Bastillan (1970)

Svo virðist sem hljómsveit hafi verið starfandi árið 1970 undir nafninu Bastillan. Allar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni

Bassar (1964-65)

Hljómsveitin Bassar starfaði á árunum 1964 og 65 á Akureyri, hugsanlega byrjaði hún jafnvel örlítið fyrr. Heimildir um þessa sveit eru mjög takmarkaðar og ekki liggja fyrir nema upplýsingar um tvo meðlimi hennar, þeir voru Vilhelm V. Steinþórsson gítarleikari og Árni Þorvaldsson. Frekari upplýsingar um Bassa frá Akureyri óskast sendar Glatkistunni.

Basil fursti (1978-80)

Basil fursti var nokkuð þekkt ballhljómsveit á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar en hún skartaði þá m.a. söngvaranum Eiríki Haukssyni sem þá var að stíga sín fyrstu spor í tónlistarbransanum. Það voru þeir bræður Andri Örn Clausen söngvari og gítarleikari og Michael Clausen gítarleikari, Jón Karl Ólafsson hljómborðsleikari (síðar athafnamaður), Erlingur Kristmundsson trommuleikari og…

Bartar (um 1990)

Hljómsveit að nafni Bartar (Sideburns) starfaði á Akureyri í kringum 1990, hvenær nákvæmlega liggur þó ekki fyrir. Meðlimir Barta voru Tómas Hermansson söngvari [?], Borgar Magnason bassaleikari [?], Jón Egill Gíslason [?] og Björn Þór Sigbjörnsson [?]. Sveitin mun aldrei hafa komið fram opinberlega.

Barrokk [1] (1987)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði að öllum líkindum í Vík í Mýrdal árið 1987. Sveit þessi var áreiðanlega starfandi mun lengur en það eina ár, aukinheldur sem engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar. Allar mögulegar upplýsingar um þessa sveit óskast því sendar Glatkistunni.

Barrock (1975)

Hljómsveitin Barrock starfaði í nokkra mánuði árið 1975. Sveitin var stofnuð í ársbyrjun 1975 og voru meðlimir hennar í upphafi Björgvin Björgvinsson trommuleikari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari og Ásgeir Ásgeirsson orgel- og píanóleikari en fljótlega kom Skúli Björnsson gítarleikari inn. Nokkru eftir það bættist í hópinn Bjarni Össurarson söngvari. Þannig skipuð starfaði Barrock til hausts en…

Barrelhouse Blackie (1957-60)

Söngvarinn Bjarni Guðmundsson kom fram í fjölmörg skipti á árunum 1957 til 60 undir aukasjálfinu Barrelhouse Blackie. Bjarni, sem kom úr Hafnarfirðinum var sjómaður og hafði eitthvað sungið með hljómsveitum, á rokkskemmtun haustið 1957 kom hann hins vegar í fyrsta skipti fram sem Barrelhouse Blackie en í því gervi málaði hann sig svartan í framan…

Barracuda (1994-95)

Rokksveitin Barracuda starfaði í um eitt og hálft ár um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og sendi frá sér eitt lag sem fékk nokkra spilun í útvarpi. Sveitin var stofnuð sumarið 1994 og voru meðlimir hennar Vernharður Bjarnason gítarleikari, Sveinn Arthúr Michaelsson gítarleikari, Jörgen Jörgensen bassaleikari, Styrmir B. Kristjánsson söngvari og Páll Hjörvar Bjarnason trommuleikari.…

Battery [2] (1993)

Battery var eins manns verkefni Ara Eldon en hann sendi frá sér þrjú lög undir þessu aukasjálfi á safnsnældunni Strump 2 árið 1993. Tónlistin var instrumental. Ekkert framhald varð á tónlistarsköpun Ara undir þessu nafni.

Baulandi baktería (1982)

Hljómsveitin Baulandi baktería var ein þeirra sveita sem kom að heimsmeti haustið 1982 þegar fjöldi hljómsveita spilaði í fjórtán sólarhringa á maraþontónleikum í Tónabæ á vegum SATT-samtakanna. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar.

Afmælisbörn 14. júní 2018

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrjátíu og eins árs gömul í dag. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og hefur…