Plató [1] (1964-65)

Plató [1]

Plató

Hljómsveitin Plató var ein þeirra bítlasveita sem spratt fram á sjónarsviðið um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin kom fram sumarið 1964 og hafði á að skipa ungum meðlimum eins og títt var á þeim tíma en þeir voru Kristinn S. Jónsson bassaleikari [?], Einar Hólm trommuleikari [og söngvari?], Sigurgeir A. Jónsson [?] og Kristinn Sigmarsson gítarleikari.

Sveitin mun hafa starfað í að minnsta kosti tvö ár en hugsanlega lengur. Allar upplýsingar þ.a.l. eru vel þegnar.