Ber (2002-04)

Ber

Hljómsveitin Ber var nokkuð áberandi um tíma í íslensku tónlistar- og skemmtanalífi þann tíma sem hún starfaði á árunum 2002 til 2004.

Ber hafði verið stofnuð upp úr klofningi sem varð í hljómsveitinni Buttercup síðla árs 2001 en þá yfirgáfu söngkonan Íris Kristinsdóttir og trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson síðarnefndu sveitina og stofnuðu nýja í upphafi nýs árs (2002). Aðrir meðlimir hinnar nýju sveitar voru Birkir Rafn Gíslason gítarleikari, Ómar Freyr Kristjánsson bassaleikari og Ólafur Már Svavarsson hljómborðsleikari.

Ber fór þegar á fullt að kynna sig og fljótlega sendi hún frá sér tvö lög á safnplötum, Sef ekki í neinu (Svona er sumarið 2002) og Pínulítið meir (Pottþétt 27). Fyrrnefnda lagið náði nokkrum vinsældum og náði sveitin flugi á ballmarkaðnum um sumarið og reyndar eitthvað áfram fram eftir árinu 2003. Síðan smám saman fjaraði undan sveitinni og hún hætti störfum árið 2004