Babadú (1984-85)

Hljómsveitin Babadú (Ba ba dú) starfaði á árunum 1984 og 85 og innihélt framan af söngkonuna Hildi Júlíusdóttur. Sveitin lék undir á plötu Rokkbræðra sem út kom 1985. Meðlimir sveitarinnar voru Rafn Jónsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari (Eik, Bítlavinafélagið o.fl.), Sigurður Dagbjartsson gítarleikari, Einar Bragi Bragason saxófónleikari (Stjórnin o.fl.) og Ástvaldur Traustason hljómborðsleikari (Sálin hans…

Bad boys (1982-86)

Hljómsveitin Bad boys frá Sauðárkróki starfaði á árunum 1982-86 og keppti m.a. í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983. Þar komst sveitin í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Gíslason söngvari (síðar Eurovision-fari), Svavar Sigurðsson gítarleikari, Árni Þór Þorbjörnsson bassaleikari, Birkir Guðmundsson hljómborðsleikari, Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari og Karl Jónsson trommuleikari. Þeir voru þá allir á grunnskólaaldri. Sveitin starfaði…

Baddi á Hól

Baddi á Hól (hugsanlega hét hann Bjarni Guðmundsson og var frá Hóli í Hafnarfirði) var ungur rokksöngvari á síðari hluta sjötta áratugar tuttugustu aldar sem sérhæfði sig í að stæla Jerry Lee Lewis, hann er t.a.m. auglýstur sem skemmtiatriði á árshátíð haustið 1959 en annars er litlar heimildir um hann að finna.

Baðverðirnir (1982-83)

Hljómsveitin Baðverðirnir var starfrækt af þeim bræðrum, Mike og Dan Pollock auk Gunnþórs Sigurðssonar bassaleikara 1983 og fram á vor 1984. Sveitin spilaði nokkrum sinnum á því tímabili og má segja að helsti smellur sveitarinnar hafi verið Það er kúkur í lauginni, en það var þó ekki eitt af fjórum lögum sem sveitin tók upp…

Baked fresh (2000-01)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Baked fresh aðrar en að hún var starfandi í kringum aldamótin 2000, líklega eitthvað fram á árið 2001 en önnur sveit, Bob var stofnuð upp úr henni. Upplýsingar um sveitina væru vel þegnar.

Band eight (1986)

Band eight (eða Band 8) var átta manna hljómsveit og innihélt meðlimi sem allir voru í 8. bekk í grunnskólanum á Siglufirði um miðjan níunda áratug 20. aldar. Nafn sveitarinnar hafði auk tölunnar 8, að geyma skírskotun til Band-aid tónleikanna sem haldnir voru 1985. Lítið er vitað um sveitina en hún hafði m.a. Að geyma…

Band nútímans (1982-85)

Hljómsveitin Band nútímans starfaði í Kópavogi á árunum 1982-85 og vakti töluverða athygli á sínum tíma, einkum fyrir að lenda í öðru til þriðja sæti í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983 ásamt Þarmagustunum en Dúkkulísurnar sigruðu það árið. Í kjölfar árangursins í Músíktilraununum kom út lag með sveitinni á safnplötunni SATT 3. Sveitin sem spilaði nýrómantík…

Bandalagið (1983-85)

Akureysk hljómsveit að nafni Bandalagið starfaði 1984-85 og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar seinna árið, ári fyrr hafði hún einnig tekið þá í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina en hafði ekki erindi sem erfiði í þessum tveimur keppnum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigfús Óttarsson trommuleikari (Baraflokkurinn, Jagúar o.fl.), Karl Örvarsson söngvari (Stuðkompaníið, Eldfuglinn o.fl.), Jósep…

Baphomet (1991-93)

Hljómsveitin Baphomet var ein þeirra sveita sem tók þátt í dauðarokksvakningunni upp úr 1990. Sveitin kom frá Akureyri og var líklega stofnuð 1991, hún spilaði nokkur norðanlands það ár. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1992, þá skipuð þeim Agnari Hólm Daníelssyni söngvara og bassaleikara, Viðari Sigmundssyni gítarleikara og Páli Ásgeirssyni trommuleikara. Sveitin komst í úrslit…

Baron blitz (1986)

Þessi hljómsveit var stofnuð vorið 1986 og keppti fljótlega í Músíktilraunum Tónabæjar en komst reyndar ekki í úrslit. Sveitin spilaði eins konar þungt rokk og hafði verið stofnuð upp úr Sweet pain. Að öðru leyti liggja ekki fyrir upplýsingar um sveitina.

Bar 8 [2] (1992-93 / 1999)

Hljómsveitin Bar 8 (Barátta) úr Kópavogi tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1992 og var þá skipuð þeim Carl Johan Carlssyni gítarleikara, Arnþór Þórðarsyni bassaleikara, Steinarri Loga Nesheim söngvara (Kung fú o.fl.), Hannesi H. Friðbjarnarsyni trommuleikara (Buff o.fl.) og Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni gítarleikara (Menn ársins o.fl.). Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar en starfaði áfram…

Batterí (1988-89)

Þungarokkhljómsveitin Batterí (Battery) kom frá Akranesi og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar 1989. Meðlimir voru þá Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Sigurður Gíslason gítarleikari, Guðmundur Þórir Sigurðsson gítarleikari og Gautur Garðar Gunnlaugsson trommuleikari en Batterí hafði verið stofnuð upp úr annarri Skagasveit, Deja vu í lok árs 1988.

Bárujárn [1] (1992)

Hljómsveitin Bárujárn (hin fyrsta) var stofnuð um mitt sumar 1992 en hún hét áður Þjófar. Það er því líklegt að sömu sveitar-liðar hafi skipað Bárujárn og Þjófa en þeir voru Sigurjóns Skæringsson söngvari, Tryggvi Hübner gítarleikari, Magnús Axel Hansen gítarleikari, Bergur M. Hallgrímsson bassaleikari og Þórður Heiðar Jónsson trommuleikari. Sveitin varð líklega skammlíf því ekkert…

Be not (2000-08)

Hafnfirska hljómsveitin Be not var starfandi 2000, keppti það ár í Músíktilraunum en komst ekki í úrslitin. Friðbjörn Oddsson söngvari og gítarleikari, Brynjar Geirsson gítarleikari, Jóhann Hjaltason bassaleikari og Ingólfur Arnarson trommuleikari skipuðu sveitina. Sveitin starfaði lengi eftir þetta og var Logi Geirsson (síðar handknattleiksmaður) bróðir Brynjars, eitthvað viðloðandi sveitina, spilaði líklega á gítar í…

Beatniks [1] (1961-63)

Hljómsveitin Beatniks frá Keflavík var starfrækt 1961-63 og hafði á að skipa ekki ómerkari mönnum en Þorsteini Eggertssyni söngvara (og síðar einum afkastamesta textahöfundi landsins) og Eggert Kristinssyni trommuleikara (Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Hljómar o.fl.). Guðrún Frederiksen söng einnig með sveitinni en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Edward Frederiksen píanóleikari, Björn Jónsson Haukdal gítarleikari og Eiríkur Sigtryggsson…

Beefcake (1998)

Hljómsveitin Beefcake var starfandi 1998 og tók það árið þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1998, sem gefin var út í kjölfarið. Meðlimir sveitarinnar voru Magni Freyr Guðmundsson söngvari, Guðmundur Freyr Vigfússon bassaleikari, Valgeir Sigurðsson gítarleikari og Ólafur Ingólfsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um Beefcake.

Bel canto (1981-86)

Bel canto kórinn úr Garðabæ var skipaður ungu söngfólki sem áður hafði verið í Skólakór Garðabæjar en kórinn var stofnaður 1981. Bel canto kórinn sótti fyrirmynd sína til Ítalíu en bel canto er söngstíll sem margir hafa tileinkað sér, til er fjöldi kóra um heim allan sem starfa undir merkjum bel canto en kórinn úr…

Bendix [1] (1966-68 / 1971-75)

Hljómsveitin Bendix úr Hafnarfirði er hvað þekktust fyrir að vera fyrsta sveitin sem Björgvin Halldórsson var í. Sveitin var stofnuð 1966 af Ágústi Ragnarssyni söngvara, Gunnari Eyþóri Ársælssyni gítarleikara og söngvara (d. 1988), Viðari Sigurðssyni gítarleikara og söngvara (d. 1991), Finnboga Aðalsteinssyni trommuleikara og Pétri Stephensen bassaleikara og söngvara, sveitin var eiginleg skólahljómsveit í Flensborgarskóla.…

Benedikt Elfar (1892-1960)

Nafn Benedikts Elfar tenórsöngvara er e.t.v ekki það þekktasta í dag en hann er einn af frumkvöðlum íslenskrar tónlistarsögu þegar kemur að söng og söngkennslu. Benedikt (Árnason) Elfar (f. 1892) fæddist við Eyjafjörðinn, lauk gagnfræðiprófi á Akureyri og fluttist síðan til Reykjavíkur til að ljúka stúdentsprófi áður en hann fór í guðfræði við Háskóla Íslands.…

Bensidrín (1999-2002)

Bensidrín var hornfirsk pönksveit starfandi 1999 en þá keppti hún í Músíktilraunum, komst áfram í úrslit en hafði þar ekki erindi sem erfiði. Meðlimir sveitarinnar voru þá Arnar Freyr Björnsson söngvari, Friðrik Jónsson gítarleikari, Hafsteinn Haraldsson söngvari, Jón Karl Jónsson gítarleikari, Páll Birgir Jónsson trommuleikari og Rögnvaldur Ómar Reynisson bassaleikari. Sveitin starfaði eitthvað áfram, líklega…

Benny Crespo’s gang (2003 – )

Hljómsveitin Benny Crespo‘s Gang var stofnuð á Selfossi haustið 2003 af þeim Magnúsi Öder Kristinssyni bassaleikara (Stoneslinger), Helga Rúnari Gunnarssyni söngvara og gítarleikara, Magnúsi Guðmundssyni gítarleikara (Veðurguðirnir, Hölt hóra o.fl.) og Birni (Bassa) Sigmundi Ólafssyni trommuleikara (Stoneslinger, Envy of nova o.fl.), sá síðastnefndi er sonur Ólafs Þórarinssonar (Labba í Glóru). Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir söngvari, gítar-…

Ber að ofan (1990-91)

Hljómsveitin Ber að ofan var sex manna reykvísk sveit, starfandi 1990 og keppti það árið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ágúst Orri Sveinsson trommuleikari, Agnar Már Magnússon hljómborðsleikari, Karl Jóhann Bridde söngvari, Óttar Guðnason bassaleikari, Pétur Valgarð Pétursson gítarleikari og Gunnar Þór Möller gítarleikari. Sveitin komst í úrslit keppninnar. Árið eftir átti sveitin lag…

Berglind Bjarnadóttir (1957-86)

Berglind (Linda) Bjarnadóttir var efnileg söngkona, einna þekktust fyrir framlag sitt með Lítið eitt, en örlög hennar urðu önnur en ætlað var. Berlind (fædd 1957) ólst upp í Hafnarfirði og var einn stofnmeðlima Kórs Öldutúnsskóla 1965 en með kórnum fór hún í nokkrar utanlandsferðir, hún var fyrsti einsöngvari kórsins þá ellefu ára gömul. Hún þótti…

Bít (1999-)

Hljómsveitin Bít var stofnuð 1999 á Hellissandi og hafði reyndar starfað nokkrum árum áður undir nafninu Bros. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurbjörg Hilmarsdóttir söngkona, Þorkell Cýrusson gítarleikari, Loftur Vignir Bjarnason bassaleikari, Reynir Rúnar Reynisson trommuleikari og Örn Arnarson hljómborðsleikari. Þessi sveit hefur víða leikið á dansleikjum á Snæfellsnesi og gæti verið ennþá starfandi.

Bítlarnir [3] (1992)

Hljómsveitin Bítlarnir voru starfandi 1992 en það ár kom út lag með þeim á safnplötunni Lagasafnið 1: Frumafl. Meðlimir Bítlanna voru Tryggvi Hübner gítarleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Elías Sveinsson söngvari. Í því lagi sungu Arnar Freyr Gunnarsson og Kristján Hreinsson bakraddir en ekki er ljóst hvort þeir voru í hljómsveitinni. Ekki…

BG og Ingibjörg (1955-95)

Þegar talað er um hljómsveitina BG og Ingibjörgu frá Ísafirði er eiginlega um að ræða nokkrar sveitir, allar þó undir stjórn Baldurs Geirmundssonar, starfandi um fjörtíu ára skeið. Upphafið má rekja til tríósins BKB sem ku hafa verið fyrsta hljómsveitin sem Baldur starfrækti. Það var nokkru fyrir 1960, líklega um miðjan sjötta áratuginn. Upphaflegu meðlimir…

Beri Beri (1982)

Beri Beri úr Kópavogi (1982) var í raun sama sveit og Geðfró, meðlimir voru Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Gunnar L. Hjálmarsson (Dr. Gunni) bassaleikari, Haukur Valdimarsson trommuleikari og Guðjón Steingrímur Birgisson gítarleikari. Nafnið Beri beri kemur úr lagi með hljómsveitinni Tappa tíkarrass. Sveitin varð ekki langlíf undir þessu nafni og sagan segir ýmist að forsprakki hópsins,…

Bendix [2] (1992)

Hljómsveitin Bendix mun hafa verið starfandi innan Menntaskólans í Reykjavík í kringum 1992. Ekki er vitað um meðlimi hennar.

Beatniks [2] (1965-66)

Reykvíska hljómsveitin Beatniks (hin síðari) var ein af hinum svokölluðu bítlasveitum en hún var og hét á árunum 1965-66. Beatniks var skipuð nokkrum þekktum einstaklingum eins og Einari Vilberg sem átti eftir að starfa nokkuð við tónlist á næstu árum, Árna Þórarinssyni trommuleikara (síðar blaðamaður og rithöfundur svo fátt eitt sé nefnt) og Ingimundi Sigurpálssyni…

Bandormarnir (1987)

Hljómsveitin Bandormarnir kom úr Kópavogi og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1987. Meðlimir sveitarinnar voru Haraldur Gunnlaugsson gítarleikari, Pétur Jensen bassaleikari, Sævar Örn Björgvinsson trommuleikari, Sigurður Jónsson söngvari og hljómborðsleikari og Bengt Marinósson gítarleikari. Sveitin komst ekki í úrslit tilraunanna og ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um hana.

Bag of joys (1992-97)

Breiðholtssveitin Bag of joys var stofnuð haustið 1992 (á einhverju djammi) en byrjaði ekki að æfa fyrr en tveimur árum síðar, og kom reyndar fyrst fram opinberlega vorið 1995 eftir að fyrsta útgáfa hennar kom út en það var spólan Minnir óneitanlega á Grikkland, sem kom út í fjörtíu eintökum snemma árs. Þó svo að…

Björgvin Guðmundsson (1891-1961)

Björgvin Guðmundsson tónskáld var einn þeirra tónlistarmanna sem þurfti að berjast alla ævi fyrir viðurkenningu starfs síns en hlaut hana þó að lokum, eftir áratuga baráttu. Björgvin fæddist við Vopnafjörð (f. 1891) og fékk snemma áhuga á tónlist, aðstæður heima fyrir hjálpuðu lítt til við að virkja þann áhuga en þó gat niðursetningur (eldri kona)…

Blackmail (1993-95)

Hljómsveitin Blackmail var starfandi á Siglufirði seint á síðustu öld en árið 1995 sendi sveitin frá sér lag á safnplötunni Sándkurl 2. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Gottskálk Kristjánsson söngvari, Ásgrímur Antonsson trommuleikari, Sigþór Ægir Frímannsson gítarleikari og Jón Svanur Sveinsson bassaleikari. Víðir Vernharðsson gítarleikari bættist síðan í hópinn og í upptökunum á Sándkurli var hljómborðsleikarinn…

Blackson brothers (1989)

Hljómsveit með þessu starfaði á Akureyri snemma árs 1989. Engar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit og eru því vel þegnar.

Blautir dropar (1991-92)

Blautir dropar er hljómsveit úr Reykjavík sem starfaði um og eftir 1990, og innihélt Stefán Henrýsson hljómborðsleikara (Sóldögg o.fl.), Arnþór Örlygsson gítarleikara (Addi 800), Erlend Eiríksson söngvara, Gunnar Þór Eggertsson gítaraleikara (Vinir vors og blóma, Land og synir o.fl.) og Brynjar Reynisson bassaleikara. Þannig skipuð átti sveitin lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út…

Bláa bílskúrsbandið (1987)

Bláa bílskúrsbandsins verður fyrst og síðast minnst fyrir að innihalda gítarleikarann Guðmund Pétursson ungan að árum. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum 1987, þá skipuð þeim Guðmundi, Birni Loga Þórarinssyni bassaleikara og Guðvini Flosasyni trommuleikara, en komst ekki í úrslit keppninnar. Bláa bílskúrsbandið spilaði eitthvað saman eftir Músíktilraunirnar og mun hafa bætt við sig gítarleikara en…

Bláeygt sakleysi (1993)

Bláeygt sakeysi er hljómsveit sem átti lag á safnplötunni Lagasafnið 3 sem út kom 1993, þá var sveitin skipuð þeim Baldvini Hrafnssyni gítarleikara, Sigurði Gíslasyni gítarleikara, Rúnari Guðjónssyni bassaleikara, Bjarka Rafni Guðmundssyni trommuleikara og Rúnari Ívarssyni söngvara en einnig spilaði Þórir Úlfarsson á hljómborð, hugsanlega hefur hann þó ekki verið í sveitinni. Sama ár átti…

Blástakkatríóið (1939-41)

Blástakkatríóið (einnig kallað Blástakkar) er að öllum líkindum fyrsta svokallaða þjóðlagatríó Íslands þótt ekki einskorðuðu þeir sig við þjóðlög. Tríóið sem skipað var fyrrum nemendum úr Verzlunarskólanum kom fyrst fram 1939 og starfaði um tveggja ára skeið, meðlimir þess voru Ólafur Beinteinsson, Gunnar Ásgeirsson og Sveinn Björnsson en þeir Gunnar og Sveinn urðu síðar kunnir…

Blátt áfram [1] (1987-88)

Hljómsveitin Blátt áfram var skipuð ungum meðlimum 1987-88 og kom fyrst fram opinberlega í hljómsveitakeppninni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987, hvar hún lenti í öðru sæti á eftir Nýdanskri. Litlar upplýsingar hafa fundist um sveitina aðrar en að trommuleikari hennar færði sig á gítar þegar nýr trymbill, Ingólfur Sigurðsson (Rauðir fletir) gekk til liðs við…

Blátt áfram [2] (1995-2004)

Pöbbadúettinn Blátt áfram starfaði á árunum 1995-2004 með hléum, og gæti í raun hafa starfað enn lengur. Meðlimir hans voru Sigurður Már [?] og Sigurður Guðfinnsson sem báðir léku á gítara og sungu. Blátt áfram lék nær eingöngu á pöbbum höfuðborgarsvæðisins.

Blimp (1992-93)

Hljómsveitin Blimp spilaði rokk í harðari kantinum og keppti í Músíktilraunum 1992, þá var sveitin skipuð þeim Svavari Pétri Eysteinssyni gítarleikara, Hauki M. Einarssyni trommuleikara, Ásgeir Ó. Sveinssyni bassaleikara og Hilmari Ramos söngvara. Sveitin sem kom úr Reykjavík (Breiðholtinu) hafði verið stofnuð 1991 en hún spilaði áfram fram á sumar 1993 og hætti líklega störfum…

Blues akademían (2008-)

Blues akademían er eins og nafnið gefur til kynna blússveit, starfandi 2008. Meðlimir Blues akademíunnar eru þeir Pjetur Stefánsson söngvari og gítarleikari, Páll Pálsson bassaleikari, Tryggvi Hübner gítarleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari og Sigurður Sigurðsson söngvari og munnhörpuleikari. Sveitin mun vera starfandi ennþá.

Blöndustrokkarnir (1990)

Hljómsveitin Blöndustrokkarnir var starfrækt í Eiðaskóla 1990 og keppti það árið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Benedikt Páll Magnússon bassaleikari, Jónas Sigurðsson trommuleikari (Sólstrandargæjarnir), Björn Þór Jóhannsson gítarleikari og Ester Jökulsdóttir söngkona. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilrauna.

Bóbó Pjeturs og fjölskylda (1969-70)

Hljómsveitin Bóbó Pjeturs og fjölskylda starfaði í Menntaskólanum að Laugarvatni veturinn 1969-70 og var þar eins konar skólahljómsveit. Meðlimir hennar voru Halldór Gunnarsson (síðar Þokkabót), Viðar Jónsson, Ólafur Örn Ingólfsson, Þórólfur Guðnason og Smári Geirsson, sá síðast taldi var trommuleikari en óljóst er hvaða hlutverki hinir höfðu að gegna í hljómsveitinni.

Boo coo movement (2003-04)

Boo coo movement var starfandi 2003 – 4 og var í upphafi dúett þeirra Þóris Georgs Jónssonar og [?], leiðir skildu síðan og Þórir Georg hélt áfram að starfa einn undir þessu nafni um tíma eða þar til hann hóf að kalla sig My summer as salvation soldier. Einhverjar upptökur liggja eftir Boo coo movement…

Boogie knights (2001-)

Boogie knights er hliðarverkefni nokkurra þekktra tónlistarmanna úr poppgeiranum. Sveitin hefur verið starfandi frá 2001 og kemur saman við góð tækifæri en meðlimir hennar hafa verið Sigurður Rúnar Samúelsson (Írafár o.fl.) bassaleikari, Arngrímur Fannar Haraldsson (Skítamórall) gítarleikari, Jóhann Bachmann (Skítamórall, Írafár o.fl.) trommuleikari og fleiri, Herbert Viðarsson bassaleikari mun einnig hafa leikið með sveitinni um…

Brainchild (1993)

Hljómsveit starfandi 1993 en það ár átti hún lag á safnplötunni Íslensk tónlist 1993. Ekki liggja fyrir neinar frekari upplýsingar um sveitina en þær væru vel þegnar.

Bros (1991-99)

Hljómsveitin Bros var stofnuð síðla árs 1991 á Hellissandi. Stofnmeðlimir voru Loftur Vignir Bjarnason bassaleikari, Þorkell Cýrusson gítarleikari og Örn Arnarson hljómborðsleikari. Fljótlega bættist trommuleikarinn Reynir Rúnar Reynisson í hópinn, auk Sirrýjar Gunnarsdóttur söngkonu. Öll sungu þau reyndar á böllum en sveitin spilaði all nokkuð á dansleikjum á sínum tíma. Þegar Sirrý hætti í sveitinni um…

Bróðir Darwins (1989-91)

Bróðir Darwins var hljómsveit frá Akranesi sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar 1989 og lenti þar í þriðja sæti. Orri Harðarson gítarleikari var í þeirri hljómsveit og Anna Halldórsdóttir söngkona en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Logi Guðmundsson trommuleikari (Óðfluga) og Karl Lilliendahl bassaleikari. Þetta var einhvers konar nýbylgjusveit. 1991 átti sveitin lag á safnplötunni…

Brúðkaup Fígarós (1989)

Hljómsveitin Brúðkaup Fígarós var starfandi 1989 en þá tók sveitin þátt í Músíktilraunum. Meðlimir sveitarinnar voru Karl Olgeirsson hljómborðsleikari, Ásgeir Páll Ágústsson söngvari, Gísli Leifsson trommuleikari, Hallur Guðmundsson bassaleikari og Trausti Örn Einarsson gítarleikari. Sveitin komst ekki í úrslit.