Ber að ofan (1990-91)

engin mynd tiltækHljómsveitin Ber að ofan var sex manna reykvísk sveit, starfandi 1990 og keppti það árið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ágúst Orri Sveinsson trommuleikari, Agnar Már Magnússon hljómborðsleikari, Karl Jóhann Bridde söngvari, Óttar Guðnason bassaleikari, Pétur Valgarð Pétursson gítarleikari og Gunnar Þór Möller gítarleikari. Sveitin komst í úrslit keppninnar.

Árið eftir átti sveitin lag á safnplötunni Húsið en þá höfðu orðið mannabreytingar á henni, Guðmundur Pálsson var þá söngvari í stað Karls Jóhanns, Ómar Guðnason var orðinn trommuleikari og Ólafur Kristjánsson var nýr bassaleikari en Óttar hafði þá fært sig yfir á gítar í stað Péturs Valgarðs sem hafði hætt. Ríkharður Freyr [?] hljómborðsleikari lék einnig með sveitinni 1991.
Ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi Ber að ofan starfaði.