Octopus (1977-79)

Octopus1

Octopus

Reykvíska hljómsveitin Octopus hafði á að skipa nokkrum meðlimum sem síðar áttu eftir að mynda hljómsveitina Start, sveitin starfaði í ríflega eitt ár og spilaði einkum á böllum á höfuðborgarsvæðinu.

Octopus var stofnuð haustið 1977 af þeim Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara, Gústafi Guðmundssyni trommuleikara, Jóhanni Friðrik Clausen píanó- og hljómborðsleikara, Birgi Ottóssyni bassaleikara og Eiríki Haukssyni söngvari. Þeir voru flestir á menntaskólaaldri og voru hugsanlega í Menntaskólanum við Sund sem þá hafði nýlega fengið nafn sitt.

Birgir bassaleikari staldraði ekki lengi við og tók Jón Ólafsson við hlutverki hans, og þannig skipuð lék sveitin sitt bassprógramm þar til yfir lauk snemma árs 1979.

Flestir meðlimir Octopus áttu eftir að skjóta upp kollinum í hljómsveitinni Start en einhverjir þeirra höfðu í millitíðinni þó starfað í skammlífri sveit sem bar nafnið Járnsíða.