Afmælisbörn 13. júlí 2019

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira, er fimmtíu og sex ára. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði á…

Vaxandi (1986-87)

Hljómsveitin Vaxandi starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1986-87, hún var skipuð ungum meðlimum um og innan við tvítugt og var stofnuð upp úr hljómsveitinni Presleyvinafélaginu. Tveir meðlimir Vaxandi urðu þjóðþekktir söngvarar. Meðlimir sveitarinnar munu hafa komið víða að, úr Árbænum, Breiðholtinu og Kópavogi en alls voru þeir sex í bandinu. Bjarni Arason söngvari sveitarinnar er líkast til…

Búningarnir (1988)

Hljómsveitin Búningarnir var í raun stofnuð til að fylgja plötu Bjarna Arasonar söngvara eftir hann hafði vakið mikla athygli sumarið á undan með því að vinna Látúnsbarkakeppnina svokölluðu. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1988 og var iðulega kynnt sem Bjarni Ara og Búningarnir. Aðrir meðlimir Búninganna voru Einar Bergur [?], Rúnar Guðjónsson [bassaleikari?],…

Borgarsveitin (1991)

Borgarsveitin var húshljómsveit á skemmtistaðnum Borgarvirkinu haustið 1991 og lék einkum kántrítónlist. Meðlimir sveitarinnar voru Pétur Pétursson hljómborðsleikari, Einar Jónsson gítarleikari og Torfi Ólafsson bassaleikari en þeir sungu einnig allir. Söngvararnir Anna Vilhjálms og Bjarni Ara skiptust á að syngja með Borgarsveitinni en einnig söng Sigurður Johnny með henni í nokkur skipti.

Blanco [1] (1995)

Haustið 1995 starfaði af því er virðist skammlíf hljómsveit sem bar heitið Blanco. Engar upplýsingar er að hafa um þessa sveit aðrar en að Bjarni Arnason söng með henni, frekari upplýsingar væru því vel þegnar.

Afmælisbörn 13. júlí 2018

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira, er fimmtíu og fimm ára. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði á…

Presleyvinafélagið (1985-86)

Litlar upplýsingar liggja fyrir um Presleyvinafélagið sem var unglingasveit starfandi í Árbænum. Presleyvinafélagið, sem eins og nafnið gefur til kynna, lék eingöngu lög með rokkgoðinu Elvis Presley og var stofnað upp úr dixielandssveit sem starfaði í Árbænum en eini þekkti meðlimur sveitarinnar er Bjarni Arason söngvari (sem skömmu síðar skaut upp á stjörnuhimininn í Látúnsbarkakeppni…

Rauðu hundarnir (1992-93)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Rauðu hundana en sveitin átti þrjú lög á tveimur Lagasafns-safnplötum, 1992 og 93. Leiða mál líkum að því að sveitin sé skipuð þjóðþekktum tónlistarmönnum sem ekki vildu opinbera nöfn sín en menn hafa giskað á nöfn Magnúsar Kjartanssonar og Bjarna Arasonar sem söngvara sveitarinnar. Allar upplýsingar varðandi Rauðu hundana væru…

Sexmenn [2] (1989-94)

Sexmenn var hljómsveit úr Reykjavík, starfandi á árunum 1989-94. Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið, sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum (1991) en þar var hún skipuð þeim Þóri Úlfarssyni hljómborðsleikara, Einari Guðmundssyni gítarleikara og Halldóri V. Hafsteinssyni söngvara. Sveitin átti annað lag á safnplötunni Lagasafnið 2 (1992). Sexmenn virðast hafa starfað með hléum…