Cranium (1990-94)

engin mynd tiltækDauðrokksveitin Cranium var stofnuð 1990 af Sigurði Guðjónssyni gítarleikara (Fallega gulrótin o.fl.) og Ófeigi Sigurðarsyni bassaleikara og söngvara (Moondogs).

Sveitin kom úr Reykjavík og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1992. Meðlimir Cranium voru þá þeir áðurnefndur Sigurður og Ófeigur, Hörður S. Sigurjónsson trommuleikari, og Björn Darri Sigurðarson gítarleikari.

Hljómsveitin tók aftur þátt í tilraununum árið eftir og þá hafði Bjarni Grímsson (Leaves, Inflammatory o.fl.) tekið við trommunum en að öðru leyti var hópurinn hinn sami. Sveitinni gekk mun betur í þetta síðara skipti, komst í úrslit og hafnaði að lokum í þriðja sætinu á eftir Yukatan og Tjalz Gissur. Það sama ár, 1993 kom út snældan Abductium, með fimm lögum. Einhvern tímann var Unnar Snær Bjarnason trommuleikari (Sororicide o.fl.) sveitarinnar auk Egils Tómassonar gítarleikara (Soðin fiðla o.fl.) og Árna Sveinssonar (síðar kvikmyndagerðarmanns).

Cranium hélt áfram að starfa fram á sumar 1994 en ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi. Hugsanlega starfaði sveitin einhvern tímann undir nafninu Captain of death.

Efni á plötum