Presleyvinafélagið (1985-86)

Presleyvinafélagið

Hljómsveitin Presleyvinafélagið sem starfaði í Árbænum var eins og nafnið gefur til kynna, sveit sem mestmegnis lék lög með rokkgoðinu Elvis Presley.

Meðlimir sveitarinnar komu úr Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts en þeir voru Sigurður Gunnarsson gítarleikari, Jón Leifsson bassaleikari, Guðjón Ólafsson saxófónleikari, Helgi Ólafsson hljómborðsleikari, Steinar Björn Helgason trommuleikari og Bjarni Arason söngvari (sem skömmu síðar skaut upp á stjörnuhimininn í Látúnsbarkakeppni Stuðmanna) en hann lék einnig á gítar.

Presleyvinafélagið starfaði 1985-86 í það minnsta og á þeim tíma kom hún fram í sjónvarpsþættinum Unglingarnir í frumskóginum, síðar var nafni hennar breytt í Vaxandi enda naut sveitin þá „vaxandi“ vinsælda.