Basil fursti (1978-80)

Basil fursti var nokkuð þekkt ballhljómsveit á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar en hún skartaði þá m.a. söngvaranum Eiríki Haukssyni sem þá var að stíga sín fyrstu spor í tónlistarbransanum. Það voru þeir bræður Andri Örn Clausen söngvari og gítarleikari og Michael Clausen gítarleikari, Jón Karl Ólafsson hljómborðsleikari (síðar athafnamaður), Erlingur Kristmundsson trommuleikari og…

Tíglar [4] (1983-2008)

Hljómsveitin Tíglar (Tíglarnir) var langlíf sveit sem spilaði einkum gömlu dansana og lék um árabil á danshúsum í Reykjavík við fastráðningu, líftími hennar var líklega frá 1983 og fram á þessa öld, jafnvel til 2008 eða lengur en hin síðari ár starfaði hún fremur stopult. Meðlimaskipan Tígla var eitthvað á reiki enda starfa langlífar sveitir…

Piccolo (1975-76)

Hljómsveitin Piccalo var sveit nokkurra mennskælinga í Reykjavík veturinn 1975-76 og verður varla minnst fyrir annað en að vera fyrsta hljómsveit Eiríks Haukssonar. Sveitarinnar er fyrst getið haustið 1975 í fjölmiðlum og síðast er hún auglýst fyrir áramótadansleik svo gera má ráð fyrir að hún hafi starfað fram á 1976. Meðlimir Piccolo voru áðurnefndur Eiríkur…

Octopus (1977-79)

Reykvíska hljómsveitin Octopus hafði á að skipa nokkrum meðlimum sem síðar áttu eftir að mynda hljómsveitina Start, sveitin starfaði í ríflega eitt ár og spilaði einkum á böllum á höfuðborgarsvæðinu. Octopus var stofnuð haustið 1977 af þeim Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara, Gústafi Guðmundssyni trommuleikara, Jóhanni Friðrik Clausen píanó- og hljómborðsleikara, Birgi Ottóssyni bassaleikara og Eiríki Haukssyni…