreinn Laufdal byrjuðu að vinna jólatónlist haustið 1993 með útgáfu í huga. Gallinn var reyndar sá að Rögnvaldur var staddur norðan heiða en Hreinn…

BG-útgáfan [útgáfufyrirtæki] (1985-91)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson rak um nokkurt skeið blómlega plötuútgáfu í Skeifunni undir merkjum BG-útgáfunnar sem hafði m.a. Rokklingana á sínum snærum. Þótt Rokklinga-ævintýrið hafi ekki byrjað fyrr en 1989 hafði hann gefið út áður tvær plötur með eigin hljómsveit, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar en sú fyrri kom út 1985, þær fengu útgáfunúmerin BG 001 og BG…

Biafra restaurant (1982)

Hljómsveitin Biafra restaurant var starfrækt á blómaskeiði pönksins á Íslandi (1982) en mun ekki hafa verið langlíf sveit. Upplýsingar um sveitina eru af skornum skammti en þó liggur fyrir að félagarnir úr Sjálfsfróun, Sigurður Ágústsson (Siggi pönk) og Bjarni Þórðarson (Bjarni móhíkani) voru í henni. Frekari upplýsingar um Biafra restaurans óskast sendar Glatkistunni.

Bifhjólasamtök lýðveldisins [félagsskapur] (1984-)

Bifhjólasamtök lýðveldisins eða bara Sniglarnir tengjast óbeint íslenskri tónlistarsögu með einum og öðrum þætti, m.a. með útgáfu tveggja platna. Samtökin voru stofnuð vorið 1984 og urðu strax öflugur málsvari mótorhjólafólks, ört fjölgaði í hópnum og þegar haldið var upp á ársafmælið voru meðlimir um hundrað talsins, ári síðar hafði fjöldinn tvöfaldast og þegar þetta er…

Bifhjólasamtök lýðveldisins [félagsskapur] – Efni á plötum

Bifhjólasamtök lýðveldisins – Jólahjól / Þríhjól [ep] Útgefandi: Bifhjólasamtök lýðveldisins Útgáfunúmer: [án útgáfunúmer] Ár: 1984 1. Jólahjól 2. Þríhjól Flytjendur: Skúli Gautason – söngur og hljóðfæraleikur að mestu Sigríður Eyþórsdóttir – flauta     Bifhjólasamtök lýðveldisins – Sniglar í söngolíu Útgefandi: Bifhjólasamtök lýðveldisins Útgáfunúmer: BL02 Ár: 1994 1. Vetrarvæl 2. Framtíðin 3. Blindhæð og beygja…

Big balls and the great white idiot (1977-)

Big balls and the great white idiot er í raun langt frá því að vera íslensk hljómsveit en hún á sér þó beina tengingu hingað til lands enda þrír fjórðu hennar hálf-íslenskur. Sveitin var stofnuð í Hamborg í Vestur-Þýskalandi árið 1977 en meðlimir hennar höfðu reyndar unnið að einhverju leyti saman frá 1975 og gert…

Big band 77 (1977)

Hljómsveit undir nafninu Big band 77 starfaði vorið 1977 og kom þá fram á djasskvöldi á vegum Jazzvakningar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hér er giskað á að hún hafi leikið undir stjórn Björns R. Einarssonar, hann var með fjórtán manna big band sveit vorið 1978 sem hugsanlega var sú sama…

Big band ´81 (1981-84)

Big band ´81 átti sér líklega nokkurn aðdraganda. Björn R. Einarsson hafði sett saman fjórtán manna hljómsveit í anda stórsveita fjórða áratugarins, sem starfaði og kom fram árið 1978 en það gæti einnig hafa verið sama sveit og kom fram ári fyrr undir nafninu Big band 77. Björn var einnig með átján manna big band…

Big band Birgis Sveinssonar (1983)

Árið 1983 var starfandi hljómsveit undir nafninu Big band Birgis Sveinsonar og hefur sú sveit án nokkurs vafa verið angi af Lúðrasveit Mosfellssveitar sem Birgir stjórnaði. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast.

Bifróvision [tónlistarviðburður] (1960-)

Söngvarakeppnin Bifróvision (Bifróvisjón) á sér langa hefð á Bifröst í Borgarfirði, fyrst við Samvinnuskólann og síðar Háskólann á staðnum. Keppnin mun fyrst hafa verið haldin árið 1960 (ein heimild segir reyndar 1962) en hún hlaut ekki nafn sitt fyrr en um 1980, þegar farið var að kalla hana Bifróvision en um það leyti voru Íslendingar…

Afmælisbörn 17. júlí 2018

Í dag eru þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Einar (Einarsson) Markan baritónsöngvari (f.…

Afmælisbörn 16. júlí 2018

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er 65 ára. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís, Pelican og Eik. Í…

Afmælisbörn 14. júlí 2018

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um eitt afmælisbarn úr tónlistargeiranum: Engel Lund (1900-96) hefði átt afmæli á þessum degi, hún var dönsk en fædd hér á landi svo hún hafði alltaf taugar hingað. Hún varð þekkt þjóðlagasöngkona, starfaði víða um heim og lagði alltaf áherslu á íslensk þjóðlög, sem hún lagði sig sérstaklega fram…

Afmælisbörn 13. júlí 2018

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira, er fimmtíu og fimm ára. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði á…

Afmælisbörn 12. júlí 2018

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sextíu og átta ára gamall í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk…

Jazztríó Birgis Karlssonar (1985 / 1997-98)

Birgir Karlsson starfrækti a.m.k. tvívegis djasstríó á Akureyri, í fyrra skiptið um miðjan níunda áratug síðustu aldar og síðan rúmum áratug síðar. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu tríóið með Birgi árið 1985 en það lék í kjallara Sjallans á Akureyri í nokkur skipti allavega. 1997 og 98 voru Karl Petersen trommuleikari og Stefán Ingólfsson bassaleikari…

Kór Lundarskóla (1978-2011)

Barnakór starfaði við Lundarskóla á Akureyri í yfir þrjátíu ár undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur. Elínborg stofnaði Kór Lundarskóla / Barnakór Lundarskóla haustið 1978 og eftir því sem næst verður komist var hún alla tíð stjórnandi kórsins eða til ársins 2011. Kórinn söng mest á heimaslóðum á Akureyri en kom mjög oft fram á kóramótum víða…

Bernardel kvartettinn (1993-98)

Bernardel strengjakvartettinn starfaði í lok síðustu aldar og vakti nokkra athygli enda höfðu strengjakvartettar ekki beinlínis verið á hverju strái hér á landi til þess tíma. Kvartettinn var stofnaður af nokkrum félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem voru Pólverjinn Zbigniew Dubik og Greta Guðnadóttir sem léku fyrstu og aðra fiðlu, Guðmundur Kristmundsson lágfiðluleikari og Guðrún Th.…