Presleyvinafélagið (1985-86)

engin mynd tiltækLitlar upplýsingar liggja fyrir um Presleyvinafélagið sem var unglingasveit starfandi í Árbænum.

Presleyvinafélagið, sem eins og nafnið gefur til kynna, lék eingöngu lög með rokkgoðinu Elvis Presley og var stofnað upp úr dixielandssveit sem starfaði í Árbænum en eini þekkti meðlimur sveitarinnar er Bjarni Arason söngvari (sem skömmu síðar skaut upp á stjörnuhimininn í Látúnsbarkakeppni Stuðmanna) en hann lék einnig á gítar. Upplýsingar um aðra meðlimi væru vel þegnar.

Presleyvinafélagið starfaði 1985-86 í það minnsta og á þeim tíma kom hún fram í sjónvarpsþættinum Unglingarnir í frumskóginum, síðar var nafni hennar breytt í Vaxandi.