Beint í mark [safnplöturöð] (1982)

Það er varla hægt að tala um safnplöturöð þegar safnplöturnar Beint í mark komu út en um var að ræða tvær plötur sem seldar voru saman á verði einnar. Meirihluti laganna var erlendur. Hljómplöturútgáfan Steinar gaf plöturnar út. Efni á plötum

Beint í mark [safnplöturöð] – Efni á plötum

Beint í mark 1 – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SAFN 506 Ár: 1982 1. Alvin Stardust – A wonderful time up there 2. Matchbox – Heartaches by the number 3. Peter Sarstedt – Take off your clothes 4. Billy Bremner – Loud music in cars 5. Tenpole Tudor – Throwing my baby out with the…

Beitarhúsamenn (um 1970)

Beitarhúsamenn mun hafa verið tríó starfrækt í Kennaraskólanum á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Fyrir liggur að Jón Jónasson gítarleikari (Randver o.fl.) var í þessari sveit en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar.

Beiskar jurtir (1991-92)

Litlar sem engar upplýsingar finnast um tríóið sem þó hefur líkast til sungið trúarlega tónlist, en hugsast gæti að meðlimir þess hafi verið Gunnbjörg Óladóttir, Íris Guðmundsdóttir og Harpa Hallgrímsdóttir. Lesendur mættu gjarnan fylla inn í þær eyður sem hægt er.

Belfigor (1984-85)

Hljómsveitin Belfigor starfaði í Garðabænum í um eitt ár, frá hausti 1984 og fram á síðsumar 1985. Meðlimir sveitarinnar voru Helga Bryndís Magnúsdóttir hljómborðsleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari, Hilmar Jensson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Haukur Hauksson söngvari.

Belgrano hershöfðingi (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingar um hljómsveit af Vestfjörðum sem gekk undir nafninu Belgrano hershöfðingi, hverjir skipuðu hana, hvenær hún starfaði, hvar o.s.frv. Bretar sökktu argentínsku herskipi með þessu nafni í Falklandseyjastríðinu vorið 1982 og því eru meiri líkur en minni að sveitin hafi starfað eftir það.

Bellatrix [1] (1978-79)

Hljómsveitin Bellatrix starfaði í Vestmannaeyjum 1978-79 að minnsta kosti. Meðlimir þessarar sveitar voru Hlöðver Guðnason gítarleikari, Friðsteinn Vigfússon Waagfjörð trommuleikari, Sigurður Ingi Ólafsson gítarleikari, Kristín Runólfsdóttir söngkona og Kristinn Jónsson bassaleikari.

Benedikt Benediktsson (1928-2011)

Nafn Benedikts Benediktssonar söngvara telst varla meðal þeirra þekktustu í íslenskri tónlistarsögu en eftir hann liggur þó tuttugu laga plata. Benedikt fæddist vorið 1928 í Dölunum en hlaut þar ekkert sérstakt tónlistaruppeldi. Hann var kominn fram á fullorðins ár þegar sönghæfileikar hans uppgötvuðust en hann þótti afar góður söngmaður af nánast óskólagengnum manni að vera,…

Benedikt Benediktsson – Efni á plötum

Benedikt Benediktsson – Nú ríkir kyrrð Útgefandi: Benedikt Benediktsson Útgáfunúmer: BB 001 Ár: 1997 1. Kirkjuhvoll 2. Rósin 3. Þess bera menn sár 4. Nótt 5. Þó þú langförull legðir 6. Brúnaljós þín blíðu 7. Kata litla í Koti 8. Vöggubarnsins mál 9. Kvöldsöngur 10. Íslenskt vögguljóð á hörpu 11. Tónaflug 12. Gamalt lag 13.…

Ber (2002-04)

Hljómsveitin Ber var nokkuð áberandi um tíma í íslensku tónlistar- og skemmtanalífi þann tíma sem hún starfaði á árunum 2002 til 2004. Ber hafði verið stofnuð upp úr klofningi sem varð í hljómsveitinni Buttercup síðla árs 2001 en þá yfirgáfu söngkonan Íris Kristinsdóttir og trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson síðarnefndu sveitina og stofnuðu nýja í upphafi…

Berb (um 1972)

Unglingahljómsveitin Berb frá Ísafirði starfaði á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar, hugsanlega í eitt eða tvö ár. Stórsöngvarinn Helgi Björnsson var í þessari sveit sem mun hafa verið hans fyrsta hljómsveit, sem og Hörður Ingólfsson en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi þessarar merku sveitar.

Bergmál [1] (1975)

Sumarið 1975 var starfrækt hljómsveit á Húsavík undir nafninu Bergmál. Allar upplýsingar um þessa sveit, starfstíma, meðlimi o.s.frv. óskast sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 29. júní 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fjörutíu og níu ára í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett var…