Plastik (1994-2008)

Raftónlistarmaðurinn Aðalsteinn Guðmundsson (f. 1976) hefur verið fremstur í flokki sinnar tegundar í raftónlist hérlendis og komið fram undir ýmsum nöfnum, þar má nefna Yagya, Tree, Zitron, Rhythm of snow, Cosmonut og Sanasol þar sem hann er helmingur dúetts. Plastik (Plastic) var fyrsta aukasjálf Aðalsteins í raftónlistinni og flokkaðist tónlist hans þar undir ambient en…

Plastic youth (1988)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Plastic youth en sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur sem kom út 1996. Á þeirri safnplötu voru meðlimir Plastic youth Sveinn Kjartansson bassaleikari, Einar H. Árnason trommuleikari og Kári Hallsson söngvari og gítarleikari en einnig sungu þær Agnes E. Stefánsdóttir og Björg A. Ívarsdóttir bakraddir…

Plastgeir og Geithildur (1988)

Plastgeir og Geithildur var tríó frá Akranesi sem keppti í Músíktilraunum 1988 og voru meðlimir hennar Hrannar Örn Hauksson bassaleikari, Leifur Óskarsson gítarleikari og söngvari og Jóhann Á. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin var þá nýstofnuð upp úr Óþekktum andlitum og áttu meðlimir hennar eftir að keppa síðar með öðrum Skagasveitum á sama vettvangi. Pétur Heiðar Þórðarson…

Plató [2] (1990-91)

Plató var hljómsveit úr Hafnarfirðinum sem sérhæfði sig einkum í tónlist hipparokkara í anda Led Zeppelin, Cream o.fl. Þeir félagar voru einnig í blúsnum. Sveitin var stofnuð sumarið 1990 og voru meðlimir hennar Guðfinnur Karlsson söngvari, Starri Sigurðarson bassaleikari, Jón Örn Arnarson trommuleikari og Kristbjörn Búason gítarleikari. Flestir áttu þeir eftir að birtast í mun…

Plató [1] (1964-65)

Hljómsveitin Plató var ein þeirra bítlasveita sem spratt fram á sjónarsviðið um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin kom fram sumarið 1964 og hafði á að skipa ungum meðlimum eins og títt var á þeim tíma en þeir voru Kristinn S. Jónsson bassaleikari [?], Einar Hólm trommuleikari [og söngvari?], Sigurgeir A. Jónsson [?] og Kristinn…

Plastik – Efni á plötum

Plastik – Hérna [snælda] Útgefandi: FIRE Útgáfunúmer: F-3 Ár: 1995 1. Lím 2. Gangar 3. Fljótandi vitund 4. 13. jan. 1896 – 9. des 32976 5. Ljós og litir draumsins 6. Útlönd 5. Töfratónar 6. Undirdjúpin Flytjendur: Aðalsteinn Guðmundsson – [?] Plastik – River electric [12“] Útgefandi: Thule records Útgáfunúmer: THL011 Ár: 1999 1. Brain…

Afmælisbörn 24. júní 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á tuttugu og sjö ára afmæli á þessum degi. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur vakið athygli undanfarið fyrir tónlist sína en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis…