Condemned (1992)

engin mynd tiltækReykvíska dauðarokksveitin Condemned starfaði 1992 og keppti það ár í Músíktilraunum. Sveitin var þá skipuð þeim Árna Sveinssyni söngvara, Sigurjóni Alexanderssyni gítarleikara, Friðfinni Sigurðssyni trommuleikara, Bárði Smárasyni bassaleikara og Agli Tómassyni gítarleikara. Arnar Guðjónsson gítarleikari (Sororicide, Leaves o.fl.) gekk til liðs við sveitina strax eftir Músíktilraunir.

Sveitin starfaði um nokkurra mánaða skeið og hætti líklega störfum um mitt sumar 1992.