Afmælisbörn 30. júní 2018

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma tvö afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og sjö ára gamall. Hann hefur komið mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og að ógleymdri…

Beint í mark [safnplöturöð] (1982)

Það er varla hægt að tala um safnplöturöð þegar safnplöturnar Beint í mark komu út en um var að ræða tvær plötur sem seldar voru saman á verði einnar. Meirihluti laganna var erlendur. Hljómplöturútgáfan Steinar gaf plöturnar út. Efni á plötum

Beint í mark [safnplöturöð] – Efni á plötum

Beint í mark 1 – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SAFN 506 Ár: 1982 1. Alvin Stardust – A wonderful time up there 2. Matchbox – Heartaches by the number 3. Peter Sarstedt – Take off your clothes 4. Billy Bremner – Loud music in cars 5. Tenpole Tudor – Throwing my baby out with the…

Beitarhúsamenn (um 1970)

Beitarhúsamenn mun hafa verið tríó starfrækt í Kennaraskólanum á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Fyrir liggur að Jón Jónasson gítarleikari (Randver o.fl.) var í þessari sveit en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar.

Beiskar jurtir (1991-92)

Litlar sem engar upplýsingar finnast um tríóið sem þó hefur líkast til sungið trúarlega tónlist, en hugsast gæti að meðlimir þess hafi verið Gunnbjörg Óladóttir, Íris Guðmundsdóttir og Harpa Hallgrímsdóttir. Lesendur mættu gjarnan fylla inn í þær eyður sem hægt er.

Belfigor (1984-85)

Hljómsveitin Belfigor starfaði í Garðabænum í um eitt ár, frá hausti 1984 og fram á síðsumar 1985. Meðlimir sveitarinnar voru Helga Bryndís Magnúsdóttir hljómborðsleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari, Hilmar Jensson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Haukur Hauksson söngvari.

Belgrano hershöfðingi (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingar um hljómsveit af Vestfjörðum sem gekk undir nafninu Belgrano hershöfðingi, hverjir skipuðu hana, hvenær hún starfaði, hvar o.s.frv. Bretar sökktu argentínsku herskipi með þessu nafni í Falklandseyjastríðinu vorið 1982 og því eru meiri líkur en minni að sveitin hafi starfað eftir það.

Bellatrix [1] (1978-79)

Hljómsveitin Bellatrix starfaði í Vestmannaeyjum 1978-79 að minnsta kosti. Meðlimir þessarar sveitar voru Hlöðver Guðnason gítarleikari, Friðsteinn Vigfússon Waagfjörð trommuleikari, Sigurður Ingi Ólafsson gítarleikari, Kristín Runólfsdóttir söngkona og Kristinn Jónsson bassaleikari.

Benedikt Benediktsson (1928-2011)

Nafn Benedikts Benediktssonar söngvara telst varla meðal þeirra þekktustu í íslenskri tónlistarsögu en eftir hann liggur þó tuttugu laga plata. Benedikt fæddist vorið 1928 í Dölunum en hlaut þar ekkert sérstakt tónlistaruppeldi. Hann var kominn fram á fullorðins ár þegar sönghæfileikar hans uppgötvuðust en hann þótti afar góður söngmaður af nánast óskólagengnum manni að vera,…

Benedikt Benediktsson – Efni á plötum

Benedikt Benediktsson – Nú ríkir kyrrð Útgefandi: Benedikt Benediktsson Útgáfunúmer: BB 001 Ár: 1997 1. Kirkjuhvoll 2. Rósin 3. Þess bera menn sár 4. Nótt 5. Þó þú langförull legðir 6. Brúnaljós þín blíðu 7. Kata litla í Koti 8. Vöggubarnsins mál 9. Kvöldsöngur 10. Íslenskt vögguljóð á hörpu 11. Tónaflug 12. Gamalt lag 13.…

Ber (2002-04)

Hljómsveitin Ber var nokkuð áberandi um tíma í íslensku tónlistar- og skemmtanalífi þann tíma sem hún starfaði á árunum 2002 til 2004. Ber hafði verið stofnuð upp úr klofningi sem varð í hljómsveitinni Buttercup síðla árs 2001 en þá yfirgáfu söngkonan Íris Kristinsdóttir og trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson síðarnefndu sveitina og stofnuðu nýja í upphafi…

Berb (um 1972)

Unglingahljómsveitin Berb frá Ísafirði starfaði á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar, hugsanlega í eitt eða tvö ár. Stórsöngvarinn Helgi Björnsson var í þessari sveit sem mun hafa verið hans fyrsta hljómsveit, sem og Hörður Ingólfsson en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi þessarar merku sveitar.

Bergmál [1] (1975)

Sumarið 1975 var starfrækt hljómsveit á Húsavík undir nafninu Bergmál. Allar upplýsingar um þessa sveit, starfstíma, meðlimi o.s.frv. óskast sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 29. júní 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fjörutíu og níu ára í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett var…

Afmælisbörn 28. júní 2018

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fjörutíu og níu ára gömul í dag. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl…

Afmælisbörn 27. júní 2018

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er tuttugu og átta ára í dag en hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó starfrækt…

Afmælisbörn 26. júní 2018

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag og það er í þekktari kantinum: Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar hans Jóns míns á afmæli í dag en hann er fimmtíu og tveggja gamall. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu með…

Afmælisbörn 25. júní 2018

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti afmæli á þessum degi en hún lést 1995, níræð að aldri. María (f. 1905) var af miklu söngfólki komin og söng t.a.m. oft með systkinum sínum bæði opinberlega sem og á plötum. Hún lagði stund á söngnám í Þýskalandi og starfaði þar…

Afmælisbörn 24. júní 2018

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á tuttugu og ní ára afmæli á þessum degi. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur vakið athygli undanfarið fyrir tónlist sína en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis…

Afmælisbörn 23. júní 2018

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…

Afmælisbörn 22. júní 2018

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á fimmtíu og sex ára afmæli. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur hafa komið…

Baun (1995-96)

Hljómsveit að nafni Baun starfaði í Þorlákshöfn veturinn 1995 til 96 að minnsta kosti. Meðlimir Baunar voru Jón Óskar Erlendsson bassaleikari, Ágúst Örn Grétarsson söngvari, Olav Veigar Davíðsson trommuleikari og Ottó Freyr Jóhannsson gítarleikari. Þannig skipuð var sveitin skráð til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar en af einhverjum ástæðum mætti hún ekki, að öllum líkindum hefur…

Baunagrasið (1992-93)

Jóhannes Pétur Davíðsson (1971-2013) gaf út plötu undir aukasjálfinu Baunagrasið, sú plata fór þó ekki hátt. Jóhannes sem var gullsmiður að mennt hafði fengist við gítarkennslu, rekið hljóðverið Hljóðmúrinn um tíma auk þess að reka skemmtistaði, m.a. Jollygood (áður Hollywood) þegar hann hóf að taka upp frumsamið efni undir nafninu Baunagrasið og haustið 1992 kom…

Baunagrasið – Efni á plötum

Baunagrasið – Loksins Útgefandi: Hljóðmúrinn Útgáfunúmer: ST.02 CD Ár: 1993 1. Waiting for you 2. Ein gin 3. Vinddúkkulagið 4. Rúnturinn 5. Eins og þú 6. Ástarlagið 7. That is the the way 8. Kæri vinur Flytjendur: Jóhannes P. Davíðsson – söngur og gítar Kristinn Gallacher – bassi Júlíus Agnarsson – trommur Daníel Arason –…

BÁM-tríóið (1978-79)

BÁM-tríóið (B.Á.M. tríóið) var starfandi á Egilsstöðum veturinn 1978-79 og lék á skemmtunum austanlands þann veturinn. Meðlimir BÁM-tríósins voru Bjarni Helgason trommuleikari, Árni Ísleifsson hljómborðsleikari og Magnús Einarsson hljómborðs- og harmonikkuleikari en nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þeirra félaga.

Bárðarbúðarböðlarnir (1982-)

Bárðarbúðarböðlarnir hafa starfað með löngum hléum allt frá árinu 1982 og jafnvel lengur en sveitin er vinahópur sem spilar einstöku sinnum við hátíðleg tilefni. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en árið 1982 sendi hún frá sér tuttugu laga plötu sem hafði að geyma efni sem tekið var upp í partíum á Snæfellsnesinu…

Bárðarbúðarböðlarnir – Efni á plötum

Bárðarbúðarböðlarnir – Afurðir: Bárðarbúðarböðlarnir „live“ í Ásgarði Útgefandi: Roth útgáfan Útgáfunúmer: Pöpul 1s Ár: 1982 1. Kyljustef 2. Hér búa Sandarar 3. Gonsavísur 4. Ugliest part 5. Love song 6. I’ve been thinking about you 7. Hvað ert þú að gera Hellissandur? 8. Litlir menn 9. Fingraspil 10. Ég hrópa, ég hrópa 11. Húsablús 12.…

Bárubúð [tónlistartengdur staður] (1899-1945)

Bárubúð (Báran) var lengi vel helsti samkomustaður Reykvíkinga og um leið tónleikasalur en húsið var eitt af örfáum slíkum sem hentaði til samkomuhalds í höfuðborginni. Það var sjómannafélagið Báran (eitt af allra fyrstu verkalýðsfélögunum hérlendis, stofnað 1894) sem lét byggja húsið við Vonarstræti á árunum 1899-99 en það stóð við norðvestur horn Tjarnarinnar, þar sem…

Básúnukvartettinn (1981)

Básúnukvartettinn var skammlífur og kom í raun aðeins einu sinni fram, á djasstónleikum vorið 1981. Meðlimir Básúnukvartettsins voru bræðurnir Guðmundur R. Einarsson og Björn R. Einarsson, Oddur Björnsson sonur Björns og Árni Elfar.

Beathoven (1988)

Dúettinn Beathoven var framlag okkar Íslendinga í Eurovion söngvakeppninni vorið 1988 sem haldin var í Dublin á Írlandi. Söngvarinn Stefán Hilmarsson hafði sungið lag og texta Sverris Stormskers, Þú og þeir, til sigurs í undankeppni Eurovision hér heima og þegar ljóst var að þeir félagar færu sem fulltrúar Íslands í lokakeppnina tóku þeir upp nafnið…

Beaverly brothers (1996)

Beaverly brothers var skammlífur dúett starfandi vorið 1996 en hann skipuðu tveir landskunnir tónlistarmenn, Björn Jr. Friðbjörnsson og Richard Scobie. Þeir félagar komu fram í nokkur skipti á höfuðborgarsvæðinu.

Bee spiders (1995-96)

Hljómsveitin Bee spiders úr Mosfellsbænum er einna helst þekktust fyrir að innihalda Jón Þór Birgisson (Jónsa í Sigur rós) en það virðist útbreiddur misskilningur að sveitin hafi verið einhvers konar undanfari Sigur rósar. Bee spiders var stofnuð snemma árs 1995, keppti í Músíktilraunum þá um vorið og lék þá það sem þeir sögðu sjálfir vera…

The BEES (1987-88)

The BEES var söngkvartett sem settur var saman fyrir söngsýninguna Allt vitlaust sem sett var á svið í febrúar 1987 á Broadway. Meginþemað í tónlistinni var rokk frá árunum 1955-62 en tugir tónlistarmanna og dansara tóku þátt í sýningunni. Söngvararnir fjórir voru þau Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir og mynduðu upphafsstafir…

Afmælisbörn 21. júní 2018

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötíu og eins árs afmæli í dag. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur…

Afmælisbörn 20. júní 2018

Tvö afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Ágústa (Aðalheiður) Ágústsdóttir sópransöngkona frá Þingeyri er áttatíu og eins árs gömul í dag. Hún nam söng og fiðluleik hér heima og í Þýskalandi, hefur haldið tónleika á Íslandi og erlendis en hefur starfað mestmegnis hér heima, hún stjórnaði m.a. Samkór Ísafjarðarsýslu á sínum tíma. Eftir Ágústu…

Afmælisbörn 19. júní 2018

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er fimmtíu og níu ára gamall en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum sem Afi…

Afmælisbörn 18. júní 2018

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á…

Afmælisbörn 17. júní 2018

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í…

Afmælisbörn 16. júní 2018

Þrjú afmælisbörn dagsins eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal hvatamaður þess að Jónas Helgason síðar Dómorganisti fór…

Afmælisbörn 15. júní 2018

Í dag eru tvö afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) er sextíu og sex ára gamall. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum þar…

Bastillan (1970)

Svo virðist sem hljómsveit hafi verið starfandi árið 1970 undir nafninu Bastillan. Allar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni

Bassar (1964-65)

Hljómsveitin Bassar starfaði á árunum 1964 og 65 á Akureyri, hugsanlega byrjaði hún jafnvel örlítið fyrr. Heimildir um þessa sveit eru mjög takmarkaðar og ekki liggja fyrir nema upplýsingar um tvo meðlimi hennar, þeir voru Vilhelm V. Steinþórsson gítarleikari og Árni Þorvaldsson. Frekari upplýsingar um Bassa frá Akureyri óskast sendar Glatkistunni.

Basil fursti (1978-80)

Basil fursti var nokkuð þekkt ballhljómsveit á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar en hún skartaði þá m.a. söngvaranum Eiríki Haukssyni sem þá var að stíga sín fyrstu spor í tónlistarbransanum. Það voru þeir bræður Andri Örn Clausen söngvari og gítarleikari og Michael Clausen gítarleikari, Jón Karl Ólafsson hljómborðsleikari (síðar athafnamaður), Erlingur Kristmundsson trommuleikari og…

Bartar (um 1990)

Hljómsveit að nafni Bartar (Sideburns) starfaði á Akureyri í kringum 1990, hvenær nákvæmlega liggur þó ekki fyrir. Meðlimir Barta voru Tómas Hermansson söngvari [?], Borgar Magnason bassaleikari [?], Jón Egill Gíslason [?] og Björn Þór Sigbjörnsson [?]. Sveitin mun aldrei hafa komið fram opinberlega.

Barrokk [1] (1987)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði að öllum líkindum í Vík í Mýrdal árið 1987. Sveit þessi var áreiðanlega starfandi mun lengur en það eina ár, aukinheldur sem engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar. Allar mögulegar upplýsingar um þessa sveit óskast því sendar Glatkistunni.

Barrock (1975)

Hljómsveitin Barrock starfaði í nokkra mánuði árið 1975. Sveitin var stofnuð í ársbyrjun 1975 og voru meðlimir hennar í upphafi Björgvin Björgvinsson trommuleikari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari og Ásgeir Ásgeirsson orgel- og píanóleikari en fljótlega kom Skúli Björnsson gítarleikari inn. Nokkru eftir það bættist í hópinn Bjarni Össurarson söngvari. Þannig skipuð starfaði Barrock til hausts en…

Barrelhouse Blackie (1957-60)

Söngvarinn Bjarni Guðmundsson kom fram í fjölmörg skipti á árunum 1957 til 60 undir aukasjálfinu Barrelhouse Blackie. Bjarni, sem kom úr Hafnarfirðinum var sjómaður og hafði eitthvað sungið með hljómsveitum, á rokkskemmtun haustið 1957 kom hann hins vegar í fyrsta skipti fram sem Barrelhouse Blackie en í því gervi málaði hann sig svartan í framan…

Barracuda (1994-95)

Rokksveitin Barracuda starfaði í um eitt og hálft ár um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og sendi frá sér eitt lag sem fékk nokkra spilun í útvarpi. Sveitin var stofnuð sumarið 1994 og voru meðlimir hennar Vernharður Bjarnason gítarleikari, Sveinn Arthúr Michaelsson gítarleikari, Jörgen Jörgensen bassaleikari, Styrmir B. Kristjánsson söngvari og Páll Hjörvar Bjarnason trommuleikari.…

Battery [2] (1993)

Battery var eins manns verkefni Ara Eldon en hann sendi frá sér þrjú lög undir þessu aukasjálfi á safnsnældunni Strump 2 árið 1993. Tónlistin var instrumental. Ekkert framhald varð á tónlistarsköpun Ara undir þessu nafni.

Baulandi baktería (1982)

Hljómsveitin Baulandi baktería var ein þeirra sveita sem kom að heimsmeti haustið 1982 þegar fjöldi hljómsveita spilaði í fjórtán sólarhringa á maraþontónleikum í Tónabæ á vegum SATT-samtakanna. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar.