Piccolo (1975-76)

engin mynd tiltækHljómsveitin Piccalo var sveit nokkurra mennskælinga í Reykjavík veturinn 1975-76 og verður varla minnst fyrir annað en að vera fyrsta hljómsveit Eiríks Haukssonar.

Sveitarinnar er fyrst getið haustið 1975 í fjölmiðlum og síðast er hún auglýst fyrir áramótadansleik svo gera má ráð fyrir að hún hafi starfað fram á 1976.

Meðlimir Piccolo voru áðurnefndur Eiríkur Hauksson söngvari, Gústaf Guðmundsson trommuleikari, Birgir Ottósson bassaleikari, Jóhannes Helgason gítarleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari.