Big band FBM (1990)

Big band FBM (félags bókagerðarmanna) var skammlíf sveit, líklega sett saman fyrir eina samkomu vorið 1990.

Sveitin lék þá undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar, en meðal meðlima hennar auk Magnúsar sem lék á píanó má nefna Guðmund Steinsson trommuleikara og Braga Einarsson klarinettuleikara. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri liðsmenn Big band FBM.