Sexmenn [2] (1989-94)

Sexmenn

Sexmenn

Sexmenn var hljómsveit úr Reykjavík, starfandi á árunum 1989-94.

Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið, sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum (1991) en þar var hún skipuð þeim Þóri Úlfarssyni hljómborðsleikara, Einari Guðmundssyni gítarleikara og Halldóri V. Hafsteinssyni söngvara. Sveitin átti annað lag á safnplötunni Lagasafnið 2 (1992).

Sexmenn virðast hafa starfað með hléum og ýmsir aðrir munu hafa komið við sögu hennar en upp eru taldir hér að ofan. Þeirra á meðal má nefna söngvarana Bjarna Arason og Arnar Frey Gunnarsson, bassaleikarana Jón Ómar Erlingsson og Birgi Bragason, gítarleikarann Val Boga Einarsson og trommuleikarana Óskar Sigurðsson og Sigurð Reynisson.  Ekki er þó útilokað að um tvær sveitir sé að ræða.