Thunder love (1994)

Thunder love var hliðarverkefni hljómsveitarinnar Tjalz Gissur sem lent hafði í öðru sæti Músíktilrauna 1993. Vorið 1994 tók sveitin þátt aftur í Músíktilraunum undir Thunder love nafninu en í þetta skiptið var um að ræða eins konar grín hjá sveitinni en þeir léku það sem skilgreint var sem LA-rokk. Þeir félagar náðu alla leið í…

Condemned (1992)

Reykvíska dauðarokksveitin Condemned starfaði 1992 og keppti það ár í Músíktilraunum. Sveitin var þá skipuð þeim Árna Sveinssyni söngvara, Sigurjóni Alexanderssyni gítarleikara, Friðfinni Sigurðssyni trommuleikara, Bárði Smárasyni bassaleikara og Agli Tómassyni gítarleikara. Arnar Guðjónsson gítarleikari (Sororicide, Leaves o.fl.) gekk til liðs við sveitina strax eftir Músíktilraunir. Sveitin starfaði um nokkurra mánaða skeið og hætti líklega…

Cranium (1990-94)

Dauðrokksveitin Cranium var stofnuð 1990 af Sigurði Guðjónssyni gítarleikara (Fallega gulrótin o.fl.) og Ófeigi Sigurðarsyni bassaleikara og söngvara (Moondogs). Sveitin kom úr Reykjavík og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1992. Meðlimir Cranium voru þá þeir áðurnefndur Sigurður og Ófeigur, Hörður S. Sigurjónsson trommuleikari, og Björn Darri Sigurðarson gítarleikari. Hljómsveitin tók aftur þátt í tilraununum árið…

Nova [1] (1998-99)

Nova var rokksveit af höfuðborgarsvæðinu, starfandi 1998-99. Meðlimir hennar höfðu verið í sveitum eins og Soðinni fiðlu sem sigruðu Músíktilraunum 1997 og þar áður Tjalz Gissur en þeir voru Egill Tómasson gítarleikari, Arnar Snær Davíðsson bassaleikari, Júlía Sigurðardóttir söngkona, Einar Þór Hjartarson gítarleikari og Orri Páll Dýrason trommuleikari. Nova deildi æfingahúsnæði með Sigur rós og…

Tjalz Gissur (1990-96)

Kópavogssveitin Tjalz Gissur (Tjalz Gizur) starfaði um nokkurra ára bil fram undir miðjan tíunda áratug 20. aldar. Hún var stofnuð 1990, spilaði eins konar sýrurokk og vorið 1992 tók hún þátt í Músíktilraunum Tónabæjar án þess þó að komast í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir bræður Kristinn söngvari og gítarleikari og Guðlaugur Júníussynir trommuleikari…