Tabor (?)

Hljómsveitin Tabor var starfandi í Vestur-Skaftafellssýslu, í sveitunum kringum Kirkjubæjarklaustur. Meðal meðlima sveitarinnar voru Ingvar [?], Bjarni Bjarnason og Davíð Þór Guðmundsson, hugsanlega voru fleiri í henni en ekki liggur fyrir hvenær Tabor starfaði. Hér er þó giskað á níunda áratug síðustu aldar. Allar frekari upplýsingar óskast um hljómsveitina.

Taboo kvintett (1960-61)

Taboo kvintett var starfrækt í kringum 1960 og samkvæmt auglýsingum í blöðum frá 1961 var hún skipuð þeim Pétri [?], Tryggva [?], Rafni [?], Sveini Sigurkarlssyni og Donald [Walker bassaleikara?]. Söngkona sveitarinnar var Astrid Jensdóttir en Sigurður Johnny mun einnig hafa sungið með sveitinni. Á einhverjum tímapunkti er Jóhann Gestsson auglýstur sem söngvari með sveitinni…

Tabula raza (2002-06)

Blúsbandið Tabula Raza var starfandi a.m.k. á árunum 2002 – 2006, ein heimild segir hana frá Sandgerði. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar.

Tabú (2004)

Hljómsveitin Tabú er frá Ólafsvík, starfandi allavega 2004 og spilaði þá á sveitaböllum. Allar upplýsingar um sveitina eru vel þegnar en önnur hljómsveit, Felix, spratt hugsanlega upp úr henni.

Tacton (1966-67)

Tacton var hljómsveit, starfrækt í Gagnfræðiskólanum í Kópavogi fyrir margt löngu, líklega 1966 – 67. Meðal meðlima var Árni Blandon gítarleikari (Tatarar) en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi eða sveitina almennt en hún mun hafa verið einn forvera þeirrar sveitar sem síðar nefndust Tatarar.

Taktleysa (2005)

Hljómsveitin Taktleysa var starfandi á hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss árið 2005. Í þessari sveit var m.a. Ragnar Danielsen (Stuðmenn, Frummenn) en meðlimir sveitarinnar voru eingöngu hjartaskurðlæknar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Tappi tíkarrass (1981-83)

Hljómsveitin Tappi tíkarass var hluti af félagsskapnum STÍFT (samtök trylltra íslenskra flippara og tónlistarmanna) þar sem tónlistin var ekki endilega aðalatriðið. Undanfari þessarar sveitar var Jam 80 en vorið 1981 breyttu þau nafninu í Tappa tíkarrass. Hópurinn hafði samanstaðið af Eyþóri Arnalds söngvara (Todmobile o.fl.), Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara (Das Kapital o.fl.) og Eyjólfi Jóhannessyni…

Tarkos (1985-88)

Reykvíska hljómsveitin Tarkos starfaði a.m.k. um þriðja ára skeið á árunum 1985-88. Sveitin tók tvívegis þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, fyrst árið 1987 en sveitin var þá skipuð þeim Viggó [?] söngvara, Tyrfingi Þórarinssyni gítarleikara, Þorfinni Pétri Eggertssyni bassaleikara og Eggerti Þór Jónssyni trommuleikara. Sveitin komst ekki í úrslit. 1988 tók sveitin aftur þátt í Músíktilraunum Tónabæjar…

Te fyrir tvo (1982-83)

Hljómsveitin Te fyrir tvo (Tea for two / T42 / Tea 4-2) var starfrækt í Kópavoginum á árunum 1982-83 og þótti spila pönk í anda Purrks Pillnikk og Jonee Jonee, sem þá voru upp á sitt besta. Sveitin sem var stofnuð vorið 1982 tók þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT þá um haustið en…

Tekk (1983)

Hljómsveit með þessu nafni var skráð til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983. Sveitin komst ekki í úrslitin og engar upplýsingar liggja fyrir um hana.

Tens (1989)

Hljómsveit úr Reykjavík sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar 1989. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhannes P. Davíðsson gítarleikari, Sigfús Höskuldsson trommuleikari, Jón Leifsson bassaleikari og Ásgeir Már Helgason söngvari. Líklega höfðu einhverjar mannabreytingar átt sér stað áður en sveitin keppti þar en upplýsingar þ.a.l. liggja ekki fyrir. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar.

Terrance (1998)

Dúettinn Terrance var starfandi 1998 og lenti það árið í þriðja sæti Rokkstokk hljómsveitakeppninnar, sem haldin var í Keflavík. Í kjölfarið gaf sveitin út lög á safnplötunni Rokkstokk 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Guðmundur Bjarni Sigurðsson söngvari, gítarleikari og tölvumaður, og Örvar Þór Sigurðsson söngvari.

Tic tac (1982-86)

Hljómsveitin Tic Tac (Tikk Takk / Tik Tak) frá Akranesi starfaði að öllum líkindum á árunum 1982 – 86. Hún vakti fyrst á sér athygli á fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982 þótt ekki yrði árangurinn sérstakur þar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Bjarni Jónsson söngvari og gítarleikari, Jón Bjarki Bentsson bassaleikari, Ólafur Friðriksson gítarleikari,…

Tikkal (1999)

Tríóið Tikkal frá Þorlákshöfn var starfandi 1999 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Hjörtur Rafn Jóhannsson söngvari og gítarleikari, Grétar Ingi Erlendsson trommuleikari og Jón B. Skarphéðinsson bassaleikari skipuðu þá sveitina sem komst í úrslit. Síðar sama ár keppti sveitin í Rokkstokk hljómsveitakeppninni, komst ekki í úrslit en lag með henni kom þó út…

Tin [2] (1999)

Hljómsveitin Tin kom fram á sjónarsviðið á Músíktilraunum 1999. Finnur Vilhjálmsson söngvari og gítarleikari, Þórir Ingvarsson bassaleikari, Elías Guðmundsson trommuleikari og Einar Aron Einarsson gítarleikari skipuðu sveitina en sá síðastnefndi var valinn besti gítarleikari tilraunanna í það skiptið, þrátt fyrir að sveitin næði ekki í úrslit.

Titanic [2] (1989)

Hljómsveitin Titanic kom úr Reykjavík og var starfandi 1989. Hún keppti sama ár í Músíktilraunum og voru meðlimir hennar þá Páll Ú. Júlíusson trommuleikari, Sigurjón Axelsson söngvari og gítarleikari, og Sigurður Ragnarsson bassaleikari. Þrátt fyrir jákvæða umsögn í fjölmiðlum komst sveitin ekki áfram í úrslit.

Tídon (1982-83)

Lítið er vitað um hljómsveitina Tídon úr Njarðvík, annað en að hún var stofnuð 1982 og tók árið eftir þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og SATT. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar.

Tjalz Gissur (1990-96)

Kópavogssveitin Tjalz Gissur (Tjalz Gizur) starfaði um nokkurra ára bil fram undir miðjan tíunda áratug 20. aldar. Hún var stofnuð 1990, spilaði eins konar sýrurokk og vorið 1992 tók hún þátt í Músíktilraunum Tónabæjar án þess þó að komast í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir bræður Kristinn söngvari og gítarleikari og Guðlaugur Júníussynir trommuleikari…

Toppmenn [1] (1983-84)

Hljómsveitin Toppmenn var stofnuð 1983 en hafði þá í raun starfað um tíma, undir nafninu Bringuhárin. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir félagar Stefán Hjörleifsson gítarleikari og Jón Ólafsson hljómborðsleikari en aukinheldur innihélt hún Hafþór Hafsteinsson trymbil og Hannes Hilmarsson bassaleikara. Jón var líklega aðalsöngvari Toppmanna. Toppmenn spiluðu heilmikið á skemmtistöðum höfuðborgarinnar og snemma árs 1984 tóku…

Toralf Tollefsen (1914-94)

Nafn Toralfs Tollefsen á kannski illa við í umfjöllun um íslenska tónlist en ástæðan er sú að hérlendis komu út sex íslensk lög í hans flutningi á tveimur 78 snúninga plötum. Tvö laganna komu síðar út á safnplötunni Bestu lög 6. áratugarins (1978). Toralf Luis Tollefsen (1914-1994) var norskur harmonikkuleikari sem ungur hóf að leika…

Tónabræður [1] (1958-61)

Sunnlenska hljómsveitin Tónabræður undir stjórn Gissurar Geirssonar var fyrsta sveitin af mörgum sem borið hefur þetta nafn en hún var starfrækt í kringum 1960. Hljómsveitin var stofnuð 1958 af Gissuri Geirssyni harmonikku-, saxófón- og hljómborðsleikara úr Flóanum en hann var einn af konungum sunnlenskra sveitaballa á árum áður og starfrækti margar sveitir. Eitthvað var mismunandi…

Tónabræður [2] (1962-70)

Mýrdælska hljómsveitin Tónabræður var áberandi á sveitaböllunum í Skaftafells- og Rangárvallasýslum á sjöunda áratug síðustu aldar og kemur enn fram þótt ekki spili hún jafn reglulega og áður fyrr. Sveitin hlaut nafnið Tónabræður 1962 en saga hennar nær reyndar aftur til 1959 því hún hafði þá starfað í þrjú ár undir nafninu H.A.F. tríóið á undan,…

Tónabræður [3] (1965-66)

Tónabræður (hin þriðja) var úr Reykjavík og lék á dansleikjum um miðjan sjöunda áratug 20. aldar, hún virðist hafa starfað í um ár. Meðlimir Tónabræðra voru Arnþór Jónsson gítarleikari (Addi rokk), Finnur Torfi Stefánsson gítarleikari (Óðmenn o.fl.), Gunnar Ingólfsson trommuleikari og Júlíus Sigurðsson saxófónleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar en hún spilaði eitthvað…

Tónabræður [4] (1967)

Tónabræður voru sönghópur eða lítill kór tengdur Skagfirska söngfélaginu í Reykjavík, starfandi 1967. Engar upplýsingar liggja fyrir um þessa Tónabræður en allar upplýsingar eru vel þegnar.

Tónabræður [5] (1980-85)

Hljómsveitin Tónabræður var starfandi í Reykjavík á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Þessi sveit var ekki langlíf en innihélt nokkra aðila sem áttu sér rætur í pönkinu, m.a. Hörð Bragason, Óskar Jónasson og Kormák Geirharðsson. Sveitin ku hafa verið skilgreind sem gervidjassband og hafa spilað fáeinum sinnum undir mottóinu „Djass í þúsund ár“.

Tónabræður [6] (1991-2008)

Lítill kór eða sönghópur (tvöfaldur kvartett) gekk undir nafninu Tónabræður og starfaði að líkindum á árunum 1991-2008. Tónabræður gætu hafa verið stofnaðir að frumkvæði Gunnars H. Stephensen en hópurinn söng við ýmsar athafnir eins og jarðarfarir en einnig við stærri tækifæri eins og á Íslendingahátíð í Svíþjóð 1994 í tilefni af fimmtíu ára afmælis lýðveldisins.…

Tónabræður [7] (2005)

Starfsfólk hljóðfæraverslunarinnar Tónabúðarinnar mun hafa spilað við ýmis tækifæri undir nafninu Tónabræður, a.m.k. árið 2005. Meðal líklegra meðlima má nefna Jón Kjartan Ingólfsson (Stuðkompaníið o.fl.) og Sigfús Óttarsson trommuleikara (Baraflokkurinn o.m.fl.)

Tónatríóið [1] (1950-76)

Hljómsveitin Tónatríóið (einnig nefnt Tríó Arnþórs Jónssonar / Tríó Adda rokk) starfaði allan sjötta áratug tuttugustu aldarinnar og eitthvað fram á þann áttunda undir styrkri stjórn Arnþórs Jónssonar (Adda rokk) söngvara en hann lék líklega einnig á gítar eða bassa. Yfirleitt var um tríó að ræða en stundum var sveitin þó skipuð fjórum mönnum. Þá léku…

Tónik [1] (1961)

Hljómsveitin Tónik (Tónik kvintett) var stofnuð af Elfari Berg píanóleikara (Lúdó sextett o.fl.) í ársbyrjun 1961. Aðrir meðlimir voru Björn Björnsson trommuleikari, Guðjón Margeirsson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson gítarleikari, Jón Möller básúnuleikari og Englendingurinn Cole Porter söngvari. Fyrst um sinn lék sveitin í Vetrargarðinum og síðar víðar en hún var ýmist nefnd Tónik eða Tónik kvintett…

Tónik [2] (1961)

Hljómsveit með þessu nafni var hugsanlega starfandi sumarið 1961 á sama tíma og Tónik[1] starfaði. Þessi sveit var auglýst undir nafninu (hinn nýi) Tónik kvintett í blöðunum en meðlimir voru að því er virðist allt aðrir, Sigurður Johnny söngvari, Astrid Jensdóttir söngkona, Pétur [?], Tryggvi [?], Rafn [?], Sveinn [?] og Donald [Walker bassaleikari?]. Sveitin…

Tónik [3] (1994-95)

Hljómsveitin Tónik spilaði á öldurhúsum borgarinnar veturinn 1994-95. Engar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit.

Tónika [útgáfufyrirtæki] (1953-55)

Tónika var útgáfufyrirtæki tónlistarmannanna Svavars Gests og Kristjáns Kristjánssonar (KK) en samhliða plötuútgáfa starfrækti fyrirtækið hljóðfæraverslunina Músíkbúðina þar sem m.a. voru seldar hljómplötur. Fyrirtækið var stofnað 1953 en fyrsta platan kom út árið eftir. Tónika sem útgáfufyrirtæki, starfaði í tvö ár og gaf út á þeim tíma tuttugu og fjóra titla, allt litlar tveggja laga…

Tranzlokal (2005-07)

Vestmannaeyska pönkrokksveitin Tranzlokal var stofnuð 2005 upp úr hljómsveitunum Lonesher og Pacific, og var upphaflega skipuð þeim Guðmundi Óskari Sigurmundssyni söngvara og gítarleikara, Daníel Andra Kristinssyni bassaleikara, Pétri [?] gítarleikara og Sæþóri Þórðarsyni trommuleikara. Árið eftir (2006) keppti sveitin í Músíktilraunum og komst í úrslit þeirrar keppni. Þá hafði Arnar Sigurðsson tekið við gítarnum af Pétri.…

Trekant (1999)

Hljómsveitin Trekant kom úr Reykjavík sem keppti í Músíktilraunum 1999. Ingólfur Magnússon gítarleikari, Hafþór Helgason trommuleikari og Logi Helguson bassaleikari skipuðu sveitina, sem komst í úrslit. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Trinity [1] (1985-86)

Hljómsveitin Trinity frá Selfossi starfaði a.m.k. á árunum 1985 og 86. Ekki er vitað um meðlimi sveitarinnar annað en að Þórir Gunnarsson bassaleikari (Á móti sól, Nonni og mannarnir o.fl.) var í henna um tíma. Sveitin keppti í Músíktilraunum 1985 en komst ekki í úrslit keppninnar.

Tríó Jakobs Lárussonar (1937)

Um Tríó Jakobs Lárussonar er lítið að finna, ein heimild segir sveitina hafa gengið undir nafninu Konkúrrantarnir en sveitin mun hafa starfað á Siglufirði 1937, væntanlega í tengslum við fjölskrúðugt mannlíf þar á síldarárunum. Tríóið skipaði Jakob Lárusson (sem að öllum líkindum lék á píanó), Kristján Þorkelsson saxófónleikara og Þórð Kristinsson, ekki er ljóst hvaða…

Trubat (1982-83)

Hljómsveitin Trubat (Trúbad) keppti í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982 og starfaði eitthvað fram á árið 1983, hún komst ekki í úrslit tilraunanna. Engar frekari upplýsingar er að finna um hljómsveitina.

Trúðurinn (1981-83)

Hljómsveitin Trúðurinn var starfrækt í Hagaskóla og Hlíðaskóla á fyrri hluta níunda áratugarins, sveitin sem flokkaði tónlist sína undir pönk eða nýbylgju var stofnuð síðla árs 1981 og starfaði líklega til 1983. Trúðurinn varð einkum þekkt fyrir tvennt á sínum ferli, annars vegar að taka þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1982, hún komst þó…

Trycorp (2006)

Hljómsveitin Trycorp starfaði í Vestmannaeyjum 2006. Meðlimir sveitarinnar voru Tryggvi [?] söngvari og gítarleikari, Kjartan [?] trommuleikari, Sigur [?] hljómborðsleikari og Eyþór [?] bassaleikari. Flestir meðlima Trycorp voru samhliða í annarri Eyjasveit, Stillbirth en litlar upplýsingar er að finna um sveitina.

Týról (1982-86)

Hljómsveitin Týról frá Sauðárkróki var nokkuð öflug á ballmarkaðnum norðanlands á níunda áratugnum og var fastur gestur á Sæluvikuhátíð Sauðkræklinga, svo fátt eitt sé nefnt. Týról var stofnuð í ársbyrjun 1982 og starfaði að líkindum í fjögur ár, meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Ægir Ásbjörnsson söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari, Eiríkur Hilmisson gítarleikari, Margeir…

Töfraflautan (1984-85)

Töfraflautan var hljómsveit sem þeir félagar og fóstbræður Jón Ólafsson hljómborðsleikari og Stefán Hjörleifsson gítarleikari starfræktu ásamt Má Elíassyni trommuleikara og Pétri Hjálmarssyni bassaleikara um miðjan níunda áratuginn. Allir sungu þeir félagarnir. Sveitin var stofnuð upp úr Toppmönnum haustið 1984 og spilaði mikið þá um veturinn en varð ekki langlíf því þegar þeir Jón og…