Cadensa (1992)

Dúettinn Cadensa mun hafa verið íslensk-breskur dúett sem starfaði um skamman tíma sumarið 1992. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hann en óskað er eftir upplýsingum þess efnis.

Carpe diem (1991-92)

Carpe diem var rokksveit úr Reykjavík, stofnuð upp úr annarri sveit Dagfinni dýralækni sem tekið hafði þátt í Músíktilraunum 1991. Sveitin tók þátt í tilraununum árið eftir, 1992 og voru meðlimir hennar þá Franz Gunnarsson gítarleikari (Ensími o.fl.), Guðmundur Jón Ottósson gítarleikari, Helgi Örn Pétursson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson söngvari og Björn Hermann Gunnarsson trommuleikari. Sveitin…

Centaur (1982-)

Hljómsveitin Centaur var stofnuð vorið 1982 og sóttu meðlimir sveitarinnar nafn hennar til grísku goðafræðinnar en kentár (Centaur) er hálfur maður og hálfur hestur. Sveitin sem spilaði lengi vel þungarokk, var söngvaralaus í upphafi en var skipuð þeim Guðmundi Gunnlaugssyni trommuleikara, Jóni Óskari Gíslasyni gítarleikara, Hlöðver Ellertssyni bassaleikara og Benedikt Sigurðssyni gítarleikara en þeir tveir…

Change (1972-76)

Saga hljómsveitarinnar Change, afsprengi Magnúsar Þór Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar, er kennslubókardæmi um vonir og væntingar Íslendinga um meikdrauma erlendis, sem vel að merkja öll íslenska þjóðin tók þátt í. Vonir og væntingar sem smám saman urðu að engu. Sveitarinnar verður minnst fyrst og fremst fyrir það og í seinni tíð einnig fyrir hljómsveitarsamfestinga sem…

Chao chao (1986)

Chao chao var hljómsveit úr Reykjavík sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1986. Meðlimir þessarar sveitar voru Arnar Freyr Gunnarsson söngvari, Rafn Jónsson hljómborð og Þorsteinn Halldórsson hljómborðsleikari en hún lék eins konar raftónlist. Chao chao komst ekki áfram í úrslit keppninnar.

Cirkus (1976-80)

Hljómsveitin Cirkus var nokkuð áberandi í tónlistarlífi borgarinnar á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar en sveitin náði þó aldrei að verða ein þeirra stóru, sem án efa má rekja til þess að hún sendi aldrei frá sér efni þrátt fyrir að vinna og flytja frumsamda tónlist. Tónlist sveitarinnar mátti skilgreina sem eins konar funk…

Clockwork diabolus (1990-93)

Dauðarokkssveitin Clockwork diabolus var stofnuð 1990 í Reykjavík. Clockwork diabolus tók þátt í Músíktilraunum 1992 og voru meðlimir sveitarinnar þá þeir Jóhann Rafnsson trommuleikari (Mortuary o.fl.), Gunnar Óskarsson gítarleikari (Stjörnukisi o.fl.), Arnar Sigurðarson gítarleikari, Atli Jarl Martin Marinósson bassaleikari og Sindri Páll Kjartansson söngvari (Pulsan o.fl.). Sveitin kom í úrslit Músíktilrauna en hafði þar ekki erindi…

Cobra (1977)

Reykvíska hljómsveitin Cobra starfaði í nokkra mánuði árið 1977. Sveitin, sem lék eins konar fönkrokk í bland við venjulega balltónlist, var skipuð söngvurunum Geir Gunnarssyni og Rafni Sigurbjörnssyni en aðrir meðlimir Cobra voru Ágúst Birgisson bassaleikari, Björn Thoroddsen gítarleikari og bræðurnir Eyjólfur og Einar Jónssynir trommu- og gítarleikarar. Svo virðist sem bassaleikarinn Brynjólfur Stefánsson hafi…

Condemned (1992)

Reykvíska dauðarokksveitin Condemned starfaði 1992 og keppti það ár í Músíktilraunum. Sveitin var þá skipuð þeim Árna Sveinssyni söngvara, Sigurjóni Alexanderssyni gítarleikara, Friðfinni Sigurðssyni trommuleikara, Bárði Smárasyni bassaleikara og Agli Tómassyni gítarleikara. Arnar Guðjónsson gítarleikari (Sororicide, Leaves o.fl.) gekk til liðs við sveitina strax eftir Músíktilraunir. Sveitin starfaði um nokkurra mánaða skeið og hætti líklega…

Cranium (1990-94)

Dauðrokksveitin Cranium var stofnuð 1990 af Sigurði Guðjónssyni gítarleikara (Fallega gulrótin o.fl.) og Ófeigi Sigurðarsyni bassaleikara og söngvara (Moondogs). Sveitin kom úr Reykjavík og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1992. Meðlimir Cranium voru þá þeir áðurnefndur Sigurður og Ófeigur, Hörður S. Sigurjónsson trommuleikari, og Björn Darri Sigurðarson gítarleikari. Hljómsveitin tók aftur þátt í tilraununum árið…

Cremation (1990-93)

Cremation var ein af þeim fjölmörgu dauðarokksveitum sem komu fram á sjónarsviðið upp úr 1990. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum 1992 og var þá skipuð þeim Ólafi Magnússyni gítarleikara, Ágústi H. Waage bassaleikara, Hilmari Elvarssyni gítarleikara og söngvara og Magnúsi K. Vignissyni trommuleikara. Sveitin stóð sig nokkuð vel og komst í úrslit Músíktilraunanna. Árið eftir…

Celsius (1976-77)

Diskópoppsveitin Celsius var töluvert áberandi það ár sem hún starfaði, 1976-77. Sveitin var stofnuð snemma vors 1976 af þeim Kristjáni Þ. Guðmundssyni hljómborðsleikara, Birgi Hrafnssyni gítarleikara, Sigurði Karlssyni trommuleikara og Pálma Gunnarssyni bassaleikara og söngvara en þeir voru allir þekktir tónlistarmenn og framarlega í íslensku tónlistarlífi. Fljótlega bættist Birgir Guðmundsson gítarleikari í hópinn og um…