Glatkistan hlýtur styrk frá Reykjavíkurborg

Í dag var opinberað hverjir hefðu hlotið styrki menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir árið 2021 og var Glatkistan meðal þeirra verkefna en vefsíðan hlaut 300.000 króna styrk. Alls voru veittir 94 styrkir fyrir 67 milljónir króna en umsóknir voru alls 201 þar sem sótt var um samtals 295 milljónir. Það var faghópur skipaður fulltrúum…

Presleyvinafélagið (1985-86)

Hljómsveitin Presleyvinafélagið sem starfaði í Árbænum var eins og nafnið gefur til kynna, sveit sem mestmegnis lék lög með rokkgoðinu Elvis Presley. Meðlimir sveitarinnar komu úr Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts en þeir voru Sigurður Gunnarsson gítarleikari, Jón Leifsson bassaleikari, Guðjón Ólafsson saxófónleikari, Helgi Ólafsson hljómborðsleikari, Steinar Björn Helgason trommuleikari og Bjarni Arason söngvari (sem skömmu…

Pass [3] (um 1980)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi upp úr 1980 í Fellaskóla í Breiðholti undir nafninu Pass en litlar upplýsingar finnast um hana, þó liggur fyrir að Arnar Freyr Gunnarsson söngvari mun hafa verið í henni en hann var síðar sigurvegari Látúnsbarkakeppninnar 1988. Aðrir meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Pétur [?], Stefán [?] og Sigurður [?] en…

Karlakórinn Ernir [3] (1936-44)

Karlakórinn Ernir hinn reykvíski, á sér um átta ára sögu en kórinn starfaði á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Upphaflega var kórinn settur saman fyrir skemmtiatriði á skemmtun innan Strætisvagna hf. en Ólafur Þorgrímsson forstjóri fyrirtækisins hafði forgöngu um það atriði. Ólafur sá sjálfur um að stjórna kórnum og mæltist söngurinn það vel fyrir…

Karlakór verkamanna [2] (1932-40)

Karlakór verkamanna í Reykjavík var líkast til mest áberandi þess konar karlakóra sem störfuðu einkum á fjórða áratug síðustu aldar. Kórinn var stofnaður í mars 1932 og starfaði fyrsta árið undir stjórn Benedikts Elfar en að því loknu tók Hallgrímur Jakobsson við keflinu. Hann stjórnaði kórnum allt til loka en kórinn starfaði til 1940. Karlakór…

Karlakór Dagsbrúnar (1946-48)

Karlakór Dagsbrúnar var starfandi innan verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar á árunum 1946 til 48 undir stjórn Hallgríms Jakobssonar. Ekkert bendir til að kórinn hafi starfað um lengri tíma. Allar nánari upplýsingar um þennan kór má senda til Glatkistunnar.

Dalli og rythmadrengirnir (1984)

Reykvíska unglingahljómsveitin Dalli og rythmadrengirnir störfuðu sumarið 1984 og léku m.a. á Rykkrokk tónleikunum. Engar upplýsingar er að finna um þessa fimm manna sveit en í einni stuttri blaðagrein frá þessum tíma segir að sveitina skipi að mestu sömu meðlimir og skipuðu hljómsveitina Svefnpurkur. Sú sveit starfaði í Vogaskóla en engar aðrar upplýsingar liggja heldur…

Drengjalúðrasveitir Vesturbæjar og Austurbæjar (1954-76)

Drengjalúðrasveit Vesturbæjar og Austurbæjar var, eins og auðvelt er að giska á, tvær lúðrasveitir en þær störfuðu saman og í sitt hvoru lagi, Vesturbæjarmegin undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar en eystra undir stjórn Karls O. Runólfssonar. Þær gengu reyndar undir ýmsum öðrum nöfnum, voru kenndar við stjórnendur sína eða jafnvel við höfuðborgina, einnig undir nafninu…

Reykjavík (1977-79)

Mjög erfitt er að finna upplýsingar um hljómsveitina Reykjavík sem starfaði um tveggja ára skeið seinni hluta áttunda áratugarins, og hefur nafn sveitarinnar nokkuð um það að segja. Reykjavík var stofnuð haustið 1977 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Pétur „kapteinn“ Kristjánsson hljómborðsleikari, Rafn Sigurbjörnsson söngvari, Björn Thoroddsen gítarleikari, Eyjólfur Jónsson trommuleikari og Sigurður…

Riff raff (1980)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu árið 1980, hún gæti hafa verið undir pönk- eða nýbylgjuáhrifum. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Rikshaw (1984-91 / 2003)

Rikshaw er þekktust íslenskra hljómsveita sem kenndar eru við svokallaða 80‘s tónlistarbylgju eða nýrómantík, sá partur er reyndar hvað fyrirferðaminnstur í sögu sveitarinnar enda komu einungis fjögur lög út með henni sem tengja má beint við þá tónlistarstefnu en Rikshaw gaf út þrjá tugi laga á um sjö ára starfsferli. Sveitarinnar verður þó líklega aldrei…

Ringulreið [2] (1983)

Hljómsveit með þessu nafni ku hafa verið starfrækt við Menntaskólann við Hamrahlíð árið 1983. Um líkt leyti var leiksmiðja starfandi í skólanum undir sama nafni og gæti hafa valdið ruglingi en ekkert bendir þó til annars en að sveitin hafi verið starfandi.

Ringulreið [3] (2013-14)

Hljómsveit ungra nemenda í Seljaskóla, hugsanlega á aldrinum tíu til tólf ára, var starfrækt 2013 og 14. Allar upplýsingar um meðlimi hennar og annað sem skiptir máli, eru vel þegnar.

Rímtríóið (1967-68)

Rímtríóið var þjóðlagatríó starfandi 1967- 68 í Reykjavík og var skipað þeim Friðrik Guðna Þórleifssyni, Arnmundi Bachmann og Erni Gústafssyni. Tríóið skemmti oft á samkomum vinstri sinnaðra og tók þá baráttuslagara við hæfi en allir sungu þeir félagarnir auk þess að leika á gítara. Þegar Pálmi Stefánsson í Tónaútgáfunni bauð þeim þremenningum að taka upp…

Örlög (1971)

Hljómsveitin Örlög var skammlíft ævintýri, stóð yfir í nokkra mánuði árið 1971. Pétur Pétursson trommuleikari, Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Ómar Óskarsson gítarleikari og hjónin Guðmundur Ingólfsson orgelleikari og Helga Sigþórsdóttir söngkona skipuðu sveitina, sem stofnuð var í febrúar 1971. Á þeim stutta tíma sem sveitin starfaði lagði hún einkum áherslu á tónlistina úr söngleiknum/kvikmyndinni Jesus Christ…

Örvar Kristjánsson (1937-2014)

Örvar Kristjánsson er einn allra þekktasti harmonikkuleikari íslenskrar tónlistarsögu, og klárlega sá afkastamesti þegar kemur að plötuútgáfu en eftir hann liggja fjölmargar harmonikkuplötur. Örvar fæddist 1937 í Reykjavík en bjó öll bernskuárin í Hornafirði hjá fósturforeldrum, hann fékk snemma áhuga á tónlist og var farinn að prófa sig áfram með harmonikku bróður síns sjö og átta ára…

Öræfasveitin (1990)

Allar upplýsingar eru vel þegnar varðandi hljómsveitina Öræfasveitina, sögu hennar, meðlimi og hljóðfæraskipan, en hún var að líkindum skammlíf reykvísk sveit, starfandi 1990.

Yesminis pestis (1987-90)

Yesminis pestis var rokksveit í Reykjavík á árunum 1987-90. Sveitin var nokkuð öflug í spilamennsku á sínum tíma og tvö lög með henni komu út á safnsnældunni Snarl II: Veröldin er veimiltíta! (1987). Meðlimir sveitarinnar voru Hafliði Ragnarsson trommuleikari, Ingólfur Haraldsson söngvari [?], Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari og Ólafur Böðvar Helgason bassaleikari Yesminis pestis var endurreist…

Yfir strikið (1996-98)

Ballsveitin Yfir strikið fór mikinn á dansstöðum borgarinnar og nágrennis á því þriggja ára tímabili sem hún starfaði. Fyrstu heimildir um Yfir strikið er að finna frá því um sumarið 1996 og í beinu framhaldi lék hún nánast um hverja helgi þar til yfir lauk. Meðlimir sveitarinnar voru Tómas Malmberg söngvari, Árni Björsson bassaleikari, Sigurður…

Yukatan (1991-94)

Reykvíska hljómsveitin Yukatan er ein þeirra sveita sem sigrað hafa Músíktilraunir án þess að sveitarinnar biði beinlínis frægð og frami í kjölfarið. Sveitin náði þó að gefa út efni sem er meira en margar aðrar sveitir í svipaðri stöðu náðu að gera. Yukatan var stofnuð síðla sumars 1991 í Breiðholti og Árbænum og var alla…

Ýktir (1995-96)

Líftími hljómsveitarinnar Ýktra var ekki langur, spannaði einungis um tíu mánuði, og markaði sveitin engin spor í íslenskri tónlistarsögu þótt eflaust hefur verið stuð á böllum hennar. Ýktir voru stofnaðir í desember 1995 og var sveitin tríó allan tímann sem hún starfaði. Meðlimir tríósins voru Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og kassagítarleikari, Rúnar Þór Guðmundsson trommuleikari og…

Raddbandið [2] (1985-86)

Sönghópur úr Söngskólanum í Reykjavíkur kom í nokkur skipti fram á skemmtunum árið 1985 og 86, undir stjórn Jóns Kristins Cortes. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þennan sönghóp en sennilegt er að einhverjir þekktir söngvarar séu þar á meðal. Allar upplýsingar þar af lútandi eru því vel þegnar, sem og aðrar upplýsingar um Raddbandið.

Ragnar Björnsson (1926-98)

Ragnar Björnsson orgelleikari og kórstjórnandi kom víða við á tónlistarferli sínum, og eftir liggja plötur sem hafa að geyma orgelleik hans með verkum úr ýmsum áttum. Ragnar fæddist 1926 að Torfustaðahúsum í Húnavatnssýslu en fjölskylda hans fluttist fljótlega að Hvammstanga þar sem eiginlegt tónlistarlegt uppeldi hans hófst, fyrst hjá föður sínum sem var organisti á…

Rain [1] (1967-68)

Bítlasveitin Rain starfaði í Reykjavík í ríflega ár, síðari part sjöunda áratugarins áður en hún lagði upp laupana. Rain var stofnuð í ágúst 1967 og var sveitin skipuð fjórum meðlimum en aðeins nafn eins þeirra er þekkt, það var Einar Vilberg Hjartarson gítarleikari, sem síðar átti eftir að vekja athygli fyrir lagasmíðar sínar og plötur.…

Rask [1] (1990-91)

Í raun mætti segja að hljómsveitin Rask væru tvær hljómsveitir Bubba Morthens, sem störfuðu með u.þ.b. árs millibili. Bubbi hafði unnið að og gefið út sólóplötuna Sögur af landi árið 1990, og þegar að því kom að kynna plötuna fór hann af stað með hljómsveit sem hann kallaði Rask, en það hafði verið eins konar vinnuheiti…

Rask [2] (1993-94)

Hljómsveitin Rask vakti nokkra athygli um miðbik tíunda áratugarins fyrir vasklega framgöngu á böllum og lög sem komu út á safnplötum, sveitin boðaði breiðskífu sem aldrei kom þó út. Rask var líklega stofnuð 1993 og skartaði söngkonunni Sigríði Guðnadóttur sem þá hafði nýlega vakið mikla athygli fyrir lagið Freedom sem hún flutti ásamt Jet Black…

Rasp (1990 / 2007-08)

Hljómsveitin Rasp er fyrirbæri sem erfitt er að finna upplýsingar um. Sveitin starfaði árið 1990 og var þá meðal flytjenda á safnsnældunni Strump. Þá skipuðu sveitina þeir Magnús Axelsson og Höskuldur Kári Schram, svo virðist sem Guðni Már Henningsson ljóðskáld og útvarpsmaður sé viðloðandi sveitina nema að um sé að ræða allt aðra sveit undir…

Rauðir fletir (1986-87)

Reykvíska hljómsveitin Rauðir fletir vakti mikla athygli á sínum tíma þegar mikil deyfð var yfir rokksveitum á Íslandi, sveitin hafði háleit markmið, lifði fremur stutt en sendi þó frá sér tvær plötur. Davíð Freyr Traustason hafði verið söngvari í hljómsveitinni Röddinni og fengið nokkra athygli með þeirra sveit þegar hann ásamt Ingólfi Sigurðssyni trommuleikara (SSSól,…

Rea (1993)

Hljómsveit með þessu nafni var auglýst á tónleikum í Reykjavík vorið 1993, ásamt fjölmörgum öðrum sveitum sem áttu það sammerkt að vera skipaðar ungum tónlistarmönnum, og spila rokk. Allar upplýsingar um hljómsveitina Rea væru vel þegnar.

Red house (1991-93)

Blússveitin Red house fór mikinn í blúsdeild skemmtistaða borgarinnar á árunum 1991-93. Sveitin sem kom fyrst fram vorið 1991 var tríó, skipað Færeyingnum James Olsen trommuleikara, Pétri Kolbeinssyni bassaleikara og Kanadamanninum Georg Grosman söngvara og gítarleikara. Red house lék mestmegnis á skemmtistaðnum Gikknum við Ármúla en einnig á ýmsum blústengdum samkomum. Örlygur Guðmundsson hljómborðsleikari lék…

Reðr (1981-84)

Hljómsveitin Reðr mun hafa starfað í Hlíðunum á níunda áratug síðustu aldar. Reðr mun upphaflega hafa verið starfandi í Hlíðaskóla og síðan Menntaskólanum við Hamrahlíð, sé tekið mið af því gæti sveitin hafa verið starfandi u.þ.b. á árunum 1981-84. Meðlimir sveitarinnar Einar Rúnarsson hljómborðsleikari (Sniglabandið, Blúsmenn Andreu o.fl.), Guðbrandur Gísli Brandsson söngvari, Gunnar Örn Sigurðsson…

Reggae on ice (1992-99)

Þótt Reggae on ice muni seint skipa sér meðal stærstu hljómsveita íslenskrar poppsögu er þó tvennt sem hennar verður minnst fyrir, annars vegar að vera fyrsta hljómsveitin á Íslandi til að sérhæfa sig í reggí-tónlist, hins vegar fyrir að ala upp af sér tónlistarmennina Matthías Matthíasson og Stefán Örn Gunnlaugsson. Réttast er að tala um…

Raddbandið [1] (1983)

Árið 1983 var starfandi sönghópur undir nafninu Raddbandið, og skemmti hann á ýmsum kosningasamkomum tengdum alþýðubandalaginu með baráttusöngvum eins og það var orðað í auglýsingum þess tíma. Engar upplýsingar finnast hins vegar um meðlimi eða fjölda þeirra sem skipuðu hópinn, eða um tilvist hans annars almennt.

Octopus (1977-79)

Reykvíska hljómsveitin Octopus hafði á að skipa nokkrum meðlimum sem síðar áttu eftir að mynda hljómsveitina Start, sveitin starfaði í ríflega eitt ár og spilaði einkum á böllum á höfuðborgarsvæðinu. Octopus var stofnuð haustið 1977 af þeim Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara, Gústafi Guðmundssyni trommuleikara, Jóhanni Friðrik Clausen píanó- og hljómborðsleikara, Birgi Ottóssyni bassaleikara og Eiríki Haukssyni…

Opus [1] (1972-76 / 1982-83)

Hljómsveitin Opus var að nokkru leyti skyld annarri sveit, Opus 4 sem hafði starfað örfáum árum áður en hún hafði á að skipa sömu meðlimum að hluta, þeim Hirti Blöndal og Sævari Árnasyni. Opus var stofnuð 1972 og var nokkuð áberandi í fjölmiðlum þá um haustið þar sem hún lék á böllum sem tengdust Fegurðarsamkeppni…

Opus dei (1993-94)

Opus dei úr Reykjavík er ein af hundruðum hljómsveita sem keppt hafa í Músíktilraunum, tvívegis reyndar. Sveitin spilaði hefðbundið rokk og var starfandi að því er best er vitað í tvö ár (1993-94) og keppti bæði árin í Músíktilraunum Tónabæjar. Fyrra árið voru meðlimir sveitarinnar þeir, Arnar Bjarki Árnason bassaleikari, Óttar Rolfsson söngvari, Einar Einarsson…

Orange empire (1989-94)

Orange empire var undanfari Birthmark sem margir þekkja. Sveitin var stofnuð síðla árs 1989 og var hálfgert hljóðversverkefni Valgeirs Sigurðssonar gítarleikara og Svans Kristbergssonar söngvara og kom til að mynda ekki fram á tónleikum fyrr en 1992, þá hitaði dúettinn upp fyrir Tori Amos. Í kjölfarið fóru þeir félagar að koma meira fram opinberlega og…

Orgill (1990-93)

Orgill var sérstök hljómsveit sem vakti athygli fyrir sérstaka tónlist, gaf út eina plötu og hvarf fljótlega eftir það. Sveitin var stofnuð í ársbyrjun 1990 af nokkrum félögum sem höfðu verið í hljómsveitum eins og Rauðum flötum, De Vunderfoolz og Síðan skein sól þannig að meðlimir komu úr ýmsum áttum. Orgill mun upphaflega hafa verið…

Óákveðna riffið (1984)

Óákveðna riffið spilaði á Rykkrokk hátíðinni við félagsmiðstöðina Fellahelli í Breiðholti sumarið 1984. Giska má á að sveitin hafi verið af höfuðborgarsvæðinu og verið skipuð fremur ungu tónlistarfólki. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit.

Öldurót [1] (1972-73)

Öldurót var skammlíf hljómsveit sem spilaði fjölbreytta tónlist á veitingahúsum borgarinnar Sveitin var stofnuð haustið 1972 og þá sem tríó, meðlimir Ölduróts voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Óskar Kristjánsson bassaleikari. Kristinn Valdimarsson orgelleikari bættist í hópinn eftir áramótin og þannig var sveitin skipuð a.m.k. til hausts en þá virðist hún hafa hætt…

Soma (1996-98 / 2020-)

Reykvíska indírokksveitin Soma vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir plötuna Föl, þar sem lagið Grandi Vogar II naut mikilla vinsælda sumarið 1997. Soma var stofnuð vorið 1996 af Guðmundi Annas Árnasyni söngvara, Þorláki Lúðvíkssyni hljómborðsleikara, Snorra Gunnarssyni gítarleikara, Jónasi Hlíðari Vilhelmssyni trommuleikara, Halldóri Sölva Hrafnssyni gítarleikara og Pétri Rafnssyni bassaleikara. Þannig skipuð sigraði sveitin…

Ber að ofan (1990-91)

Hljómsveitin Ber að ofan var sex manna reykvísk sveit, starfandi 1990 og keppti það árið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ágúst Orri Sveinsson trommuleikari, Agnar Már Magnússon hljómborðsleikari, Karl Jóhann Bridde söngvari, Óttar Guðnason bassaleikari, Pétur Valgarð Pétursson gítarleikari og Gunnar Þór Möller gítarleikari. Sveitin komst í úrslit keppninnar. Árið eftir átti sveitin lag…

Bendix [2] (1992)

Hljómsveitin Bendix mun hafa verið starfandi innan Menntaskólans í Reykjavík í kringum 1992. Ekki er vitað um meðlimi hennar.

Beatniks [2] (1965-66)

Reykvíska hljómsveitin Beatniks (hin síðari) var ein af hinum svokölluðu bítlasveitum en hún var og hét á árunum 1965-66. Beatniks var skipuð nokkrum þekktum einstaklingum eins og Einari Vilberg sem átti eftir að starfa nokkuð við tónlist á næstu árum, Árna Þórarinssyni trommuleikara (síðar blaðamaður og rithöfundur svo fátt eitt sé nefnt) og Ingimundi Sigurpálssyni…

Bag of joys (1992-97)

Breiðholtssveitin Bag of joys var stofnuð haustið 1992 (á einhverju djammi) en byrjaði ekki að æfa fyrr en tveimur árum síðar, og kom reyndar fyrst fram opinberlega vorið 1995 eftir að fyrsta útgáfa hennar kom út en það var spólan Minnir óneitanlega á Grikkland, sem kom út í fjörtíu eintökum snemma árs. Þó svo að…

Blautir dropar (1991-92)

Blautir dropar er hljómsveit úr Reykjavík sem starfaði um og eftir 1990, og innihélt Stefán Henrýsson hljómborðsleikara (Sóldögg o.fl.), Arnþór Örlygsson gítarleikara (Addi 800), Erlend Eiríksson söngvara, Gunnar Þór Eggertsson gítaraleikara (Vinir vors og blóma, Land og synir o.fl.) og Brynjar Reynisson bassaleikara. Þannig skipuð átti sveitin lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út…

Bláa bílskúrsbandið (1987)

Bláa bílskúrsbandsins verður fyrst og síðast minnst fyrir að innihalda gítarleikarann Guðmund Pétursson ungan að árum. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum 1987, þá skipuð þeim Guðmundi, Birni Loga Þórarinssyni bassaleikara og Guðvini Flosasyni trommuleikara, en komst ekki í úrslit keppninnar. Bláa bílskúrsbandið spilaði eitthvað saman eftir Músíktilraunirnar og mun hafa bætt við sig gítarleikara en…

Blátt áfram [2] (1995-2004)

Pöbbadúettinn Blátt áfram starfaði á árunum 1995-2004 með hléum, og gæti í raun hafa starfað enn lengur. Meðlimir hans voru Sigurður Már [?] og Sigurður Guðfinnsson sem báðir léku á gítara og sungu. Blátt áfram lék nær eingöngu á pöbbum höfuðborgarsvæðisins.

Blimp (1992-93)

Hljómsveitin Blimp spilaði rokk í harðari kantinum og keppti í Músíktilraunum 1992, þá var sveitin skipuð þeim Svavari Pétri Eysteinssyni gítarleikara, Hauki M. Einarssyni trommuleikara, Ásgeir Ó. Sveinssyni bassaleikara og Hilmari Ramos söngvara. Sveitin sem kom úr Reykjavík (Breiðholtinu) hafði verið stofnuð 1991 en hún spilaði áfram fram á sumar 1993 og hætti líklega störfum…

Boo coo movement (2003-04)

Boo coo movement var starfandi 2003 – 4 og var í upphafi dúett þeirra Þóris Georgs Jónssonar og [?], leiðir skildu síðan og Þórir Georg hélt áfram að starfa einn undir þessu nafni um tíma eða þar til hann hóf að kalla sig My summer as salvation soldier. Einhverjar upptökur liggja eftir Boo coo movement…