Tranzlokal (2005-07)

engin mynd tiltækVestmannaeyska pönkrokksveitin Tranzlokal var stofnuð 2005 upp úr hljómsveitunum Lonesher og Pacific, og var upphaflega skipuð þeim Guðmundi Óskari Sigurmundssyni söngvara og gítarleikara, Daníel Andra Kristinssyni bassaleikara, Pétri [?] gítarleikara og Sæþóri Þórðarsyni trommuleikara.

Árið eftir (2006) keppti sveitin í Músíktilraunum og komst í úrslit þeirrar keppni. Þá hafði Arnar Sigurðsson tekið við gítarnum af Pétri. Sama ár sigraði Tranzlokal hljómsveitakeppnina Allra veðra von en hún er haldin ár hvert í Vestmannaeyjum.

Sveitin var enn starfandi 2007 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði.