Bar 8 [2] (1992-93 / 1999)

engin mynd tiltækHljómsveitin Bar 8 (Barátta) úr Kópavogi tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1992 og var þá skipuð þeim Carl Johan Carlssyni gítarleikara, Arnþór Þórðarsyni bassaleikara, Steinarri Loga Nesheim söngvara (Kung fú o.fl.), Hannesi H. Friðbjarnarsyni trommuleikara (Buff o.fl.) og Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni gítarleikara (Menn ársins o.fl.).
Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar en starfaði áfram þar til hún breytti um nafn ári síðar (1993) og kallaði sig þá Dead sea apple. Hún gerði garðinn frægan undir því nafni.
Bar 8 kom einu sinni saman og spilaði á heimaslóðum haustið 1999.