Cremation (1990-93)

engin mynd tiltækCremation var ein af þeim fjölmörgu dauðarokksveitum sem komu fram á sjónarsviðið upp úr 1990.

Sveitin tók þátt í Músíktilraunum 1992 og var þá skipuð þeim Ólafi Magnússyni gítarleikara, Ágústi H. Waage bassaleikara, Hilmari Elvarssyni gítarleikara og söngvara og Magnúsi K. Vignissyni trommuleikara. Sveitin stóð sig nokkuð vel og komst í úrslit Músíktilraunanna.

Árið eftir (1993) reyndi sveitin fyrir sér á nýjan leik í tilraunanna með eitthvað breytta liðsskipan, Ólafur, og Ágúst voru enn til staðar og Morgunblaðið segir Magnús Kárason hafa verið trommuleikara [annað hvort nafn trommuleikarans gæti verið rangt] en einnig var í Creamation gítarleikari að nafni Hannes Hilmisson vorið 1993.

Þegar hér var komið sögu hafði einnig verið kominn nýr bassaleikari í sveitina en hann hætti stuttu fyrir Músíktilraunir og því tók Ágúst við bassanum á nýjan leik undanúrslitakvöldið. Sveitin komst ekki í úrslit í það skiptið og líklega hætti hún skömmu síðar.

Allar upplýsingar væru vel þegnar um þessa sveit.